Morgunblaðið - 06.05.2010, Side 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
✝ Theodóra Guðna-dóttir fæddist í
Stekkholti, Biskups-
tungnahreppi, 18.
september 1921.
Hún lést á dval-
arheimilinu Barma-
hlíð, Reykhólum, mið-
vikudaginn 28. apríl.
Foreldrar hennar
voru Guðni Pálsson,
vinnumaður í Minni-
borg í Mosfellssókn
og verkamaður í
Hafnafirði, f.18. maí
1894 í Gýgjarhólskoti
í Biskupstungnahreppi, d. 6. sept-
ember 1959 og Ingveldur Jóhanns-
dóttir, vinnukona í Efstadal, Mos-
fellssveit og lausakona í Ásgarði,
Skildinganesi, Reykjavík, f. 4. októ-
ber 1891 á Arnarstöðum í Helga-
fellssveit, d. 3. október 1986. Systk-
ini Theodóru, alsystir Guðfinna
Guðnadóttir, f. 29. maí 1920, Efsta-
dal í Laugardalshreppi, samfeðra
Anna Ragnheiður Guðnadóttir, f.
25 janúar 1942 í Vestmannaeyjum,
sammæðra Kristín Magnúsdóttir, f.
1. desember 1932 og Fjóla K. Magn-
úsdóttir, f. 19. september 1934.
Gestsdóttur, f. 19. apríl 1957, þau
eiga tvö börn: Óskar Samúel og
Gest Ólaf. 5) Björn, f. 2. september
1965, maki Ágústa K. Bragadóttir,
f. 11. júní 1962, þau eiga þrjú börn:
Hildi, Margréti og Samúel Inga.
Barnabarnabörn Theodóru eru átta
talsins. Theodóra lauk grunn-
skólanámi í Skildinganesskóla í
Skerjafirði 1930 og bjó með móður
sinni á Bústöðum við Bústaðaveg í
Reykjavík og húsi sem hét Ásgarð-
ur við Reykjavíkurveg í Skerjafirði.
Fór síðan sem vinnukona á nokkur
heimili í Reykjavík, þaðan lá leið
hennar vestur að Höllustöðum og
var hún vinnukona þar tvö sumur,
en síðan tók hún við heimilishaldi
þar. Hún fór nýorðin nítján ára á
Húsmæðraskólann að Staðafelli í
Dalasýslu og var þar einn vetur,
síðan lá leið hennar að Höllustöðum
þar sem hún hóf búskap með Sam-
úel veturinn 1943-1944. Theodóra
og Samúel bjuggu á Höllustöðum
alla tíð eða þar til Samúel lést 1985,
eftir það hélt hún heimili á Höllu-
stöðum til 2005. Theodóra og Sam-
úel fengu fjölda verðlauna fyrir
snyrtimennsku í búskapartíð sinni.
Síðustu árin bjó hún á dvalarheim-
ilinu Barmahlíð á Reykhólum.
Útför hennar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, fimmtudaginn 6.
maí 2010 kl. 13.
Theodóra giftist 10.
ágúst 1944 Samúel
Björnssyni, f. 27. nóv-
ember 1921 í Borg,
Reykhólahreppi, A-
Barð., d. 17. júní 1985.
Foreldrar hans voru
Magðalena Sveins-
dóttir, f. 23. desember
1883 Holtastaðareit í
Húnavatnssýslu, d.
26. maí 1962 og Björn
Arnfinnsson, f. 25.
janúar 1861, Eyri,
Gufudalshreppi, A-
Barð., d. 20. desember
1952. Börn Theodóru og Samúels
eru: 1) Kristrún, f. 7. apríl 1944,
maki Karl I. Karlsson, f. 21.október
1942, þau eiga eina dóttur, Ingu
Dóru, og tvö barnabörn. 2) Jónas, f.
17. október 1945, maki Bergljót
Bjarnadóttir, f. 27. desember 1950,
þau eiga þrjú börn: Eyþór, Bjarna
og Birgittu og þrjú barnabörn. 3)
Þorgeir, f. 11. mars 1951, var
kvæntur Vöku Helgu Ólafsdóttur, f.
