Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010 Úti að aka Rafbílaleiga Háskólans í Reykjavík var opnuð í gær og áður en Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fór í fyrstu ferðina sýndi hún viðstöddum hvað hún væri „góð“ undir stýri. EGGERT Fyrir síðustu jól kom út ævisaga Vig- dísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, skráð af Páli Valssyni. Þar er all- nokkuð fjallað um verkfall flugfreyja 1985 og lög um gerð- ardóm í kjaradeilu þeirra við Flugleiðir, en ég var á þeim tíma samgönguráðherra. Umfjöllun um þetta mál í bókinni er með slíkum endemum að ég sé mig knúinn til að leiðrétta ranghermi forsetans fyrrverandi. Á blaðsíðu 349 í bók- inni segir að aðfaranótt 24. október það ár hafi Alþingi samþykkt „bráðabirgðalög sem bönnuðu ný- hafið verkfall flugfreyja hjá Flug- leiðum“. Þess er fyrst að geta að ég undrast að fyrrverandi forseti Íslands skuli halda því fram að Al- þingi setji bráðabirgðalög, en sam- kvæmt 28. gr. stjórnarskrár getur forseti gefið út bráðabirgðalög þeg- ar Alþingi er ekki að störfum. En umfjöllunin um þetta mál í bókinni er því miður öll ámóta ónákvæm og þykir mér því rétt að segja nú frá aðdraganda þessarar lagasetn- ingar. Þegar flugfreyjur ákváðu að fara í verkfall höfðu árangurslausar til- raunir verið gerðar til að ná sátt- um milli deilenda. Miklu máli skipti að flugsamgöngur stöðvuðust ekki. Verkfall hefði skert mjög traust á íslensku áætl- unarflugi og stefnt í voða árangri af víð- tæku kynningarstarfi erlendis. Til að koma í veg fyrir það tjón sem verkfallið myndi valda var gripið til þess ráðs að setja sérstök lög um gerðardóm í kjara- deilunni. Ég bar málið upp á ríkisstjórnar- fundi og voru allir ráðherrar samþykkir því að farin yrði þessi leið til lausnar deilunni. Eins og venjan er þegar ráð- herra flytur mál var frumvarpið sent til forseta, en hann ritaði nafn sitt á frumvarpið til sann- indamerkis um að hann féllist á til- löguna. Því næst flutti ég frum- varpið í neðri deild og lagði mikla áherslu á að það yrði afgreitt þennan sama dag. Þingmenn flestir tóku vel í frum- varpið. Allir stuðningsmenn rík- isstjórnarinnar, sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, voru hlynntir lagasetningunni og flestir alþýðu- flokksmenn studdu einnig fram- göngu málsins. Mér þóttu alþýðu- flokksmennirnir færa fram mjög góð rök, sér í lagi þeir sem höfðu starfað mikið innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Þeirra á meðal var Karl Steinar Guðnason sem flutti mál sitt á skipulegan og yf- irvegaðan hátt. Einn þingmaður Alþýðuflokksins studdi þó ekki framgang málsins, en það var Jóhanna Sigurðardóttir. Hún hélt mikla málþófsræðu við umræður í neðri deild og las lengi kvölds upp úr bók sem gefin var út í tilefni svokallaðs kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Þingmenn efri deildar tóku því ekki með neinni gleði að þurfa að bíða fram á nótt til að hefja umræðu um mál- ið, en mér tókst að fá forseta efri deildar til að taka málið til um- ræðu þó svo að komið væri fram yfir miðnætti. Á ríkisstjórnarfundi næsta morgun fékk ég fregnir af því að forseti lýðveldisins vildi ekki stað- festa lögin, en það var það fyrsta sem ég heyrði frá því að Alþingi hafði afgreitt lögin þá um nóttina. Mér blöskraði framganga forseta, sem engar athugasemdir hafði gert við frumvarpið í upphafi, en vildi nú skyndilega ekki skrifa undir lögin. Hann hafði