Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þ rátt fyrir einhverja óvæntustu kosningabar- áttu í sögu borgar- stjórnarkosninga í Reykjavík reyndust skoðanakannanir á vegum helstu fjöl- miðla landsins í grófum dráttum merkilega sannspáar um niðurstöður þeirra. Besti flokkurinn fékk raunar töluvert minna fylgi í prósentum talið í borgarstjórnarkosningunum á laug- ardag en skoðanakannanir sem gerð- ar voru á lokaspretti kosningabarátt- unnar bentu til. Þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn ívið meira fylgi en kannanirnar gerðu ráð fyrir en sama fjölda fulltrúa. Að öðru leyti voru niðurstöður kosninganna í borg- inni í góðu samræmi við það sem skoðanakannanir höfðu spáð fyrir um. Í skoðanakönnun sem Miðlun gerði fyrir Morgunblaðið og sem birt- ist á miðvikudag mældist Besti flokk- ur Jóns Gnarr með 43,1% sem hefði tryggt framboðinu sjö borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokknum var spáð rétt tæpum 29% og fimm fulltrúum. Sam- fylkingunni var aðeins spáð tveimur borgarfulltrúum en það er versta út- koma sem flokkurinn fékk í könn- unum fyrir kosningar. Litlu munaði þó á fylgi flokksins í prósentum sam- anborið við úrslitin. Fréttablaðið og Stöð 2 birtu í vikulok eigin könnun sem gerð var á fimmtudagskvöld og var Besta flokknum, líkt og í könnun Morgun- blaðsins, spáð sjö fulltrúum en nú með rúmlega 40% fylgi. Þá gerði könnunin ráð fyrir heldur slakari út- komu Sjálfstæðisflokksins en hann hefði fengið fjóra borgarfulltrúa í stað fimm ef spáin hefði gengið eftir. Sam- fylkingin mælist með sína þrjá menn sem hún endaði á að fá á laugardag. Gallup samhljóða úrslitum Síðasta könnunin fyrir kjördag var gerð af Capacent Gallup fyrir RÚV frá þriðjudegi til fimmtudags og voru niðurstöður hennar birtar á föstudagskvöld. Reyndust niður- stöður hennar nær samhljóma úrslit- unum í kosningunum. Þar mældist Besti flokkurinn með 38,7% og sex borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk rétt tæp 30% og fimm fulltrúa en Samfylking 21% og þrjá fulltrúa. Þetta reyndust og niðurstöður kosn- inganna á laugardag. Í öllum könnununum voru Vinstri-grænir eini flokkurinn sem talinn var ná manni inn en þeir mæld- ust með einn borgarfulltrúa og fylgi á bilinu 6-9% síðustu vikuna fyrir kosn- ingar. Framsóknarflokkurinn fékk 2,7% í kosningunum sem er jafnvel minna en kannanir höfðu gert ráð fyrir. Þá voru niðurstöður minni framboðanna í góðu samræmi við kannanirnar þrjár sem allar höfðu spáð þeim hálfu til einu prósentustigi hverju fyrir sig. Besti heldur sínu Einhverjar efasemdaraddir höfðu heyrst um að gríðarlegt fylgi Besta flokksins í skoðanakönnunum síðustu vikurnar fyrir kosningar myndi í raun skila sér á kjördag í at- kvæðum, að kjósendum myndi bresta kjarkur að greiða því sem álitið var grínframboð atkvæði sitt. Sú greining átti þó ekki við rök að styðjast eins og sigur flokksins ber vitni um þó að hann hafi vissulega ekki uppskorið það fylgi í prósentum sem bjartsýnustu kann- anir höfðu gert ráð fyrir og hefðu tryggt honum einn borgarfull- trúa til viðbótar. Frásögn af margboð- uðum niðurstöðum Niðurstöður í Reykjavík í samanburði við síðustu skoðanakannanir % 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 D B E F H S V Æ Fréttablaðið 28.maí Morgunblaðið 26.maí RÚVGallup 28.maí Úrslit kosningar 26 ,7 28 ,8 29 ,6 2, 6 4, 1 3, 5 0, 6 0, 6 0, 5 