Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Úrslit sveitarstjórnarkosninga FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Góðar líkur eru á að Samfylkingin, VG, Listi Kópavogsbúa og Næst besti flokkurinn gangi til samstarfs og myndi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Þessir flokkar, sem eru samtals með sex bæjarfulltrúa, hittust á tveimur formlegum fund- um í gær og ganga viðræður vel að sögn Guðríðar Arnardóttur, odd- vita Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur mynduðu fyrst meiri- hluta í Kópavogi árið 1990 og hann hefur haldið síðan. Það urðu því mikil tímamót í Kópavogi í þessum kosningum. Þó að stöðugleiki hafi lengst af ríkt í stjórnmálum í bæn- um verður ekki annað sagt en að síðasta kjörtímabil hafi einkennst af átökum. Ekki var full samstaða innan Framsóknarflokks árið 2006 um að halda áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokk. Óeining í Sjálfstæðisflokki Í Sjálfstæðisflokknum hafa verið miklar væringar. Gunnar I. Birg- isson hætti sem bæjarstjóri eftir að bornar voru fram ásakanir um að hann hefði hyglað fyrirtæki dóttur sinnar. Gunnar var búinn að vera áberandi og sterkur foringi sjálf- stæðismanna í Kópavogi um árabil. Ekki skapaðist eining í flokknum eftir að Gunnar vék tímabundið úr bæjarstjórn. Hann og Ármann Kr. Ólafsson tókust á í prófkjöri í vetur þar sem Ármann sigraði. Afleið- ingar þessara átaka eiga án efa ein- hvern þátt í því að Sjálfstæð- isflokkurinn tapaði 14 prósentustigum frá síðustu kosn- ingum og einum bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkurinn hélt naum- lega sínum fulltrúa, Ómari Stef- ánssyni. Bæði Samfylking og VG töpuðu fylgi í Kópavogi miðað við kosningarnar árið 2006 og Samfylk- ingin tapar raunar einum fulltrúa. Það eru hins vegar nýju fram- boðin, Næst besti flokkurinn og Listi Kópavogsbúa, sem fella meirihlutann. Næst besti flokkurinn var nálægt því að fá tvo menn kjörna. Samfylking, VG, Listi Kópavogs- búa og Næst besti flokkurinn áttu í gær tvo formlega fundi um mynd- un meirihluta. Guðríður Arn- ardóttir sagði að viðræður gengju vel. „Ég skynja einlægan vilja allra til að lenda þessu og mér sýnist að það sé lítið sem ber í milli.“ Guð- ríður segir að það séu mörg mál sem flokkarnir þurfi að ræða og því á hún ekki von á því að viðræðum ljúki í dag. Hún segir ekkert farið að ræða um hver verði bæjarstjóri. Málefnin séu aðalatriðið. Ljóst sé að stefnubreyting verði í bæj- arstjórn í mörgum málum með nýj- um meirihluta. Morgunblaðið/hag Kosninganótt Rannveig H. Ásgeirsdóttir, oddviti Lista Kópavogsbúa, Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins og Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, takast í hendur á kosninganótt. Nýr meirihluti í fæðingu  Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll eftir 20 ára samstarf  Fjórir framboðslistar ræða um myndun nýs meirihluta í Kópavogi Framsóknarflokkur (1) Sjálfstæðisflokkur (5) Samfylking (4) Vinstri græn (1) Næst besti flokkurinn Listi Kópavogsbúa (1)=sæti 2006 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Um 45% kjósenda í Hafnarfirði annað hvort sátu heima eða skiluðu auðu eða ógildum atkvæðum. Þetta sýnir að djúpstæð óánægja er í bænum með þá flokka sem buðu fram. Óformlegar viðræður um myndun nýs meirihluta hófust í gær. Samfylkingin hefur farið með meirihluta í Hafnarfirði frá árinu 2002. Flokkurinn vann á í kosning- unum 2006, en nú tapaði hann næstum 14% prósentustigum. Lúð- vík Geirsson bæjarstjóri lagði allt undir í kosningunum og settist í 6. sætið, sem var baráttusæti. Hann náði ekki kjöri í bæjarstjórn. Lúð- vík sagði að landsmálin hefðu spil- að stóra rullu í kosningunum. „Það er sorg og erfiðleikar á mörgum heimilum og það hversu erfiðlega hefur gengið að leysa úr þessum vanda hafði áhrif í kosningunum,“ sagði Lúðvík. Valdimar Svavarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ánægður með árangur flokksins, en hann bætti við sig 10 prósentustiga fylgi og 2 mönnum.Valdimar segir líkt og Guðrún Ágústa Guðmunds- dóttir, oddviti VG, að taka verði fjármál bæjarfélagsins föstum tök- um. Guðrún átti í gær í óformlegum viðræðum við fulltrúa bæði Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hún segir að menn ætli að taka sér ein- hvern tíma í að skoða málin. „Það þarf að hugsa málin upp á nýtt,“ sagði Guðrún. Hún segir að það sé „allt opið“ þegar hún er spurð hvort VG myndi fara fram á að fá bæjarstjórastólinn í Hafnarfirði. Þó að Samfylkingin hafi fengið 41% atkvæða er ljóst að úrslitin eru mikið áfall fyrir flokkinn. Lúð- vík Geirsson lagði allt undir í kosn- ingunum og færði sig úr fyrsta sætinu í baráttusætið. Honum mis- tókst að vinna það sæti. Spurn- ingin er hvort hann hafi ekki þar með tapað bæjarstjórastólnum, jafnvel þó að niðurstaðan verði sú að Samfylkingin og VG myndi meirihluta. Guðrún Ágústa segir alveg ljóst að „það verði breytingar í Hafnarfirði“. Samfylkingin hefur óskað eftir viðræðum við VG. Valdimar telur eðlilegast að allir flokkar ræði saman. Úrslit kosninganna og þau verk- efni sem menn standi frammi fyrir kalli á að menn vinni náið saman. 45% kusu engan flokk  Úrslitin í Hafnarfirði endurspegla mikið vantraust á flokkunum sem buðu fram  Bæjarstjórinn náði ekki kjöri í bæjarstjórn  Fulltrúi VG er í lykilstöðu Morgunblaðið/hag Talning „Það munar litlu,“ sagði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þegar hann fylgdist með tölunum í Hafnarfirði. Aðeins munaði 15 atkvæðum að Valdimar Sigurjónsson, efsti maður á lista Framsókn- arflokks, næði kjöri í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Hann hefði þá fellt fjórða mann Sjálf- stæðisflokks. Framsókn- arflokkurinn jók fylgi sitt frá síðustu kosningum en það dugði ekki. Munaði litlu FRAMSÓKNARFLOKKUR Valdimar Sigur- jónsson Sjálfstæðisflokkur (3) Samfylking (7) Vinstri græn (1)(1)=sæti 2006 Næst besti flokkurinn í Kópavogi kom fram stuttu áður en fram- boðsfrestur rann út. Hugmyndin um framboð kviknaði á Facebook og ákvað hópur undir forystu Hjálmars Hjálmarssonar leikara að hrinda henni í framkvæmd. Flokk- urinn eyddi ekki krónu í auglýs- ingar í kosningabaráttunni. Árang- ur flokksins varð hins vegar góður því hann fékk 1.901 atkvæði og var nálægt því að ná tveimur mönnum. Flokkurinn er núna þriðji stærsti flokkurinn í Kópavogi. Þriðji stærsti NÆST BESTI FLOKKURINN Kosningastiklur Söguleg úrslit urðu í Fjarðabyggð á laugardaginn þegar Sjálfstæð- isflokkurinn varð stærsti flokkur sveitarfélagsins. Margir sjálfstæðismenn glöddust mjög en enginn þó meira en Reynir Zoëga í Neskaupstað. Reynir, sem er fæddur 1920, hefur verið sjálf- stæðismaður alla sína tíð og upplifir nú í fyrsta sinn að flokkurinn hans er orðinn stærsta stjórnmálaaflið. Reynir var bæjarfulltrúi fyrir sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar í 30 ár – frá 1954 til 1984 og alltaf í minnihluta. Hann sagðist í gamansömum tón hafa mesta reynslu af því að vera í minnihluta en að gaman yrði að sjá flokkinn í meirihluta. Við sameininguna fyrir nokkrum árum varð Neskaupstaður hluti Fjarðabyggðar. Fyrir sameiningu var Alþýðubandalagið leiðandi afl í Neskaupstað, áratugum saman. Hefur 30 ára reynslu af því að vera í minnihluta Reynir Segir að gaman yrði að sjá flokkinn spreyta sig í meirihluta. Hjálmar Sveins- son, fjórði maður á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, ætlar að gefa það út í dag hvort hann hyggist taka sæti varaborgarfull- trúa á komandi kjörtímabili. Samfylkingin náði þremur mönnum inn í borgarstjórn. „Ég er bara venjulegur borgari og þarf að velta fyrir mér í hverju starf varaborgarfulltrúa felst,“ sagði Hjálmar í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hann sagðist ekki hafa náð þeim árangri sem hann stefndi að og því spyrði hann sig hvort þetta væru ekki ákveðin skilaboð frá kjósendum. „Á hinn bóginn ber ég líka ábyrgð, það var fólk sem kaus mig. Ég ætla að leyfa kvöldinu að líða áður en ég tek ákvörðun.“ kjartan@mbl.is Ákveður sig í dag Hjálmar Sveinsson Trúnaðarmenn J-listans á Dalvík sendu frá sér eft- irfarandi til- kynningu í gær: „Vegna mis- skilnings sem fram hefur kom- ið hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, formanni Sam- fylkingarinnar, í umfjöllun um kosningaúrslit viljum við að eftirfarandi komi fram: J- listinn – óháð framboð í Dalvík- urbyggð, er ekki borinn fram af neinum stjórnmálaflokki. Að listan- um standa eingöngu einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna sem best að hagsmunum Dal- víkurbyggðar hvar í flokki sem þeir standa. Trúnaður listans er því ein- göngu við íbúa Dalvíkurbyggðar. J-listinn – óháð framboð í Dalvík- urbyggð vill eiga gott samstarf við alla þá sem hafa sömu markmið og listinn, sem er vöxtur og viðgangur Dalvíkurbyggðar,“ segir í tilkynn- ingunni sem þeir Þorsteinn Már Að- alsteinsson og Ásgeir Páll Matthías- son, umboðsmenn J-listans í Dalvíkurbyggð, sendu frá sér. J-listi leiðréttir mis- skilning ráðherra Jóhanna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristín Hjálmar Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.