Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010
ódýrt og gott
Krónu kjúklingur
598kr.kg
David Laws til-
kynnti á laugar-
dagskvöld um af-
sögn sína úr
embætti aðstoð-
arfjármálaráð-
herra Bretlands.
Laws kemur úr
flokki Frjáls-
lyndra demó-
krata sem mynd-
aði nýlega stjórn
með Íhaldsflokknum og þótti mikil
vonarstjarna. Hann sagði af sér eftir
aðeins 17 daga í embætti, eftir að
upp komst að hann hafði þegið um
sjö og hálfa milljón króna frá ríkinu
á nokkurra ára tímabili til að borga
sambýlismanni sínum leigu og þar
með brotið gegn reglum þingsins.
Gerði rétt með afsögn sinni
Laws sagði í bréfi sínu til Davids
Cameron forsætisráðherra að hann
sæi ekki hvernig hann gæti haldið
vinnu sinni við fjárlögin áfram eftir
að komst upp um málið. Laws sagð-
ist hafa viljað halda sambandi sínu
við sambýlismann sinn leyndu og því
sótt um greiðslurnar. Hvorki fjöl-
skyldur þeirra né vinir hafi vitað af
sambandi þeirra, þó þeir hefðu búið í
sama húsi í um áratug.
Fulltrúar bæði frjálslyndra demó-
krata og íhaldsmanna hafa lýst yfir
eftirsjá og aðdáun á Laws fyrir að
segja af sér og bera þar með ábyrgð
á gjörðum sínum. Laws eigi vænt-
anlega afturkvæmt þegar leyst hafi
verið úr málinu.
Segir af
sér vegna
misferlis
Áfall fyrir ríkisstjórn
Davids Cameron
David
Laws
Fylgismenn hindúatrúar hafa safnast saman við Tanah lot musterið til að
fagna afmæli þess. Musterið Tanah lot sem er rétt utan við Tabanan á indó-
nesísku eyjunni Bali, minnir á vatnslitaverk þar sem ljósmyndarinn hefur
fangað litskrúðug hátíðahöldin í spegilsléttu vatninu.
Reuters
Ójarðnesk fegurð Tanah
lot musterisins á Bali-eyju
Minnst nítján manns týndu lífi á
laugardag, þegar fellibylur æddi
með úrhellisregni yfir mið-Ameríku.
Í Gvatemala er talið að minnst
þrettán manns hafi látið lífið af völd-
um fellibylsins. Sextán var saknað og
nær sjötíu og fimm þúsund manns
þurftu að yfirgefa heimili sín. Í El
Salvador var talið að sex hefðu látist
af völdum veðurofsans og tveggja
var saknað. Í báðum ríkjum hefur
verið lýst yfir neyðarástandi vegna
fellibylsins, sem er kallaður Agata,
þar sem hann markar upphaf felli-
byljatímans. Úrhellið kom af stað
aurskriðum sem kaffærðu hús, lok-
uðu vegum og eyðilögðu brýr þegar
ár flæddu yfir bakka sína.
Agata kom beint ofan í eldgos sem
hófst í eldfjallinu Pacay á miðviku-
dagskvöld með miklu öskufalli. For-
seti landsins Alvaro Colom hafði lýst
yfir neyðarástandi í þremur sýslum í
kjölfar þess en hefur nú lýst yfir
neyðarástandi í landinu öllu.
sigrunrosa@mbl.is
19 látnir og
fjölda saknað
Neyðarástandi lýst yfir í El Salvador
og Gvatemala vegna fellibylsins Agötu
100 km
Fellibylurinn Agata
Dregur úr honum kl. 9.00
GMT á sunnudag
Gvatemala
13 látnir
El Salvador
6 látnir
Fellibylur í
Gvatemala
MEXÍKÓ
Gvatemala-borg
B
E
L
ÍS
GvATEMALA
Kyrrahaf
Leið
fellibylsins
Heimild: NOAA
Kólumbískir kjósendur gengu í gær
til forkosninga um eftirmann Al-
varo Uribe, núverandi forseta
landsins. Níu manns hafa augastað
á forsetaembættinu, en kosið verð-
ur á milli þeirra tveggja efstu 20.
júní nk. Talið er að valið muni koma
til með að standa á milli fyrrum
varnarmálaráðherrans Juan Manu-
el Santos og Antanas Mockus, fyrr-
um borgarstjóra höfuðborgarinnar
Bogota. Þeir hafa borið höfuð og
herðar yfir aðra frambjóðendur í
könnunum og nýtur Santos þar ívið
meira fylgis.
Mikill viðbúnaður var til að
tryggja að kosningarnar færu sem
friðsamlegast fram og stóðu
340.000 öryggisverðir vaktina.
Níu manns slást um
forsetaembættið
Eftirsótt Níu vilja verða forseti.
Það veldur bara óhamingju og leið-
indum að bera laun sín saman við
laun fjölskyldu og vina og skiptir þá
engu hvort það er kona eða karl-
maður sem vill gera samanburðinn.
Þessi „nýi“ sannleikur er niðurstaða
rannsókna sem voru framkvæmdar í
Evrópu og birtar í The Economic
Journal.
Samkvæmt rannsókninni töldu
75% aðspurðra það mikilvægt að
bera laun sín saman við laun ann-
arra. Það kemur líklegast engum á
óvart að þeir sem búa í fátækari
löndum voru líklegri til að vilja gera
launasamanburð og að hinir fátæk-
ustu voru líklegastir til að vera
óánægðastir með samanburðinn.
Það var þó ekki samanburður á
launum við vinnufélaga sem olli
mestri óánægju. Samanburður við
fjölskyldu og vini var líklegur til að
valda mun meiri óánægju.
Því meiri áherslu sem viðkomandi
lagði á gildi slíks samanburðar, því
verr kom hann/hún út í mælingum,
þar sem kannaðir voru þættir á við
ánægju með líf viðkomandi og lífs-
stíl. Einnig voru meiri líkur á að við-
komandi greindist með þunglyndi.
Borgar sig
ekki að met-
ast um laun
Evrur kaupa stöðutákn eða spara?