Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 25
Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. g3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Bd2 Rc6 8. e4 Rf6 9. e5 Rd7 10. a3 Ba5 11. dxc5 Rdxe5 12. Rxe5 Rxe5 13. b4 Bc7 14. Rb5 Bd7 15. Be2 Rf3+ 16. Bxf3 Bxb5 17. Bc3 Dg5 18. a4 Hd8 19. Dc1 Df5 20. Bxb7 Bd3 21. De3 0-0 22. Bf3 Bc2 23. Be2 Dh3 24. b5 e5 25. a5 e4 26. b6 Dg2 27. Hf1 Bb8 28. c6 Hd3 29. Bxd3 Bxd3 30. 0-0-0 Bxf1 31. Dg5 f6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti í Sarajevo. Íslenski stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.588) hafði hvítt gegn króatíska kollega sínum Ante Saric (2.488). 32. Bxf6! Hxf6 33. Hd8+ Kf7 34. Hd7+ Ke8 35. Dc5! Bd6 36. c7! Kxd7 37. c8=D+ Ke7 38. Db7+ og svartur gafst upp. Hannes lenti í 24. sæti með 18 stig af 30 mögulegum en þrjú stig voru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Frammistaða hans sam- varaði stigaárangri upp á 2.558. Hvítur á leik. Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Sudoku Frumstig 5 9 8 8 2 4 7 5 9 6 4 6 1 2 5 4 9 8 2 7 1 9 2 8 5 4 7 8 9 5 3 1 3 5 6 6 9 3 8 1 9 7 3 8 9 4 7 9 7 3 6 4 4 1 9 6 1 5 9 7 9 6 2 1 3 5 2 7 5 4 5 3 7 4 9 1 6 3 7 9 5 8 4 2 8 2 7 1 6 4 9 3 5 9 4 5 2 8 3 7 1 6 3 9 2 4 5 6 1 8 7 6 8 4 3 7 1 5 2 9 5 7 1 9 2 8 4 6 3 7 5 8 6 4 2 3 9 1 4 1 6 5 3 9 2 7 8 2 3 9 8 1 7 6 5 4 3 9 2 8 4 6 1 7 5 4 6 8 7 5 1 3 2 9 5 1 7 2 9 3 8 6 4 1 5 9 4 3 7 6 8 2 7 2 4 5 6 8 9 3 1 8 3 6 9 1 2 5 4 7 2 7 3 1 8 9 4 5 6 6 4 1 3 2 5 7 9 8 9 8 5 6 7 4 2 1 3 9 7 3 4 2 6 5 1 8 2 1 8 3 5 9 6 7 4 5 4 6 8 1 7 2 3 9 3 5 1 2 9 4 7 8 6 6 9 4 1 7 8 3 2 5 8 2 7 6 3 5 4 9 1 4 6 9 7 8 3 1 5 2 1 3 5 9 4 2 8 6 7 7 8 2 5 6 1 9 4 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 18. maí, 138. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Kreppa hvað? hugsaði Víkverjimeð sér er hann varð ásamt fjölskyldu sinni að hverfa frá nýja veitingastað Simma og Jóa, Ham- borgarafabrikkunni, sökum mann- mergðar – í þriðja skiptið á skömm- um tíma. Eitt sinnið var biðin eftir borði sögð allt að tveir tímar. Fjöldi fólks hefur greinilega látið sig hafa það að bíða en stór biðsalur er við hliðina á veitingastaðnum. Aðrir sambærilegir staðir í nágrenninu virðast þó ekki tapa mikið á sam- keppninni frá þeim félögum því Vík- verji skundaði með sitt lið á Ruby Tuesday, eftir að hafa komið að Fa- brikkunni fullri. Í kjölfarið fylgdi slatti af fólki sömu leið. Kannski er eitthvert nýjabrum á þessu hjá Simma og Jóa en miðað við undirtektirnar hefðu þeir getað opnað helmingi stærri stað og stút- fyllt hann kvöld eftir kvöld. x x x Ekki má skilja skrif Víkverja svoað hann sé dögum saman úti að borða, með úttroðið peningaveski og nenni ekki að elda. Þannig er það nú aldeilis ekki, en aðstæður hafa þó verið þannig undanfarnar vikur að óvenjumörg tilefni hafa gefist til að fara á veitingastað og gleðjast á góðri stund. Síðastliðið föstudags- kvöld voru tímamót í lífi unglingsins á heimilinu og hann fékk að velja sér stað til að borða á. Hann lagði ekki í Hamborgarafabrikkuna í fjórða sinnið og varð Eldsmiðjan fyrir val- inu. Fyrst var farið á Suðurlands- braut, þar var fullt út að dyrum og klukkutíma bið. Þaðan var farið á Laugaveg og sá staður var þéttset- inn. Ákveðið var að prófa upp- haflegu Eldsmiðjuna við Bragagötu og þar var loksins hægt að fá borð. Ekki eru þetta vísindalegar kann- anir, eða dýrir veitingastaðir, en gefa Víkverja vísbendingu um að fólk leyfir sér nú ýmislegt þrátt fyrir kreppuna. Kannski er kreppa bara ekki rétta orðið yfir ástandið. Bak- slag eða lægð? Nei, það hljómar eitt- hvað svo skringilega. Höldum okkur við kreppuna og eyðum þeim litla pening sem eftir er! Hjól atvinnulífs- ins stöðvast þá ekki á meðan. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 auðmenn, 8 samtala, 9 gyðja, 10 dý, 11 krús, 13 róin, 15 ann- álað, 18 dreng, 21 tryllt, 22 skokk, 23 sundfugl- inn, 24 máttarstólpa. Lóðrétt | 2 ger, 3 jarða, 4 duglegur, 5 fram- leiðsluvara, 6 saklaus, 7 lögun, 12 aðferð 14 kyn, 15 ílát, 16 lát- bragðinu, 17 himingeim- urinn, 18 litlir, 19 hnykks, 20 þekkt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 strók, 4 flekk, 7 pípar, 8 lyfin, 9 lem, 11 röng, 13 æður, 14 æskir, 15 hrós, 17 alda, 20 ára, 22 leynt, 23 umbun, 24 sytra, 25 staur. Lóðrétt: 1 sýpur, 2 ræpan, 3 kurl, 4 fálm, 5 erfið, 6 kon- ur, 10 eykur, 12 gæs, 13 æra, 15 hólks, 16 ólyst, 18 labba, 19 annar, 20 átta, 21 aurs. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur S. Hermannsson | ritstjorn@mbl.is Passið upp á trompið Norður ♠7542 ♥543 ♦ÁK65 ♣74 Vestur Austur ♠ÁKG106 ♠D983 ♥7 ♥10982 ♦G7 ♦D10942 ♣108653 ♣– Suður ♠– ♥AKDG6 ♦83 ♣ÁKDG92 Suður spilar 6♥. Vestur spilar út ♠Á. Varnarmaður sem á lengd í tromplit andstæðinganna þarf að fara vel með þessa eign og eyða ekki og spenna að óþörfu. Suður spilaði slemmu eftir að hafa sýnt lauf og hjarta og AV sagt spaða. Sagnhafi trompaði útspilið og tók ♥ÁK og legan kom í ljós. Næst spilaði hann tígli á ás og laufi úr borði. Austur henti tígli og suður drap, fór inn í borð á ♦K og spilaði enn laufi og aftur henti aust- ur, nú spaða. Suður átti slaginn og spil- aði nú laufi og trompaði í borði. Einhverjir hefðu freistast til að yf- irtrompa en austur var sparsamur og henti spaða. Nú varð sagnhafi að trompa sig heim og þá var austur orð- inn lengri í trompinu og slemman tap- aðist. Sagnhafi hefði betur tekið aðeins einu sinni tromp áður en hann fór í laufið. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er ekki gaman að deila við vini eða vandamenn. Kannski að möguleikar þínir liggi nú víðar og verði mun áhuga- verðari. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ekki treysta loforðum sem vinir þínir hafa gefið þér í dag. Best er að skipuleggja framtíðina með öðrum, þá mun allt fara vel. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur fengið aukna ábyrgð og þarft því að endurmeta stöðuna ef allt á að ganga upp hjá þér. Hafðu bjartsýni ávallt að leiðarljósi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert undir smásjánni hjá öðrum svo þú skalt haga gjörðum þínum svo að þú gefir engan höggstað á þér. Stundir í einrúmi færa þér frið og ró. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér er yfirleitt óhætt að treysta til- finningum þínum, þegar um viðskipti er að ræða. Vertu viðbúin/n skemmtilegum fréttum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú færð fréttir langt að, sem koma þér á óvart. Kannski reynir þú að hrekkja einhvern eða láta einhvern ganga í vatnið. Stundum er maður í hlutverki kennarans, stundum í hlutverki nemandans. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er oft gaman að kynnast nýju fólki sérstaklega þegar það getur kynnt manni nýjar hugmyndir og framandi lönd. Reyndu að gera velgengni þína að velgengni fólksins í kringum þig. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er nánast ómögulegt að sýna hlutleysi í skoðunum í dag, ekki síst í ástamálum. Draumar svara spurningum þínum og leysa flækjurnar. Vertu viss um að allt fer vel. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Spenntu beltið og settu líka á þig axlabönd. Ekki láta undan löngun og eyða um efni fram þótt þig langi til að breyta íbúðinni í höll. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ástvinur sér bara þig. Frestaðu því að ræða málin við lánardrottna ef þú mögulega getur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert í góðum samböndum og ættir að notfæra þér þau til að koma góð- um málum á framfæri. Þig þyrstir í fróð- leik og ný sannindi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Viltu skera þig úr? Sendu þá skila- boð á pappír, ekki tölvupóst. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni vel fyrir borð. 18. maí 1929 Lög um verkamannabústaði voru samþykkt á Alþingi. „Er hér með stigið stórt spor í átt- ina að bættum húsnæðis- kjörum verkalýðsins í kaup- stöðum og kauptúnum,“ sagði Alþýðublaðið. 18. maí 1985 Dagur ljóðsins var haldinn há- tíðlegur í fyrsta sinn, að frum- kvæði Rithöfundasambands Íslands. Í leiðara Morg- unblaðsins stóð: „Ljóðlistin er ræktandi afl. Engin önnur list- grein varðveitir jafn vel ís- lenska tungu og hún.“ 18. maí 1989 Rúmlega sex vikna verkfalli Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna lauk. Það hafði valdið mikilli röskun í þjóðfélaginu, m.a. á skóla- starfi. 18. maí 2000 Nýtt hafrannsóknaskip, Árni Friðriksson, kom til landsins. Skipið var smíðað í Chile og er 70 metra langt. 18. maí 2005 Icelandair hóf beint áætl- unarflug til San Francisco, en það tók um níu klukkustundir. Boðið var upp á þetta flug í tvö sumur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Álfheiður Bjarnadóttir er sjötug í dag, 18 maí. Hún og eig- inmaður hennar Sævar Guð- mundsson verða að heiman á af- mælisdaginn. 70 ára „Ég hélt upp á afmælið mitt sl. föstudag með veislu í anddyri Háskólabíós,“ segir Þorgerður Hafsteinsdóttir, sem verður fertug í dag. Um 80 gestum var boðið til veislunnar sem að sögn Þor- gerðar heppnaðist mjög vel. „Haukur Heiðar úr Diktu kom og söng fyrir mig og þeir Óskar og Óm- ar Guðjónssynir spiluðu í veislunni. Þetta var ofsa- lega gaman.“ Þorgerður, sem starfar bæði sem hársnyrtir og dagmóðir, ætlar að taka sér frí frá vinnu í dag og hafa það náðugt með fjölskyldunni. Hún segist yf- irleitt hafa haldið upp á afmælisdaginn. Aðspurð hvort einhver afmælisveislan standi upp úr, segir hún: „Þegar ég varð tvítug bauð ég upp á bláa bollu en var með hvítt ullarteppi á gólfum. Bollan sullaðist náttúrulega út um allt svo daginn eftir leigðum við vél til að þrífa teppið. Þetta leit rosavel út um kvöldið eftir að við höfðum farið með vélina yfir teppið, sem var orðið alveg tandurheint. En þeg- ar við komum fram úr daginn eftir sáum við að teppið hafði skroppið saman og voru endar þess alls staðar um fimm sentímetra frá veggj- unum. Enda mátti greinilega ekki þvo teppið,“ segir Þorgerður og hlær við tilhugsunina. „Þetta var að sjálfsögðu mjög eftirminnilegt.“ Þorgerður Hafsteinsdóttir fertug Blá bollan eyðilagði teppið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.