0, 6 0, 6 0, 4 1, 5 0 0, 7 18 ,3 16 ,6 21 8, 9 6, 3 5, 7 40 ,9 43 ,1 38 ,7 33 ,6 2, 7 1, 1 0, 5 1, 1 19 ,1 7, 1 34 ,7 18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Athygl-isverðumkosn- ingum er lokið. Spekingar hafa skýrt nið- urstöður þeirra. Skjöplast skýr- um eins og fyrri daginn? Fjórflokkurinn fékk áfall, segja þeir. Var það? Er nið- urstaðan eins á Akureyri og í Reykjavík? Persónulegt vandamál fyrrverandi bæj- arstjóra á Akureyri varð að pólitísku vandamáli. Það kann að hafa verið ósann- gjarnt og litast óþyrmilega af andrúmslofti dagsins. En það breytir ekki staðreynd- inni. Ekkert þess háttar gerðist í Reykjavík. Ef setja má „gömlu flokkana“ í einn flokk og kalla fjórflokk þá vann hann stórsigur í Reykjavík, fékk 65 prósent og ætti að mynda meiri- hluta. Hin séríslenska og einfeldningslega kenning um fjórflokkinn stenst ekki fremur en annað hjá spek- ingunum þegar þeir ákveða að hugsa með sínu pólitíska hjarta og setja hinn hlut- læga heila hjá. Ef fylgi flokka er skoðað heldur Framsókn sínu og aðeins rúmlega, Sjálfstæð- isflokkurinn næstum sínu og ríkisstjórnarflokkarnir tapa. Er það skýringin á því að spekingar kjósa að spjalla um fjórflokk og slá sér á lær? Þarna er verið að bera saman við tölur fyrir „hrun“ annars vegar en eft- ir „hrun“ hins vegar. Sömu spekingar sem hafa gert allt sem þeir mega til að eigna Sjálfstæðisflokknum „hrun- ið“ hljóta að vera daprir yfir slíkum úrslitum. Ef að þær tvennar kosningar sem farið hafa fram eftir „hrun“ eru bornar saman er myndin enn skýrari. Staða Sjálfstæðisflokksins stór- batnar á milli kosninga. En staða stjórnarflokkanna myndi venjulega kallast af- hroð, og örugglega ef Sjálfstæðisflokkurinn ætti í hlut. Glæsileg útkoma flokks Jóns Gnarr í Reykjavík er hin stóra nýbreytni kosn- inganna. Forsætisráð- herrann sagði að menn yrðu að hlusta á skilaboð kjós- endanna. Næst sagði hún að Samfylkingin ætti að mynda meirihluta í Hafnarfirði. Enginn meiri- hlutaflokkur í landinu tapaði eins hrikalega og Samfylkingin í Hafnarfirði. Á það ætlar for- sætisráðherrann auðvitað að hlusta en ekki með eyrunum heldur póli- tíska nefinu, sem finnur lykt, en er heyrnarlaust. Hanna Birna Kristjáns- dóttir var vaxandi borgar- stjóri. Hún hafði mun meiri stuðning en aðrir til að gegna borgarstjóraembætt- inu. Það sögðu kannanir. En hún er raunsær stjórn- málamaður. Ekki er hægt að túlka niðurstöður kosn- inganna sem ákall um að hún verði áfram borg- arstjóri þótt hún hafi mesta burði þeirra sem borg- arstjórnina skipa til þess. Fínt þykir að tala um að menn geri ekkert með titla. En í borgarmálum eru titl- arnir aðeins að litlu leyti virðingartákn. Þeir eru fyrst og síðast valdatákn. Og stjórnmálmenn eiga ekki að láta eins og þeir séu ekki að sækjast eftir völdum. Verkefni borgarmála eru snúin um þessar mundir. Stærsti flokkur borgar- stjórnar er algjörlega reynslulaus. Það viður- kennir foringi hans fúslega og með sínum notalega hætti. Hann hefur talað um að flýta sér hægt, skoða alla kosti gaumgæfilega og gera það með gegnsæjum og ær- legum hætti. Hljómar þetta vel og er vonandi meint eins og það er sagt. Borg- arstjórnarflokkarnir eru all- ir í óvenjulegri stöðu og ekki blasir endilega við hvað felst í „skilaboðum kjósenda“. Ef hið nýja sig- ursæla framboð sýnir á sér þá hlið sem helst hefur þótt einkenna klækjastjórnmál mundi það sjálft