Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 28

Morgunblaðið - 06.05.2010, Page 28
28 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010  Hljómsveitin Múgsefjun kemur fram á hátíðinni Nordischer Klang í Þýskalandi í næstu viku og heldur tónleika á morgun á Næsta bar. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og að- gangseyrir er 500 kr. en pening- arnir renna í ferðasjóð sveit- arinnar. Nordischer Klang er haldin ár hvert í Greifswald í N- Þýskalandi. Múgsefjun safnar fyrir Nordischer Klang Fólk WEIRD Girls-gjörningahópurinn, undir stjórn Kitty Von Sometime, hefur sent frá sér mynd- band við lag Gus Gus, „Hateful“, en Kitty er sam- býliskona Daníels Ágústs Haraldssonar, söngv- ara Gus Gus, sem sá um að klippa myndbandið. Myndbandið er sérstakt fyrir það að hafa verið tekið eingöngu með útfjólublárri lýsingu og eru stúlkurnar í Weird Girls málaðar með litskrúð- ugri málningu þannig að hún sést eingöngu. „Þetta var erfiðisvinna,“ segir Kitty um tök- urnar á myndbandinu en það er 10. þáttur Weird Girls-verkefnisins. Tökur hafi staðið yfir í einar 14 klukkustundir og þurftu stúlkurnar að klæð- ast svörtum búningum og bera svarta málningu auk þeirrar fyrrnefndu. Kitty segir nokkra kvik- myndagerðarnema hafa komið að máli við sig um gerð myndbandsins og stúlkunum hafi verið smalað saman með stuttum fyrirvara, en reglan er sú að þær viti ekkert í hverju gjörningurinn felst fyrr en á hólminn er komið. Þá er hópurinn einnig breytilegur, þ.e. ekki alltaf sömu stúlk- urnar sem taka þátt. „Maður sá ekki neitt,“ segir Kitty um tökurnar og því hafi þurft að ganga varlega um tökustað- inn. „Þetta var afar langur vinnudagur,“ segir hún og hlær. Kitty segir margar stúlkur á bið- lista eftir því að taka þátt í verkefnum Weird Girls en af fyrri verkefnum og nýlegum má nefna myndband við lag Agent Fresco, „Eyes of a Cloud Catcher“. Myndbandið við lag Gus Gus má sjá á youtube.com/watch?v=Xfv24lnf4lg. helgisnaer@mbl.is 14 klukkustunda tökur í myrkri Neonlitir Úr myndbandi Weird Girls.  Salem Lights, verðlaunaverk myndlistarkonunnar Söru Björns- dóttur í flokknum Alternative Rou- tes á alþjóðlegu vídeó- og tilrauna- kvikmyndahátíðinni 700IS Hreindýraland sem haldin var í mars sl., verður sýnt í Ungverja- landi í dag þegar listahátíðin Inter- modem hefst í nýlistasafninu Mo- dem í Debrecen í Ungverjalandi. Alternative Routes er hluti af sam- starfsverkefni 700IS og þriggja annarra hátíða í Evrópu. Verk Söru verður einnig sýnt í borginni Porto í Portúgal í nóv- ember, á hátíð sem ber heitið Frame Research. Salem Lights sýnt á hátíð í Ungverjalandi  Hljómsveitin Miri mun á mæðra- daginn, 9. maí, selja lag sitt „Góða konan“ á vefnum tonlist.is fyrir 500 kr. og mun ágóðinn renna óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. Breiðskífa sveitarinnar, Okkar, kemur brátt út og verður hægt að kynna sér hana þann sama dag. Miri vill með þessu styðja „allar góðu konurnar hér á landi“, eins og segir í pósti. Miri selur lag til styrkt- ar Mæðrastyrksnefnd 19 ÁRA nemi við Kvikmyndaskóla Íslands, Vilius Petrikas, er kominn í fjögurra manna úrslit í stutt- myndakeppni á vefsíðunni yobi.tv og hafa yfir 200 þúsund netverjar horft á myndina hans sem heitir The Curse of the House. Stutt- myndin er draugamynd og byggð á sannsögulegum atburðum, að sögn Vilius, atburðum í borginni Kaunas í Litháen. Þar bjó fjölskylda ein sem lenti í miklum hremmingum. Móðirin varð geðveik og hvarf einn daginn, dóttirin varð undir lest og dó og faðir hennar hengdi sig í kjöl- farið, bugaður