Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Sunnudaginn 16. maí hefði Gísli Sveins- son orðið 85 ára, en hann lést 12. desem- ber síðastliðinn. Oft gerir maður sér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á hvað upplif- anir uppvaxtaráranna og minning- ar eru stór þáttur í eigin sjálfs- mynd og því sem manni finnst mikilvægast í lífinu. Þannig eru minningar mínar um Gísla samofn- ar einhverjum af mínum dýrmæt- ustu æskuminningum sem hafa Gísli Sveinsson ✝ Gísli Sveinssonfæddist á Norður- Fossi í Mýrdal 16. maí 1925. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 12. desember 2009. Útför Gísla var gerð frá Fossvogs- kirkju 22. des. 2009. mótað allt mitt líf. Gísli var mikill og góður vinur föður míns heitins, Hauks Þorsteinssonar. Þeirra vinskapur og sameiginleg áhuga- mál sem einkum tengdust fiskeldi og -veiði leiddu til þess að þeir hófu að rækta upp ár, fyrst í Heið- ardal, Mýrdal og síð- ar í Hólsá við Ytri- Hól í Landeyjum. Í Heiðardal lögðu þeir vegi, byggðu veiðihús og bættu vatnsfarveg Vatnsár sem rennur úr Heiðarvatni í Kerlingadalsá. Á þessum fallegasta stað á jarð- ríki að mínu mati sameinuðust fjöl- skyldur okkar um sameiginleg áhugamál. Tengslin við náttúruna og stundirnar saman með fjölskyld- unum tveimur urðu að ómetanleg- um minningum sem höfðu mótandi áhrif til frambúðar. Þarna kenndu þeir félagar okkur börnunum að varast hætturnar í fjöllunum en gerðu okkur um leið ábyrg fyrir okkur sjálfum. Frelsið til að kanna ófarnar slóðir var ótakmarkað. Að þora en um leið vera ábyrgur gerða sinna er ef til vill eitt af því sem hefur haft mest mótandi áhrif frá þessum dýrmætu árum. Samstarf og náinn vinskapur Gísla og föður míns varaði alla ævi. Þeirra vinátta var svo djúp og sterk að í raun fannst manni ekkert sjálfsagðara en að hvað svo sem þeir tækju sér fyrir hendur í mál- um sem tengdust hugðarefnum þeirra gerðu þeir í sameiningu. Báðir voru Gísli og faðir minn Skaftfellingar að uppruna. Þeir voru í mínum huga sú manngerð sem ég vil kalla frumgerð og sanna Íslendinga þar sem saman fara heiðarleiki, dugnaður, traust, út- sjónarsemi, áræði og ábyrgð. Gísli var gæddur öllum þessum eigin- leikum ásamt því að vera bæði ákveðinn en um leið mjúkur maður, ✝ Hallgrímur SkúliKarlsson fæddist í Reykjavík 20. maí 1960. Hann lést 9. maí á heimili sínu Bugðutanga 9 í Mos- fellsbæ. Foreldrar hans eru Karl Eiríksson, f. 31.12. 1925, og Ingi- björg Sigríður Skúla- dóttir, f. 15.10. 1926, d. 10.6. 1997. Systk- ini Skúla eru: óskírð stúlka, f. 12.4. 1949, d. 12.4. 1949, Eiríkur Karlsson, f. 11.6. 1950, Þóra Karlsdóttir, f. 18.6. 1953, Skúli Karlsson, f. 8.4. 1956, d. 28.4. 1957. Skúli kvæntist Bergrósu Hauksdóttur, f. 2.12. 1957, hinn 18.5. 1985, foreldrar hennar eru Haukur Berg Berg- vinsson, f. 12.9. 1929, og Unnur Gísladóttir, f. 10.8. 1934. Börn Bergrósar og Skúla eru: 1. Ásdís Skúla- dóttir, f. 10.4. 1983, 2. Ingibjörg Sigríður Skúladóttir, f. 1.8. 1984, hennar sonur er Skúli Freyr Arn- arsson, f. 12.3. 2004, og 3. Guðmundur Skúlason, f. 29.4. 