Morgunblaðið - 06.05.2010, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.05.2010, Qupperneq 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 ✝ Helgi Indriðasonrafvirkjameistari fæddist á Akureyri 21. febrúar 1925. Hann lést á heimili sínu, Smáravegi 6, Dalvík, sunnudaginn 25. apríl. Foreldrar hans voru Laufey Jóhanns- dóttir, húsmóðir, f. 19.11. 1897 á Seyð- isfirði, d. 25.1 1995, og Indriði Helgason rafvirkjameistari, f. 7.10. 1882 í Skóg- argerði í Fellum, N-Múlasýslu, d. 25.3. 1976. Systkini Helga eru: Mar- grét, f. 28.10. 1923, Jóhann, f. 7.8. 1926, Ólafur, f. 7.9. 1932. Helgi eignaðist Þorstein Kormák Helga- son, f. 16.12. 1949 með Þórhöllu Þorsteinsdóttur, f. 18.5. 1920. Maki Þorsteins Kormáks var Hulda Stef- sambúð með Völu Rögnu Ingólfs- dóttur, f. 27. 11. 1977, bm. Sólveig Ösp Pálsdóttir, f. 10.2. 1977. Sonur þeirra er Tristan, f. 20.5.2000. Seinni bm. Indriða er Fríða Kristín Gísladóttir, f. 15.7. 1960. Þeirra son- ur er Hákon Máni, f.13.9. 1999. Helgi stundaði nám í Hólaskóla 1941-1942 og lagði eftir það stund á hestamennsku og hrossarækt. Hann hóf síðan nám í rafvirkjun hjá föður sínum. Meistarabréf fékk hann 11.3. 1954 og starfaði eftir það sem raf- virkjameistari á Dalvík. Hann út- skrifaði fjölmarga nemendur í raf- virkjun og 1975 stofnaði hann ásamt nokkrum þeirra rafverktaka- fyrirtækið Elektro Co hf. og var framkvæmdastjóri þess. Helgi söng lengi með karlakórum, fyrst með Geysi á Akureyri en síðar með Karlakór Dalvíkur og hefur m.a. komið fram sem einsöngvari með báðum þessum kórum. Helgi var í Frímúrarareglunni á Akureyri. Útför hans fer fram frá Dalvík- urkirkju fimmtudaginn 6. maí 2010 og hefst athöfnin kl. 13.30. ánsdóttir, f. 11.5. 1955. Þau slitu sam- vistum. Börn: Nökkvi, f. 24.6. 1974, og Stef- án Darri, f. 16.12. 1981. Eftirlifandi maki Helga er Gunn- hildur Jónsdóttir, f. á Dalvík 13.9. 1928. Þeirra börn eru: a) Laufey, f. 11.2. 1951. Maki Bernard Ropa, f. 27.1. 1952. Þau eiga einn son, Igor, f. 24.9. 1983. b) Jóhanna, 24.1. 1953. Fyrrver- andi maki Guðmundur Sig- urvaldason, f. 30.6. 1951. Sonur þeirra er Kjartan, f. 28.7. 1979, bm. María Sif Ericsdóttir, f. 24.11. 1978. Sonur þeirra er Tryggvi Bragi, f. 26.9. 2008. c.) Indriði, 17.6. 1954, bm Herdís B. Karlsdóttir f. 16.1.1954. Þeirra sonur er, Helgi, f.16.9. 1978 í Litlum dreng í sumarvist á Dal- vík finnst Helgi móðurbróðir vera sterkasti maður í heimi. Hann er ekki hræddur við neitt. Hann stendur hlæjandi í stóru túni – sem kannski var lítill garður – seilist í randaflugur og tekur utan um þær og sýnir í lófanum: Sjáðu, þær stinga ekki – og ef þær stinga kom- ast þær ekki í gegnum siggið. Hann heldur á randaflugunni sem virðist ósköp vesæl í þykkri hend- inni þar sem siggið er hvítt og drengurinn ákveður að ef maður vill hafa í fullu tré við randaflugur verði maður að safna miklu siggi í lófann svo að broddurinn nái ekki gegn. Og lítill drengur í heimsókn hjá afa og ömmu á Akureyri veit að nú er von á honum Helga í dag því að amma var áðan að hella kaffi í bolla sem á að standa í nokkra klukku- tíma. Þannig vill Helgi nefnilega hafa kaffið sitt – kalt. Það er til- hlökkunarefni því hann Helgi er svo skemmtilegur og það fylgir honum svo mikið líf en tilhlökkunin er blandin kvíða því hann á það líka til að stríða manni og stundum hvessir hann sig dálítið mikið. Svo stendur hann allt í einu þarna – með kalt kaffið og vínirbrauðið hennar ömmu í hinni hendinni og fyllir íbúðina á Ráðhústorgi 1, mik- ill og sterkur: hárið hvítt og með óstýrilátum sveipum, eins og við þekkjum fleiri úr ættinni, bylm- ingsröddin og þessi órólega orka sem fylgir honum. Hann lítur til drengsins og glottir, höfuðið tinar á þennan sérstaka hátt og nú er örugglega stutt í athugasemd. Í augum okkar bræðra var Helgi Indriðason ekki hræddur við neitt og bar ekki virðingu fyrir neinu. Hann var eins og hetja úr Íslend- ingasögunum og fór sínar eigin