samþykkt tillögu um framlagningu frumvarpsins en ekki gert mér grein fyrir því hvað hann ætlaðist fyrir. Ég gerði rík- isstjórninni því ljóst að ég myndi segja af mér ráðherradómi hefði forseti ekki samþykkt lögin fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Til þess kom ekki þar sem forseti skrifaði undir lögin rétt fyrir klukkan eitt. Í ævisögu sinni segir forsetinn fyrrverandi að „bráðabirgðalög“ hafi borið á góma en enginn hefði talað við sig um að þau væru í bí- gerð. Komið hafi verið með lögin til sín fyrirvaralaust og ætlast til að hann skrifaði undir. Þarna fer fyrrverandi forseti beinlínis með rangt mál, enda var honum vel kunnugt um frumvarpið áður en ég lagði það fram. Forseti bað mig að koma til fundar við sig, sem mig minnir að hafi verið tveimur dögum eftir að hann hafði staðfest lögin. Þar tjáði Vigdís mér að ástæða þess að hún frestaði undirritun laganna hefði verið kvennafundur og hefði það því komið sér illa fyrir hana að staðfesta lögin á þeim degi. Ég sagði henni sem var að frumvarpið hefði vitaskuld ekki verið flutt til að gera kvennastétt sérstakan óleik. Þá hefði Alþingi að öllum lík- indum samþykkt lögin degi fyrr hefði ekki komið til málþófs Jó- hönnu Sigurðardóttur. Við Vigdís ákváðum að gera gott úr þessu. Ég sagði henni sem var að ég hefði ekki löngun til að standa í illdeilum við forseta lýð- veldisins. Ég hefði hins vegar lagt fram frumvarp um þetta mál með sama hætti og önnur og fengið til þess samþykki forseta líkt og venja er. Af bókinni að dæma telur forset- inn fyrrverandi sig hafa unnið varnarsigur í þessu máli með því að fresta undirskrift sinni í þrjár klukkustundir. Segja má að litlu verði vöggur feginn. Ég tel að ég hafi staðið fyllilega við mín orð og ekki haldið þessum ágreiningi neitt á lofti. Ég taldi að málið væri úr sögunni eftir fund okkar Vigdísar. Hins vegar hefur af og til komið í ljós að nánustu aðdáendur forset- ans fyrrverandi og hann sjálfur ýja að því að þarna hafi verið um mik- ið deilumál að ræða. Ég tel að bók- in um ævi og störf forsetans hafi ekki batnað við það að leika þenn- an leik. Í bókinni er þess getið að til- vísun mín til öryggissjónarmiða og sambands við umheiminn sé hæpin og þess látið getið að „bráða- birgðalög“ á kjaradeilur séu „frum- stæðir gjörningar sem koma varla lengur til álita“. Hin sama Jóhanna og er getið hér að framan hugðist beita fyrir sig þeim „frumstæða gjörningi“ nú fyrir skemmstu að setja lög á verkfall flugvirkja. Þessi sama Jóhanna fór nýverið mikinn í gagnrýni sinni á stjórn- arandstöðuflokkana á þingi og sak- aði þá um málþóf, en sjálf þekkir hún þá baráttuaðferð betur en flestir aðrir. Frumvarp til laga um gerðardóm í kjaradeilu Flugfreyju- félagsins og Flugleiða hefði vafalít- ið orðið að lögum degi fyrr hefði Jóhanna Sigurðardóttir ekki beitt málþófi með bókalestri í ræðustól Alþingis. Umfjöllun forsetans fyrrverandi um þetta mál er honum lítt til sóma. Gera verður kröfu til þess að þeir sem gegna og gegnt hafa æðsta embætti íslenska ríkisins fjalli um mál af meiri nákvæmni og yfirvegun en raunin er í ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur. Eftir Matthías Bjarnason »Umfjöllun forsetansfyrrverandi um þetta mál er honum lítt til sóma. Matthías Bjarnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Flugfreyjuverkfallið 1985 og ranghermi fyrrverandi forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.