13. ágúst 1958, þau eiga tvö börn:
Magnús og Önnu Björk og þrjú
barnabörn. 4) Ingvar, f. 8 ágúst
1953, var kvæntur Sólrúnu Ósk
Bognaði og brotnaði í bylnum
stóra seinast. Hún mamma er lát-
in.
Það er svo undarlegt að láta
hugann reika um liðna tíð.
Mamma stóð fyrir stóru heimili.
Foreldrar mínir byrjuðu búskap á
Höllustöðum í lok stríðsins 1944.
Þá voru aðrir tímar, nota þurfti
skömmtunarseðla til að kaupa
sykur, hveiti, smjörlíki og ýmsar
nauðþurftir. Ætíð var allur matur
unninn heima. Skemmtilegust
voru alltaf vorin í sveitinni, þar
sem alls staðar iðaði lífið og fal-
legar minningar urðu til.
Síðustu æviárin dvaldi mamma
á dvalarheimilinu Barmahlíð, þar
leið henni vel.
Vil ég þakka því góða fólki fyrir
frábæra umönnun henni til handa.
Elsku mamma, þó að leiðir skilji
nú um sinn munum við hittast
heilar hinum megin. Guð veri með
þér.
Þín
Kristrún.
Það er alltaf erfitt að missa
fastan punkt úr lífi sínu, en það er
nú bara svo að enginn er eilífur.
Þetta er nú samt sú tilfinning sem
hefur hellst yfir mann síðustu
daga eftir að þú kvaddir þennan
heim, elsku mamma. Það er eig-
inlega dálítið undarleg tilfinning
að þú sért hætt að hringja í mig
þar sem við töluðum saman nánast
daglega. Það er þó huggun harmi
gegn að þú ert komin til pabba.
Þegar ég sit hér og hugsa til
baka hvernig líf þitt var, þá kemur
fyrst upp í hugann dugnaðurinn
og seiglan.
Þú kemur vestur að Höllustöð-
um ung stúlka og ræður þig sem
vinnukonu þar á átjánda ári, kem-
ur í sveitina með Lillu vinkonu
þinni úr Reykjavík, ert síðan feng-
in til að taka við heimilinu tuttugu
og eins árs. Þetta er erfitt að
ímynda sér í dag, en svona var
þetta þá. Reyndar var sjálfsagt
komin einhver rómantík í spilin
með pabba sem hefur létt þér lífið,
en það hefur samt þurft að huga
að öllu á mannmörgu heimili.
Í mínum uppvexti minnist ég
alls þess góða sem þú kenndir
mér, þó svo stundum hafi ég ekki
verið þægur unglingur, en aldrei
þraut þolinmæðina hjá þér. Það
gat nú oft verið heldur fjörugt á
heimilinu þegar þrjú elstu barna-
börnin komu til skjalanna og við
fundum upp á misgáfulegum leikj-
um, en alltaf hélstu ró þinni.
Eftir að pabbi dó og þú hættir
búskap þá fannst þú þér áhuga-
mál, en það var föndur af ýmsu
tagi sem þú hafðir svo gaman af
og eftir að þú fluttist á dvalar-
heimilið Barmahlíð gastu sinnt
þessu áhugamáli þínu enn betur
með gömlu nágrannakonunum.
Það er ótrúlegt hverju þú hefur
afkastað á þessum fáu árum.
Það var skemmtileg ferð sem
við fórum saman í fyrrasumar út í
Flatey með Ölmu vinkonu þinni,
en sú ferð var kölluð draumaferð-
in af þér, sem var réttnefni því sá
dagur var fullkominn þar sem við
sigldum í blíðunni út í eyjar og þú
fórst upp alla stiga og um alla
eyju og hittir gamla vini, lést ekk-
ert stoppa þig. Þá leið þér vel.
Alltaf voru þó barnabörnin efst í
huga þér síðustu árin og það veit
ég að þau sakna þess að geta ekki
komið við og fengið perubrjóst-
sykur og súkkulaði eins þau voru
vön að fá hjá þér og notið sam-
vista við þig um hátíðisdaga.
Minning þín lifir.
Þinn sonur,
Björn.
Elsku amma mín, ég trúi því
varla að ég sitji hérna við eldhús-
borðið mitt og skrifi minningar-
grein um þig sem varst svo hress
þegar ég hitti þig síðast í ferming-
arveislunni hjá honum Finnboga
og eins þegar ég talaði við þig í
síma fyrir viku. Það varð ekki af
þér skafið hversu dugleg og sam-
viskusöm þú varst í öllu því sem
þú tókst þér fyrir hendur. Þótt tár
mín séu nánast búin og tómið mik-
ið þá hugsa ég stöðugt um þig,
elsku hjartans amma mín. Ég er
ómetanlega þakklát fyrir allar
þær stundir sem þú gafst mér. Við
Anna frænka minnumst þess oft
þegar við vorum litlar stelpur og
vorum hjá þér á Höllustöðum. Þú
vildir allt fyrir okkur gera og sát-
um við oft heilu klukkustundirnar
saman við eldhúsborðið þitt og
teiknuðum torfbæi og landslags-
myndir. Einu man ég þó eftir,
þegar við Anna tókum upp á því
að nota markabókina hans Bjössa
í einn af búðarleikjunum sem við
fórum í. Þá varstu nú ekki alltof
ánægð með okkur enda ekki
ástæða til vegna þess að við vor-
um búnar að krota hana alla út.
En þrátt fyrir þetta uppátæki hjá
okkur gátum við alltaf rifjað þetta
atvik upp síðar meir og hlegið
saman að þessu.
Eins er mér mjög minnisstætt
þegar þú komst til Reykjavíkur til
augnlæknis í eitt skiptið að vori
til. Við frænkur nutum þess að
vera með þér líkt og alltaf. Þar
sem útsölurnar voru í hámarki
þegar þú komast ákváðum við að
drífa okkur í Kringluna. Ég held
að ég hafi sjaldan heyrt þig hlæja
jafnmikið og þú gerðir þegar við
tókum upp á því að hlaupa hressi-
lega með þig í hjólastólnum um
ganga Kringlunnar, þá var sko
fjör hjá okkur, elsku amma mín.
Það var alltaf mjög stutt í húm-
orinn hjá okkur þegar við vorum
saman og gat ég alltaf leitað til
þín þegar eitthvað bjátaði á hjá
mér.
Ég er svo ánægð að Berglind
mín skuli hafa fengið það tækifæri
að kynnast þér, langömmu sinni.
Eftir að ég hafði setið hjá þér
og haldið fast í hlýju höndina þína
daginn áður en þú kvaddir okkur
hef ég hugsað út í samtöl okkar
þar sem við ræddum oft um lífið
og dauðann. Við vorum sammála
um að öll myndum við hittast aft-
ur. Ég trúi því elsku amma mín að
þú munir fylgjast með okkur
hérna niðri þangað til við komum
öll til þín aftur. Þrátt fyrir að leið-
ir okkar skilji núna þá bjóst ég
ekki við því að þú myndir fara
svona fljótt, en elsku amma, ég
held að þú hafir verið sátt og varla
er hægt að hugsa sér miklu betri
leið til að yfirgefa þennan heim.
Ég mun ætíð geyma minningu
þína, elsku amma mín, í hjarta
mínu og segja Berglindi hversu
einstök amma þú varst, kallaðir
mig oft „dúfuna þína“ sem mér
þótti svo vænt um. Með þessum
orðum kveð ég þig í bili.
Nú ertu komin í himnaborg,
með afa minn þér við hlið.
Þó mikil sé mín hjartasorg,
þá fannstu þinn eilífa frið.
Þú vakir yfir svo mikið er víst,
og verður alltaf amma mín best.
(Höf. ók.)
Þín
Birgitta.
Amma Dóra er yndislegasta
kona sem við höfum kynnst og við
erum mjög þakklát fyrir að hafa
kynnst henni svona vel. Það var
alltaf svo gaman og þægilegt að
spjalla við hana og henni var aldr-
ei sama um neitt.