leiðir á sínum háaldraða jeppa – sem var líka eins og úr Íslendinga- sögunum og bar fagurt vitni um gildi hinnar sérviskulegu íhalds- semi því hann hékk varla saman á öðru en þrjóskunni í Helga. Hann var hávær og ákveðinn, afdrátt- arlaus í öllum skoðunum – eins og Laufey amma okkar og systkini hans – barngóður, hryssingslegur og blátt áfram, hafði fullkomna for- akt á hégóma. Þegar hann brosti varð hann blíðlegur til augnanna og þegar hann hló var eins og allt snögghitnaði í kringum hann. Hann hafði fagra söngrödd og tilfinninga- ríka, eins og heyra má í myndinni Landi og sonum þar sem hann syngur í sumarnóttinni í einni feg- urstu senu íslenskrar kvikmynda- sögu. Og nú er hann allur. Hann settist í stólinn sinn heim kominn eftir síð- ustu samfundina með karlakórnum sínum, þar sem menn undruðust að sögn hve fagurlega hann söng þetta kvöld svo máttfarinn sem hann var, og fékk síðan hægt andlát, eins og vera ber eftir gott ævistarf. Við bræður sendum fólkinu hans öllu, Hillu, Laufeyju, Hönnu, Indriða, og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Andri og Örnólfur Thorssynir. Það er oft þannig í lífinu að hlut- ir sem við vitum að beri að eru óumflýjanlegir og eðlilegir en ekki endilega auðveldir þegar að þeim kemur. Þannig var það þegar hringt var í mig eftir lokahóf Karlakórsins og mér sagt að Helgi Indriðason hefði kvatt þennan heim. Fyrr um kvöldið höfðum við leiðst upp á sviðið í Menningarhús- inu Bergi og sungið með kórfélög- unum. Það var eins og tilveran rask- aðist og jafnvægið væri ekki fyrir hendi, en lífið býður ekki upp á annað en að láta okkur skilja að allt hefur endi og upphaf. Góður vinur hefur gengið yfir móðuna miklu. Það er líka undarlegt að fara aft- urábak í lífsvagninum, láta hann flytja sig til baka í lífinu og rifja upp kynni og vinskap við þig, góði vinur. Hvað er það sem laðar menn saman, menn sem hafa ólíkan bak- grunn og í raun fátt sem ætti að leiða götur þeirra saman í lífinu. Þessu verður auðvitað ekki svarað í þessari vinarkveðju. Þessi góðu kynni og vinskapur hófst fljótlega eftir að ég flutti til Dalvíkur með konu minni og dóttur árið 1961. Ég hef reynt að rifja upp okkar fyrstu kynni, en þau koma ekki upp í huga minn, raunar finnst mér eins og ég hafi þekkt þig öll mín ár á Dalvík. Fjölmargt kemur upp í hugann. Vinnustundir í bókhaldi sem ég tók að mér fyrir þig. „Rífðu þennan reikning, þessi á enga peninga“ eða: „Hann borgar aldrei.“ Ekki kannski allt eftir nútímanum en allt eftir lífsreglum þínum, þú gerðir við hluti og lagðir lagnir fyrir alla þá sem til þín leituðu. Sennilega hefur þú oft látið fjölskylduna bíða, til þess eins að aðstoða aðra. Ef til vill er þetta eitt af mörgu sem leiddi okkur saman og lagði grund- völl að vináttu, virðingu og sam- kennd í lífinu. Mér eru ógleymanleg fyrstu skref mín í Frímúrarareglunni þar sem þú varst minn leiðsögumaður. Ró og friður, skilningur á líðan minni, útskýringar á eðli reglunnar og umfram allt að leiða mér fyrir sjónir að reglan reynir að leiðbeina okkur í lífinu. Auðvitað er ekki hægt að aka þessum lífsvagni um okkar kynni án þess að minnast gleðistunda í Smáraveginum með ykkur hjónum. Gestrisni, góðar kökur ásamt guða- veigum til að létta lundina. Allt svo eðlilegt og sjálfsagt á þeim bæ. Nú skilur leiðir um stund og vil ég þakka af alhug og einlægni sam- fylgdina. Far þú í friði vinur og þökk sé þér. Fjölskyldunni sendum við hjónin samúðarkveðjur. Hilmar Daníelsson. Helgi Indriðason, félagi í Karla- kór Dalvíkur, andaðist aðfaranótt 25. apríl síðastliðins 85 ára að aldri. Hans mun verða sárt saknað af kórfélögum sem allir minnast Helga með hlýhug og virðingu. Starfsemi félagasamtaka í litlum byggðarlögum um allt land stendur og fellur með áhuga og eldmóði þeirra aðila sem að slíkum sam- tökum standa. Þátttaka í kórastarfi er þarna að engu undanskilið og fer ómældur tími kórfélaga til söng- æfinga fyrir hverja