af sorg. Upp frá því hefur bölvun hvílt á húsinu sem fjölskyldan bjó í og fólk sem þar hefur dvalið orðið vitni að und- arlegum atburðum. Vilius segist sjálfur hafa orðið vitni að því. Tveggja ára gömul keppni „Þetta er ný stuttmyndakeppni, hóf göngu sína fyrir tveimur ár- um,“ segir Vilius en keppnin heitir YOBIFilm Contest og er bandarísk. Vilius segir verðlaunaféð 12.000 dollara og það muni skiptast niður á fimm efstu keppendur sem þýðir að Vilius hefur þegar unnið til slíkra peningaverðlauna, þó hann viti ekki hversu stór hans hlutur verður, en segir það „slatta af pen- ingum“. Sigurvegarinn fær þó hærri upphæð en hinir. Aðal- verðlaunin eru ferð fyrir tvo á kvik- myndahátíðina Toronto Inter- national Film Festival í september auk peningaverðlauna. Netverjar kjósa þá mynd sem þeim þykir best og því um að gera að kíkja á mynd Viliusar og kjósa hana á slóðinni http://yobi.tv/yobifilm/finalists/ view/48. helgisnaer@mbl.is Bölvun Úr stuttmynd Viliusar, The Curse of the House. Einn af fjórum sem eftir eru í stuttmyndakeppni  Stuttmynd um draugahús byggð á sönnum atburðum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG hef verið að semja tónlist sl. tíu ár og var kominn með svo mik- ið af góðu efni að ég varð hrein- lega að drífa mig í að gefa út plötu og koma þessu frá mér,“ segir Aðalsteinn Jóhannsson, sem nýverið gaf út sína fyrstu sóló- plötu sem nefnist Stone. Að- alsteinn samdi öll lögin og textana á plötunni, útsetti þau auk þess sem hann syngur, spilar á bassa og kassagítar. Segist hann þakk- látur þeim stóra vinahópi tónlist- armanna og söngvara sem komu að gerð plötunnar. Semur jöfnum höndum á ensku og íslensku Aðalsteinn er borinn og barn- fæddur Akureyringur, þar sem hann býr í dag og starfar. Segist hann snemma hafa heillast af tón- listinni og numið bassaleik þó hann hafi alltaf gripið í gítarinn þegar hann hugðist semja sín eig- in lög. Aðalsteinn hefur verið virk- ur í tónlistarbransanum síðustu misseri og m.a. spilað með hljóm- sveitum á borð við neðanjarð- arhljómsveitina Útópíu, Neista og ballhljómsveitina Sent. Þar sem öll lögin á geislaplöt- unni eru sungin á ensku og liggur beinast við að spyrja hvers vegna Aðalsteinn hafi ekki valið að syngja á móðurmálinu. „Ég sem reyndar jöfnum höndum á ensku og íslensku, en mér fannst ein- hvern veginn ekki passa að hafa blöndu af hvoru tveggja á plöt- unni. Auk þess sem auðveldara er að kynna hana erlendis ef hún er bara á ensku. Ég á hins vegar mjög mikið af íslensku efni þannig að næsta plata verður sennilega bara með íslenskum textum,“ seg- ir Aðalsteinn. Einhver þarna uppi að hræra í mér En hvernig myndi hann lýsa eigin tónlist? „Ég hef verið spurð- ur að þessu áður og veit ekki al- veg hvernig ég á flokka tónlistina. Þetta er svona róleg sófatónlist undir sterkum kántríáhrifum,“ segir Aðalsteinn. Spurður hvort hann eigi sér einhverjar fyr- irmyndir í kántrítónlistinni svarar Aðalsteinn því neitandi og bendir á að fyrirmyndir hans séu fremur hljómsveitir á borð við Radiohead, Coldplay og Travis. „En þegar ég byrja að semja þá kemur kánt- ríelementið bara upp og mig lang- ar ekki til að stoppa það. Ég veit reyndar ekki hvaðan þetta kemur. Ætli það sé ekki einhver þarna uppi sem er að hræra í mér,“ seg- ir Aðalsteinn kíminn. „Sófatónlist undir sterkum kántríáhrifum“ Ljósmynd/HSH Aðalsteinn „Þegar ég byrja að semja þá kemur kántríelementið bara upp og mig langar ekki til að stoppa það.“ myspace.com/ssstonemyspace.com/ stone

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.