Skemmtilegasta minningin okk-
ar um hana var þegar við fórum út
í Flatey í fyrrasumar. Hún hafði
ekki farið þangað í mörg ár og
fannst þetta algjör ævintýraferð.
Það var rosalega gaman að eyða
tíma með henni og við munum
sakna hennar óskaplega mikið.
Margrét, Hildur
og Samúel Ingi.
Elsku amma mín, nú ertu komin
í eilífðina til afa en 25 ár eru nú
liðin síðan hann lést. Það er svo
margt sem mig langar að skrifa
enda átti ég ótal góðar stundir og
minningar með þér og afa á Höllu-
stöðum. Ég var um sex mánaða
gamall þegar ég fór fyrst í pössun
til þín hálfan daginn. Svo liðu tím-
arnir. Þegar skólinn var byrjaður
var ég oft hjá ykkur um helgar og
nánast alla daga vikunnar á sumr-
in. Ég man vel eftir mér 4-5 ára í
sveitinni hjá ykkur. En hjá ykkur
lærði ég að leggja á borð og um-
Theodóra Guðnadóttir
✝
Móðir okkar og amma,
INGA ÞORGEIRSDÓTTIR
kennari,
Hofteigi 48,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn
10. maí kl. 15.00.
Þorgerður Ingólfsdóttir, Knut Ødegård,
Mali Ødegård, Roar Sørli,
Knut, Kristine,
Hege Ødegård,
Rut Ingólfsdóttir, Björn Bjarnason,
Sigríður Sól Björnsdóttir, Heiðar Guðjónsson,
Orri, Bjarki, Rut,
Bjarni Benedikt Björnsson, Daði Runólfsson,
Vilborg Ingólfsdóttir, Leifur Bárðarson,
Margrét María Leifsdóttir, Guðmundur Pálsson,
Máni, Diljá Helga, María,
Inga María Leifsdóttir, Kristbjörn Helgason,
Júlía Helga, Jakob Leifur,
Unnur María Ingólfsdóttir, Thomas Jan Stankiewicz,
Catherine María Stankiewicz,
Helene Inga Stankiewicz,
Thomas Davíð Stankiewicz,
Inga Rós Ingólfsdóttir, Hörður Áskelsson,
Guðrún Hrund Harðardóttir, Gunnar Andreas Kristinsson,
Áróra, Auðunn,
Inga Harðardóttir, Guðmundur Vignir Karlsson,
Björt Inga, Ísleifur Elí,
Áskell Harðarson.
✝
Elsku drengurinn okkar,
JÓN KARL ÓÐINSSON,
sem lést að Einarsnesi fimmtudaginn 29. apríl,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju
laugardaginn 8. maí kl. 14.00.
Björg K. B. Jónsdóttir, Óðinn Sigþórsson,
Soffía Karlsdóttir, Jón H. Jónsson,
Þórunn M. Óðinsdóttir, Þórarinn Ingi Ólafsson,
Kristín B. Óðinsdóttir, Davíð Blöndal,
Sigríður Þ. Óðinsdóttir, Frímann Andrésson,
Soffía B. Óðinsdóttir, Lúðvík Bjarnason,
Guðmundur B. Óðinsson,
Þórarinn H. Óðinsson,
Karítas Óðinsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför
GUÐRÚNAR THEODÓRU SIGURÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Steinunn, Eiríkur og Sigurður Sverrir Stephensen.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÞÓREY JÓNSDÓTTIR
frá Bessastöðum
í Fljótsdal,
Snorrabraut 56b,
lést föstudaginn 30. apríl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
12. maí kl. 13.00.
Auður Bergsteinsdóttir, Ólafur Árni Traustason,
Soffía Sigríður Karlsdóttir, Sigurður Jónasson,
Hilmar Karlsson, Brynja Kjærnested,
Guðrún Árný Karlsdóttir, Sveinbjörn Enoksson,
Bergsteinn Karlsson,
Ólafur Finnbogi Ólafsson,
Jón Bergsteinsson,
Bergsteinn Jónsson, Bára Hólmgeirsdóttir,
Anna Bergsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson,
Oddrún Ólafsdóttir,
Björg Ólafsdóttir, Svavar Ingi Ríkharðsson.