tónleika sem þeir taka þátt í. Helgi Indriðason stundaði þessa ástríðu sína fram á síðasta dag, bæði sér og kórfélögum sínum til mikillar ánægju. Helgi var einn af stofnfélögum Karlakórs Dalvíkur, en hann var stofnaður árið 1960, og var jafn- framt einn af heiðursfélögum kórs- ins. Samviskusemi hans og tak- markalaus áhugi á söng kom fram í því að sjaldan lét hann sig vanta á æfingar og var jafnframt mikill fé- lagi félaga sinna á æfingum sem og annars staðar. Hæfileikar Helga til söngs voru miklir, enda var hann gjarnan einsöngvari með kórnum þegar því var skipta og það var eft- ir því tekið þegar Helgi beitti sinni djúpu hljómmiklu rödd þannig að undir tók. Árið 2005 fór Karlakór Dalvíkur í söngferð til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs og í hátíðarkvöldverði um borð í ferjunni á leið frá Kaup- mannahöfn til Óslóar þann 19. júní var Helgi gerður að heiðursfélaga kórsins, þá búinn að vera félagi í kórnum í 45 ár. Síðasti konsert sem Helgi tók þátt í var þegar kórinn hélt í söngferð til Austfjarða í mars á síðasta ári. Það sem var á dag- skrá kórsins þá voru sjómannalög og er sú dagskrá tileinkuð sjó og sjómennsku frá landnámi til vorra daga, í þessari dagskrá naut bassa- röddin hans Helga sín vel, t.d. þeg- ar lagið „Nú sigla svörtu skipin“ var flutt. Laugardaginn 24. apríl sl. hélt Karlakór Dalvíkur árshátíð sína og var Helga og Gunnhildi, eiginkonu hans, boðið að koma og taka þátt í dagskránni. Þetta kvöld steig Helgi á svið og tók þátt í söng með kór- félögum sínum og var það ánægju- legt að sjá 85 ára unglinginn syngja þar af hjartans lyst. Hilla, við viljum með þessum orð- um þakka þér fyrir „lánið“ á honum Helga í gegnum árin og vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Karlakórs Dalvíkur, Guðmundur Kristjánsson. Helgi Indriðason  Fleiri minningargreinar um Helgi Indriðason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg móðir mín, amma, langamma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR KRISTÍN JAKOBSDÓTTIR, Hlíðarhúsum 3, áður til heimilis á Hjallabraut 33, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt miðvikudagsins 28. apríl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 7. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlega láti Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Ólafur Björnsson, Þorbergur Björn Ólafsson, Ólafur Friðrik Ólafsson, Jóhann Helgi Ólafsson, Vilhjálmur Snær Ólafsson, Sigríður Erla Ólafsdóttir, Diljá Ösp Þorbergsdóttir, Þóra Jakobsdóttir, Bjarni Ellert Bjarnason, Sigrún Jakobsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Stefán Gylfi Valdimarsson, Gunnlaug Jakobsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson. ✝ Ástkær faðir minn, KRISTINN NIELS ÞÓRARINSSON frá Reyðarfirði, lést í Kanada föstudaginn 16. apríl. Útför hans fór fram í Saskatoon í Kanada föstudaginn 23. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Kristinsson. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, JÓNÍNA SÍSÍ BENDER, Norðurbrún 1, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 29. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Erna M. Ottósdóttir Laugdal, Gunnar Þorsteinsson, María Haraldsdóttir, Róbert H. Haraldsson, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Jakob Þór Haraldsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERLA EINARSDÓTTIR, Sandbakka 6, Höfn, lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn þriðjudaginn 4. maí. Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 8. maí kl. 10.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Brynjólfur Erlingsson, Jónína Guðmundsdóttir, Jóna Þormóðsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR SVEINSSON, Álftamýri 43, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 4. maí. Sveinn Briem, Karin Briem, Kristín Sigurðardóttir, Tinna Briem, Dísa Briem.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.