1988. Skúli lauk námi frá Vélskóla Íslands vorið 1984, hann starfaði hjá Bræðr- unum Ormsson til haustsins 2004. Þá stofnaði hann fyrirtækið Storm, sem hann rak ásamt fjöl- skyldu sinni til dauðadags. Árið 2008 keypti Skúli Bræðurna Orms- son ásamt tveimur félögum sínum. Skúli var hjálparsveitamaður til marga ára og starfaði einnig með Landssambandi íslenskra vélsleða- manna. Hann var útivistarmaður af lífi og sál og unni því að ferðast vítt og breitt um landið sem hann þekkti eins og lófann á sér. Einnig ræktaði hann garðinn sinn af elju í Stíflisdal, en þar hefur fjöl- skyldan verið með sumarhús í ára- tugi. Skúli verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju- daginn 18. maí 2010 og hefst út- förin kl. 13. Mig langar með þessum orðum til að minnast vinar míns, Hallgríms Skúla Karlssonar, sem ég kynntist fyrir tæpum 30 árum þegar ég hóf störf hjá Bræðrunum Ormsson. Skúli var þá nýkominn úr námi í vélskólanum og hóf störf í fyrirtæk- inu. Þegar ég hugsa til baka vakna margs konar minningar um ungan mann, sem var að stofna fjölskyldu og feta sig áfram í sínu starfi. Okkar samstarf hefur ávallt verið mjög náið og við vorum góðir vinir strax frá upp- hafi. Skúli var alltaf tilbúinn að prófa eitthvað nýtt og byrjaði með miklum eldmóði að koma málunum af stað. Það var gaman að liðsinna honum og fylgjast með. Ég átti mjög bágt þegar Skúli kvaddi Br. Ormsson að hausti 2004. En samt gladdist ég með honum þeg- ar nýstofnað fyrirtæki hans, Stormur ehf., fór svona vel af stað og festist vel í sessi. Skúli var mikill vinnuhestur og gaf sig allan í að byggja Storm upp og tryggja fyrirtækinu stöðu á markaðn- um með snjósleða og torfæruhjól. Hann elskaði vélar og var þar vissu- lega í essinu sínu. En ekki má gleyma hinni hliðinni. Skúli elskaði náttúruna, fór á fjöll vítt um hálendið og upp á jökla. Í Stíflis- dal vann hann með föður sínum að skógrækt, með ágætum árangri. Hann var mikill fjölskyldumaður og fjölskyldan launaði honum það með því að taka virkan þátt í uppbyggingu og rekstri á Stormi. Skúli var hjálpsamur í meira lagi og oft var gestagangur hjá þeim Berg- rósu. Þau tóku á móti fólki með rausnar- skap og buðu bæði starfsfólki og við- skiptavinum heim til sín og í bústað- inn í Stíflisdal. Árið 2008 bauðst Skúla tækifæri til að kaupa Br. Ormsson aftur. Það gerði hann í félagi með öðrum. Þá lágu vegir okkar aftur saman því við ákváðum að vinna sameiginlega að ákveðnum verkefnum á vegum Br. Ormsson. Það var erfið stund þegar faðir Skúla, Karl Eiríksson, sagði mér frá andláti hans, sem bar að óvænt og með svo snöggum hætti. Nú er upprunnin kveðjustund, og sárt er til þess að hugsa að Skúli skuli vera genginn inn í eilífðina. Hans er sárlega saknað og sorgin er mikil. Við Rúnar vottum Bergrós, börn- um og barnabarni þeirra Skúla, einn- ig Karli, systkinum Skúla og allri fjöl- skyldu hans innilega samúð okkar. Megi Guð halda verndarhendi yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Elke Stahmer. Skúli Karlsson og undirritaður kynntumst sem starfsfélagar hjá Bræðrunum Ormsson 1993. Skúli var þá ungur maður, aðeins 33ja ára gam- all. Skúli starfaði þá sem sölustjóri með bjór, verkfæri og tæknibúnað. Stuttu seinna bættust við fleiri verk- efni tengd lyftum og nokkru síðar kom Polaris-umboðið til Bræðranna Ormsson. Skúli var tæknilega sinn- aður. Sölustörfin voru honum ánægjuleg verkefni og nýtti hann sér tæknimenntun sína til að leiðbeina. Skúli sat í stjórn fjölskyldufyrirtæk- isins í mörg ár. Skúli náði góðum árangri í sínum störfum og fékk tug viðurkenninga frá erlendum birgjum fyrir söluár- angur og markaðshlutdeild. Hann var