Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 2
Nemendur 9. bekkjar Kársnesskóla ákváðu í vetur, í samstarfi við Rauðakrossdeildina í Kópavogi, að útbúa ungbarnaföt til að senda til Malaví í Afríku. Nemendur, foreldrar og kennarar skólans söfnuðu saman efni og garni sem til var á heimilunum og einnig var saumað og prjónað úr gömlu efni. Fulltrúar Rauða krossins tóku í gær á móti yfir 200 flíkum og teppum sem koma munu að góðum notum í Malaví á næstunni. Morgunblaðið/Eggert Ungbarnaföt frá Kársnesi til Malaví 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli náði mest níu km hæð í gær en fór lækkandi síðdegis vegna minnkandi vindhraða, að sögn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskólans. Innanlands- flug lá niðri vegna öskunnar fram undir kvöld enda vellirnir í Reykjavík, á Akureyri og Egils- stöðum allir lokaðir. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat vegna öskufallsins ekki sótt fólk sem slasast hafði í bílveltu í Dölunum og var bíll sendur eftir fólkinu. Von var á vél Iceland Express frá Gatwick í gærkvöldi og átti hún að lenda á Keflavíkur- flugvelli. Völlurinn var opinn fyrir hádegið en þá var Icelandair búið að skipuleggja ferðir með til- liti til þess að spáð hafði verið lokun og nýttist opnunin því ekki, að því er fram kom í Ríkis- útvarpinu. Gert var ráð fyrir því í gær að flug á vegum Ice- landair yrði að mestu samkvæmt áætlun í dag en flugi til Amsterdam, Frankfurt og Parísar frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi var þó aflýst. Flug frá þessum borgum síðdegis verður sam- kvæmt áætlun. Sem fyrr voru farþegar bæði Icelandair og Ice- land Express hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og upplýsingum um komu- og brott- farartíma á www.icelandair.is og vefmiðlum því breytingar gætu orðið með skömmum fyrirvara. Mikil röskun varð einnig á flugi í Bretlandi og víð- ar í Evrópu í gær en takmörkunum var víðast hvar aflétt er leið á daginn. kjon@mbl.is Allt innanlandsflug lá niðri í gær  Opið var í Keflavík fyrir hádegi en aðrir vellir lokaðir og þyrlan gat ekki farið í sjúkraflug  Icelandair gerir ráð fyrir að millilandaflug verði að mestu með eðlilegum hætti í dag Reuters Biðlund Farþegar á Heathrow-velli í gær. Áfram gjóskufall » Mikið sprengigos er í gangi og stöðugar eldingar komu fram á eldingamælum bresku veðurstofunnar. Mökkurinn í háloftunum barst til austurs. » Ekki sást til sjálfra gos- stöðvanna í gær en strókurinn reis beint upp af eldstöðinni. » Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr virkninni frá hámarkinu 13. maí. Gjósku- fall var töluvert í gær og má búast við að það haldi áfram. » Spáð er hægri breytilegri átt í dag. Næstu daga er gert ráð fyrir suðlægum áttum. Flug óheimilt og flugvöllum lokað. Flug heimilt með sérstökum undan- þágum og eftirliti. Gefinút kl. 18.00 í gær.Gildir til kl. 12.00 í dag. Spá um öskudreifingu Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu lækkaði að meðaltali um tæplega 10% frá febrúar til febrúar, en nýtt fasteignamat byggist á þróun fast- eignaverðs á þessu tímabili. Sveitar- félögin innheimta fasteignagjöld og -skatta samkvæmt fasteignaskrá og byggja á fasteignamati. Í ár eru þessi gjöld rúmlega 40 milljarðar króna. Þegar fasteignamatið liggur fyrir vita sveitarfélög hver skatt- stofninn er, en þau hafa síðan ákveð- ið svigrúm til að hækka eða lækka álagningarprósentuna. Nýtt fast- eignamat tekur gildi um næstu ára- mót. Veðhæfni fasteigna er gjarnan miðuð við ákveðið hlutfall af fast- eignamati. Minni lækkun á litlum íbúð- um en stórum einbýlishúsum Þó svo að að vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað um 9,96% frá febrúar 2009 til febr- úar í ár hefur verð á einstaka eignum og á ákveðnum svæðum lækkað mis- mikið á tímabilinu. Þannig má gera ráð fyrir að stór einbýlishús hafi lækkað meira en litlar tveggja her- bergja íbúðir. Sömuleiðis hefur verð- lækkun á landsbyggðinni víða verið minni en á höfuðborgarsvæðinu, enda voru minni hækkanir þar á þenslutímanum. Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignaskrár, segir að nýtt fast- eignamat verði kynnt fyrri hluta næsta mánaðar lögum samkvæmt. Lækkun fasteignamats framundan  Tæplega 10% lækkun á höfuðborgarsvæðinu á viðmið- unartímabilinu  Nýtt mat tekur gildi um næstu áramót Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu 400 350 300 250 200 150 100 V ís it al a Jan. 2000 Mars 2010 Febrúar 2009 Febrúar 2010 H ei m ild :f m r.i s Viðmiðunartímabil fyrir nýtt fasteignamat Áformað er að koma upp hey- banka fyrir bændur undir Eyjafjöllum sem ekki geta heyjað tún sín í sumar vegna öskufalls. Bjargráðasjóður tekur þátt í verkefninu, en hann mun m.a. bæta upp- skerubrest vegna eldgossins. Margir bændur sjá fram á að þurfa að gefa kúm inni í allt sumar. Þetta kom fram á íbúafundi í Heimalandi í gærkvöldi. Víðir Reynisson, deildarstjóri almanna- varna, sagði að nokkuð þungt hefði verið í fundarmönnum, enda fólk orðið langþreytt á ástandinu. Enginn uppgjafartónn hefði þó verið í fólki. Unnið yrði að málum áfram næstu daga. egol@mbl.is Koma upp heybanka vegna eldgossins Víðir Reynisson Steinunn Guðbjartsdóttir, formað- ur slitastjórnar Glitnis, segist ekki geta gefið upp hvort Jón Ásgeir Jó- hannesson hafi komið upplýsingum um eignir sínar til skila áður en frestur sem hann hafði rann út í gær. Slitastjórnin muni ekki tjá sig frekar um málið. Stjórn Stoða ákvað í gær að veita Jóni Sigurðssyni lausn frá störfum framkvæmdastjóra vegna stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur hon- um fyrir dómstóli í New York. Tjáir sig ekki um mál Jóns Ásgeirs Þrír hollenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar hennar á fíkniefnamáli. Mennirnir eru allir í áhöfn skips sem kom til hafnar á Seyðisfirði á laugardag en leit var gerð um borð í skipinu. Engin fíkni- efni fundust um borð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rann- sókn málsins. Rannsóknin er unnin í samvinnu við lögregluyfirvöld í Hollandi og tengist haldlagningu á þremur tonn- um af marijúana þar í landi. Aðgerð- in hér er víðtæk en að henni hafa komið lögreglu- og tollyfirvöld á Austurlandi auk lögreglumanna frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu, sem og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík. Ljósmynd/Einar Bragi Skip Skipið lagðist að bryggju á Seyðisfirði á laugardaginn. Hollending- ar í haldi Grunaðir um aðild að fíkniefnamáli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.