Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 4
Afskrifa milljarða króna Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum afskrifað hlutaféð í fé- laginu – allt saman – sem varúðar- færslu vegna þess að við viljum gæta þess að ofmeta ekki eignir í reikn- ingum okkar. Félagið er auðvitað í fjárhagslegri endurskipulagningu. Það hafa orðið veruleg áföll í tekju- mótuninni eins og þekkt er orðið,“ segir Stefán Pétursson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Lands- virkjunar og stjórnarformaður E- Farice, um afskriftir fyrirtækisins á hlutafé í félaginu vegna Danice-sæ- strengsins en félagið á einnig strenginn Farice. Eins og rakið er hér til hliðar lögðu sex aðilar inn hlutafé í E-Fa- rice. Orkufyrirtækin hafa afskrifað hlutafé sitt að hluta eða öllu leyti og Skipti að fullu í varúðarfærslu. Hjá Vodafone fengust hins þær upplýs- ingar að ekki væri hægt að greina frá stöðu hlutarins fyrir aðalfund. Þá orðaði starfsmaður fjármálaráðu- neytisins það svo að úr því að orku- fyrirtækin hefðu afskrifað sinn hluta myndi ríkissjóður að líkindum gera það líka. Samanlagt nema afskrift- irnar milljörðum króna. Forsagan að aðkomu Lands- virkjunar er sú að félagið lagði í árs- byrjun 2008 fram 495 milljónir króna í félagið í formi nýs hlutafjár og jók svo hlut sinn þegar það keypti bróðurpartinn af hlut HS Orku fyrir 371 milljón. Það gera samanlagt 866 milljónir króna og bendir Stefán í því samhengi á að það jafngildi um 6,5 milljónum dala, eða 0,4% af eigin fé Landsvirkjunar. Inntur eftir því hvort E-Farice standi í raun frammi fyrir gjaldþroti segir Stefán svo ekki vera. „Vandamálið er að það náðist ekki að ljúka fjármögnun félagsins fyrir bankahrun. Það þýðir að félag- ið hefur ekki það þolinmóða fjár- magn sem það þarf til þess að þreyja þorrann og þess vegna er nauðsyn- legt að fara í fjárhagslega endur- skipulagningu. Félagið á töluverðar eignir í strengjunum en tekjuáætl- anir þess hafa hins vegar skekkst verulega við efnahagshrunið og þá töf sem orðið hefur á uppbyggingu gagnavera.“ Orkuveitan afskrifar líka Aðspurður um verðmatið á hlutafé Orkuveitu Reykjavíkur í E- Farice segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, að fyrir- tækið hafi afskrifað 70% af um 500 milljóna hlutafé, eða 350 milljónir. „Það var tekin ákvörðun um að afskrifa hluta af eign okkar í þessu félagi í reikningum okkar um síð- ustu áramót [...] Við lögðum 500 milljónir í þetta í upphafi. Það var ákveðið að beiðni þáverandi fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þá var óskað eft- ir því að orkufyrirtækin, Lands- virkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja kæmu að lagn- ingu nýs sæstrengs á milli Íslands og Evrópu, framkvæmd sem menn töldu nauðsynlega til að bæta hér fjarskipti og opna fyrir möguleikann á að fyrirtæki kæmu og hæfu hér starfsemi, einkum og sér í lagi gagnaver. Þetta var álitið nauðsyn- legt til þess að þau gætu komið hing- að og keypt hér orku. Orkufyrirtæk- in þrjú samþykktu að leggja hlutafé í þetta félag sem heitir E-Farice og síðan er sagan sú að það var hafinn undirbúningur að því að leggja þennan streng.“ Gagnaver áttu að verða helsti notandinn Hjörleifur segir stöðuna gerbreytta: „Nú er strengur- inn kominn en viðskiptin um hann eru tiltölulega lítil. Það voru líka tekin lán til að fjármagna þessa framkvæmd. Gagnaverin eru ekki komin en þau áttu að vera aðal- viðskiptavinur Farice,“ segir Hjör- leifur sem kveðst ekki hafa á hrað- bergi hve stór hluti af hlutafénu hefði verið tekin að láni. „Það hefur ekki verið séreigna- merkt. Orkufyrirtækin lögðu í þetta nokkur hundruð milljónir hvert og eignuðust þar með 50,5% í félaginu. Ég nefndi þessar afskriftir á fundi með þingmönnum í iðnaðarnefnd fyrir helgi. Þeir voru að spyrja hvort það væru ekki alltaf einhver fyrir- tæki að koma hingað og óska eftir því að kaupa orkuna. Ég sagði að það væri ekki allt sem sýndist í því efni [...] Við höfum átt von á fulltrúum erlendra banka sem hafa ætlað að ræða við okkur en það hefur tafist vegna þess að það var ekki flogið. Nú spyrja menn sig hvort hægt sé að komast heim með flugi ef það er þá flogið á annað borð,“ segir Hjörleifur. Aðspurður um afskriftir félags- ins segir Friðrik Friðriksson, fram- kv.stj. sölu- og framleiðslusviðs HS Orku, Hitaveitu Suðurnesja hafa af- skrifað um 125 milljónir króna eða allan sinn hlut. „Verkefnið er mjög þungt. Þeir sem hafa lagt peninga í þetta munu fá þá seint til baka.“  Hlutafé OR, Landsvirkjunar, HS Orku og Skipta í Danice-sæstrengnum fært niður  Ríkið afskrifar líklega sinn hlut  Óljóst með Vodafone  Strengurinn átti að greiða götu gagnavera  Gosið til tafar Vandasamt Lagning Danice-sæstrengsins tafðist vegna veðurs. Auk orkufyrirtækjanna átti ríkið, Skipti hf, Og fjarskipti ehf (Vodafone) hlut í E-Farice, félaginu sem stofnað var um lagningu og rekstur Danice. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Utanvegaakstur er óheimill sam- kvæmt lögum. Hann er bara glæpur gagnvart landinu,“ segir Svandís Svavars- dóttir umhverfis- ráðherra. Í um- hverfisráðuneyt- inu hafi í vetur verið unnið að aðgerðaáætlun gegn utanvegaakstri og Svandís vonast til að geta kynnt áætlunina í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Í Morgunblaðinu í gær var ít- arlega fjallað um utanvegaakstur og m.a. birt mynd af ummerkjum um hann. Einnig voru birtar mynd- ir af akstri torfæruhjóla í hlíð fyrir ofan gamlar námur og eftir ómerkt- um slóða á Sveifluhálsi. Svandís sagði ljóst að sumir torfæruhjóla- menn gengju mjög langt og því miður væru myndir inni á vefsíðum áhugamanna þar sem menn „stæra sig af því að hafa ekið utan vega og kalla það slóðaakstur“, sagði Svan- dís. Landið í hættu Svandís sagði að í aðgerðaáætl- uninni fælust tillögur að mörgum breytingum á lögum og reglugerð- um og þar væri settur tímarammi um markvissar aðgerðir. „Landinu stafar beinlínis hætta af þessari umgengni og við sitjum uppi með óafturkræf spjöll í stórum stíl. Það er ekki verjandi að taka á þessu öðruvísi en að um ofbeldi gegn landinu sé að ræða og með þeirri einbeitingu sem þarf til að takast á við slík mál,“ sagði hún. Lítil átaksverkefni duga ekki Um afar yfirgripsmikið verk- efni væri að ræða sem tæki til málaflokka sem féllu undir mörg ráðuneyti og stofnanir. Einnig hefði verið haft samráð við fé- lög útivistarfólks, hestamanna, jeppamanna, torfæruhjóla- manna og fleiri. „Þetta er verkefni til mjög langs tíma og ég vona innilega að okkur sé að takast að ná utan um málið,“ sagði Svandís. Hingað til hefðu mörg fremur lítil átaksverkefni gegn utanvegaakstri verið sett í gang en það hefði augljóslega ekki dugað.  Umhverfisráðherra segir suma stæra sig af því að hafa ekið utan vega og kalla það slóðaakstur  Kynnir fljótlega aðgerðaráætlun með tillögum um breytingu á fjölda laga og reglugerða „Sitjum uppi með óafturkræf spjöll“ „Enn hefur lítið heyrst af endan- legum ákvörðunum um byggingu gagnavera hér á landi en ef marka má upplýsingar úr stjórnkerfinu þá gæti farið að draga til tíðinda á næstu vikum.“ Svo hljóðaði inngangur frétta- skýringar Björns Jóhanns Björns- sonar, blaðamanns á Morgun- blaðinu, 10. ágúst síðastliðinn, um stöðuna eins og hún leit út þá. Nokkrar vikur voru þá liðnar frá því að lagningu Danice lauk eftir talsverðar tafir en strengurinn liggur úr Landeyjum og að vestur- strönd Jótlands um 2.300 km leið. Guðmundur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri E-Farice, félagsins sem á og rekur strenginn, lét þess getið í áðurnefndri fréttaskýringu að hann skynjaði aukinn áhuga er- lendra aðila á að setja upp gagna- ver hér. Rakið var að samið hefði verið við Verne Holdings um aðgang að strengnum og að fleiri félög en Verne og Greenstone ynnu að því að gagnaver risi hér á landi. Meðal þeirra var Titan Global en nöfn netrisanna Google og Yahoo bar einnig á góma í um- ræðunni á sínum tíma. Tíðindin sem aldrei urðu BJARTSÝNI RÍKTI Í STJÓRNKERFINU Akstur utan vega er bannaður á Ís- landi. Vandinn er sá að í sumum tilvikum hefur vafist fyrir lögreglu og dómstólum að skilgreina hvað teljist vera vegur. Í umferðarlögum er sagt að vegur sé „vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess hátt- ar, sem notað er til almennrar um- ferðar“. Í nýju frumvarpi til um- ferðarlaga eru gerðar breytingar á skilgreiningu á hugtakinu vegur, þannig að í stað orðsins „götu- slóði“ er lagt til að komi „merkt vegslóð“, en með því verði skorið úr um að vegur sé ætíð skilgreint svæði. Þannig telst því akstur á ómerktri vegslóð akstur utan vega. Í frumvarpinu er hins vegar ekki fjallað um hvaða kröf- ur verða gerðar til merk- inga á vegslóð, en „gera má ráð fyrir að í fram- tíðinni geti opinber skráning á vegslóð í GPS-staðsetningarkerfi komið að einhverju leyti í stað hefðbundinna um- ferðarmerkja.“ Slóðinn verði að vera merktur BREYTINGAR Á UMFERÐARLÖGUM Í BÍGERÐ Svandís Svavarsdóttir Helstu hluthafar í E-Farice 29,5% 25%16,8% 13,4% 11,1% 4,2% Landsvirkjun 29,50% Ríkissjóður 25% Orkuveita Reykjavíkur 16,80% Skipti 13,40% Vodafone 11,10% HS Orka 4,20% Flutningsgeta Danice er 5.120 Gb/sek. Notkunin er um 25 Gb á sekúndu. Farice-strengurinn er með 720 Gb/sek í flutningsgetu. Samanlagt er hlutafé 30.886.405 evrur eða sem svarar 5,03 milljörðum króna. Tekið skal fram að gengi evru var 91,2 krónur 31.12.07, skömmu áður en hlutafé var lagt fram. Miðað við það var verðmæti hlutafjár þá um 2,8milljarðar króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.