stoltur af fyrirtækinu, sem afi hans stofnaði. Miklar breytingar urðu hjá Skúla, þegar fjölskyldan seldi fyrirtækið 2004, en þá keypti hann Polaris-um- boðið og stofnaði Storm ehf., sem hann rak af myndarbrag og stjórnaði. Fjölskylda Skúla var virkur þátttak- andi í rekstrinum og Skúli var með marga hatta í rekstrinum. Sat sjálfur á miðju gólfi og tók á móti viðskipta- mönnum sínum. Ekkert var honum óviðkomandi. Eigandinn leysti vanda allra, hvort sem þá vantaði minnsta varahlutinn eða stærsta sleðann. Reksturinn blómstraði og varð um- fangsmeiri á meðan sumir keppinaut- arnir lentu í vanda í hvirfilvindi inn- og útrásar. Skúli var varkár í sínum Hallgrímur Skúli Karlsson ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ENGILBERT SIGURÐSSON, Langholtsvegi 132, Reykjavík, lést föstudaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mið- vikudaginn 19. maí kl. 15.00. Regína Erlingsdóttir, Þóra Engilbertsdóttir, Guðmundur Már Engilbertsson, Rebecca Engilbertsson, Sigurður Haukur Engilbertsson, Brynja Ósk Pétursdóttir, Gunnar Valur Engilbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HALLDÓRA GUÐBJÖRG OTTÓSDÓTTIR, Suðurgötu 17, Sandgerði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugar- daginn 15. maí. Útförin verður auglýst síðar. Kolbrún Kristinsdóttir, Einar Sigurður Sveinsson, Hörður Bergmann Kristinsson, Vilborg Einarsdóttir, Birgir Kristinsson, María Björnsdóttir, Gunnar Ingi Kristinsson, Lísbet Hjálmarsdóttir, Hafdís Kristinsdóttir, Sigtryggur Pálsson, Hjördís Kristinsdóttir, Erla Sólveig Kristinsdóttir, Helgi Viðar Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, stjúpmóðir, dóttir, systir, mágkona og frænka, HULDA GUÐBJÖRNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést á deild 11E, Landspítala við Hringbraut sunnu- daginn 16. maí. Sigurður Guðmundsson, Hrafn Tryggvason, Steingrímur Brynleifsson, Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir, Málfríður, Þórdís og Birna Sigurðardætur, makar og börn, Hrafnhildur Helgadóttir, Björn Guðbjörnsson, Kolbrún Albertsdóttir, Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, Kristján Kárason, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Skúli Guðmundsson, Sveinbjörn Dagnýjarson, Þorgerður Sigurðardóttir og fjölskyldur. ✝ Elsku drengurinn okkar, AÐALSTEINN LORENZO MAGNÚSSON, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 12. maí. Útför hans fer fram frá Landakotskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Magnús Jón Aðalsteinsson, Merilyn Gontes, Árný Inga Magnúsdóttir, Árni Þór Arnórsson, Arndís Berndsen, Aþena Ósk Árnadóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, HEIÐRÚN SVERRISDÓTTIR leikskólakennari frá Skógum í Hörgárdal, Fjallalind 7, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 14. maí. Útförin verður auglýst síðar. Þorsteinn Berg, Þröstur Berg, Sverrir Ágúst Berg, Eva Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Berg Sverrisson, Heiðrún Berg Sverrisdóttir, Álfheiður Ármannsdóttir. ✝ Okkar ástkæri ÖSSUR AÐALSTEINSSON fv. kaupmaður, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 13. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.00. Helga Sigurgeirsdóttir, Tryggvi Eyfjörð Þorsteinsson, Kristján Orri Sigurleifsson, Anna Sairanen, Heiðar Örn Tryggvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.