vera að senda sínum kjósendum óvænt skilaboð. Færi svo þyrftu hvorki spjallgjarnir spekingar né aðrir að ímynda sér að fram væri komið afl sem boðaði með tilveru sinni nýja tíma, og vinnubrögð sem hinir hefð- bundnu stjórnmálaflokkar þyrftu að óttast nema um mjög skamma hríð. Það yrði í rauninni skaði fyrir alla, en þó mestur fyrir Reykvík- inga. Borgarfulltrúar verða að sýna að þeir meini það að hagsmunir borgar- innar séu í fyrirrúmi } Niðurstaða og næsta skref Þ etta er þungavigtarframboð og ég held að við eigum eftir að sópa að okkur atkvæðum,“ sagði Jón Gnarr í viðtali sem ég tók við hann fyrir Sunnudagsmoggann 24. janúar. Ég sagði honum þá að ég teldi víst, að hann næði tveimur til þremur borgarfulltrúum, en játa fúslega að mig óraði ekki fyrir að borgarfull- trúarnir yrðu sex. Það hefur verið kostulegt á köflum að fylgjast með viðbrögðum frambjóðenda og álitsgjafa annarra flokka við framboðinu, til dæmis Sól- eyjar Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna, sem sagði á Vísi.is: „Besti flokkurinn er mjög góður brandari en ég veit ekki hversu fyndið það er, eða hversu langt við getum gengið með þann brandara, þegar framtíð barnanna okkar er í húfi.“ En líklega var gagnrýnin ómálefnalegust hjá Jónasi Kristjánssyni, sem skrifaði pistil undir fyrirsögninni: „Jón Gnarr er gamla Ísland“. Það er verðugt rannsóknarefni hvernig Jónas komst að þeirri niðurstöðu. Aðferðafræðin virtist vera sú að gera Besta flokkinn tortryggilegan með því að persónugera hann í einum manni, Jóni Gnarr, og stað- setja hann „hægra megin í Sjálfstæðisflokknum“, eins og Jónas komst að orði. Hann lét hinsvegar vera að nefna ann- að fólk á listanum eða skilgreina pólitíska hugmyndafræði þess. Borgarfulltrúarnir urðu sex og ég hef ekki hugmynd um hvar þeir eru í hinu pólitíska litrófi, þó að ef til vill séu við- ræður þeirra við Samfylkinguna, sem greint var frá í gær- kvöldi, ákveðin vísbending. Í ofangreindu viðtali var Jón Gnarr spurður hvernig hann hefði valið fólk á listann. „Ég valdi fólk sem ég þekki af góðu og treysti. Ég reyndi að sneiða hjá öllum vitleysingum og...“ Hann hikaði. „Já, og svona fólki sem er... æ, hvernig á að útskýra það, vitleysingar og „wannabís“; ég valdi bara fólk sem er gáfað og vel gert og ég treysti. Þannig að þetta er allt besta fólk. Og besti flokkurinn.“ Ég hafði ímyndað mér að Besti flokkurinn væri þverpólitískur. Ef horft er til annars þver- pólitísks framboðs, Skrökvu, sem náði odda- manni í Stúdentaráði Háskóla Íslands, þá varð afraksturinn sá að þar tilheyra hefðbundinn meirihluti og minnihluti sögunni til. Jón Gnarr gaf því undir fótinn í umræðum á kosninganótt, að hann myndi starfa með hverj- um þeim, sem hefði eitthvað fram að færa í málefnum borg- arinnar, og Hanna Birna Kristjánsdóttir tók í sama streng. Mér þætti það undarlegt afturhvarf til gamaldags stjórn- mála ef borgarmálin færðust aftur ofan í skotgrafirnar – eftir þverpólitískt samráð undanfarinna tveggja ára sem virðist hafa fallið borgarbúum í geð. Í því samhengi var athyglisvert að hlýða á Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra tala um tröllvaxin verkefni sveitarfélaga í Silfri Egils í gær og mikilvægi þess að flokk- arnir sameinuðu krafta sína þegar þeir tækjust á við þau. Um leið og ég tek undir þessi orð hans, þá velti ég því upp, hvort hann sjái enga ástæðu til þess á Alþingi? