Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Öskuregnið buldi látlaust á leiðang- ursmönnum sem fóru að eldstöðinni á toppi Eyjafjallajökuls á sunnudag- inn var. Eldingar hlupu um gos- mökkinn og stöðurafmagnið var svo sterkt að menn kitlaði í fingurgóm- ana við það eitt að rétta upp hend- urnar og hárin stóðu á höfðinu á þeim. Sumir vildu meina að hárin hefðu risið vegna þess að þeir hefðu verið svona hræddir! Haraldur Sigurðsson eldfjalla- fræðingur var í leiðangrinum ásamt fleiri vísindamönnum en ferðin var farin á vegum Jarðvísindastofunar Háskóla Íslands. „Það er einkenni margra sprengigosa að það verður mikið af eldingum og rafvirkni,“ sagði Har- aldur. Þetta stafar af skamm- hlaupum sem verða á milli efri laga gosmakkarins og jarðar. Einnig myndast mikil spenna milli ösku- kornanna og gufunnar í mekkinum. Haraldur sagði að vegna rafvirkn- innar hefði ekki verið farið upp á Goðastein, hæsta punkt við gíginn, vegna eldingahættu. Tilgangur ferðarinnar var ekki síst sá að afla hraunsýna en til þessa hafði einkum verið aflað öskusýna. Nú fengust stór sýni úr hraun- slettum. Stórar og brennheitar hraunslettur hafa kastast frá eld- gígnum og lent á jöklinum. Þar bráðnar undan þeim þegar bomb- urnar sökkva í ísinn. „Þær geta verið á stærð við rúmdýnur eða jafnvel bíla,“ sagði Haraldur. Vísindamennirnir tóku sýni úr stórri hraunslettu sem var um metri í þvermál, á að giska 2-3 tonn að þyngd, og hafði hún þeyst um kílómetra frá gígnum. Stór moli úr bombunni er nú kominn á Eld- fjallasafnið í Stykkishólmi. Sýnin á m.a. að nota til að meta hvaða gastegundir eru í kvikunni og í hve miklu magni. Vísbendingar eru um að sprengingarnar í gígnum nú stafi ekki af vatni sem snerti hraunið heldur séu vegna þess að kvikan sé svo gasrík. Ef sú er raunin heldur öskuframleiðsla áfram, jafnt þótt jökulvatn komi ekki lengur við sögu. Morgunblaðið/RAX Krímóttur Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur með ösku í andlitinu. Búið er að útvega haga fyrir á þriðja þúsund ær af gos- svæðinu, að sögn Sveins Sigurmundssonar, fram- kvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands. Bænd- um sem eru að lenda í vandræðum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fjölgar dag frá degi. Byrjað verður á að flytja fé að Þverá á Síðu í dag. Fengist hafa leyfi til að flytja fé á fleiri staði. Stærsta svæðið er 4.600 ha landgræðslugirðing við Leiðvöll. Einnig verður hægt að flytja fé að Lágu-Kotey í Með- allandi og rætt er um fleiri svæði. Jarðirnar eru ýmist í einkaeigu eða ríkisjarðir. Ekki er enn ljóst hve mörgu fé þarf að útvega sumarhaga. Bændur undir Eyjafjöll- um og í Mýrdal voru með 10.500 fjár á fóðrum í vetur. Sveinn taldi vart hægt að sjá í dag að hey yrðu til nytja á þeim jörðum þar sem askan er mest, t.d. í A- Eyjafjallahreppi og jafnvel í Mýrdalshreppi. Ráðunautar heimsóttu 120 bú á gossvæðinu í síðustu viku. Í dag er að vænta áfangaskýrslu um stöðu mála. Svavar Ólafsson var að huga að hrossum á Bólstað í Landeyjum þegar ljósmyndarann bar að. Hann var að setja upp rafgirðingu til að halda hestunum sínum frá öskunni og sá um að þeir hefðu nóg af hreinu heyi. Morgunblaðið/RAX Hestar í girðingu í Landeyjum Svavar Ólafsson sér um að hestarnir hafi nóg af hreinu heyi. Fé flutt burt af gossvæðinu Yfirtaka banka á atvinnu- fyrirtækjum Áhrif á samkeppni og endurreisn atvinnulífsins Dagskrá // Fundarstjóri er Rögnvaldur J. Sæmundsson, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Borgartúni 26, 125 Reykjavík, www.samkeppni.is MORGUNFUNDUR // Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa tekið yfir ýmis atvinnufyrirtæki á undanförnum misserum. Þessi ítök bankanna í atvinnulífinu, samhliða almennri fjármálaþjónustu þeirra, geta augljóslega haft óheppileg áhrif á samkeppni á viðkomandi sviðum atvinnulífsins. Samkeppniseftirlitið hefur brugðist við þessu með ýmsum hætti. Í umræðuskjali nr. 2/2009, Bankar og endurskipulagning fyrirtækja, var fjallað ítarlega um þau sjónarmið sem hafa þarf í huga við endurskipulagningu banka á atvinnufyrirtækjum. Þá hefur Samkeppniseftirlitið í nýlegum ákvörðunum leitast við að setja bönkunum leikreglur sem miða að því að takmarka óæskileg áhrif á samkeppni. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 18/2009 hefur mikla þýðingu í þessu samhengi. Fræðast má nánar um þetta á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is. Á morgunfundinum verða þessi mál rædd frá sjónarhóli stjórnvalda, atvinnufyrirtækja, fjárfesta og fjármálafyrirtækja. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN Vinsamlegast skráið þátttöku á samkeppni@samkeppni.is, fyrir kl. 12, miðvikudaginn 19. maí nk. Fimmtudagur 20. maí kl. 8:30 Hilton Reykjavík Nordica, salur H&I, Suðurlandsbraut 2 PO R T hö nn un Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins Vilmundur Jósefsson forstjóri Gæðafæðis og formaður Samtaka atvinnulífsins Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital Þórður Friðjónsson forstjóri NASDAQ OMX Iceland Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Umræður Fundarlok 8:30 8:45 9:00 9:10 9:20 9:30 9:40 9:50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.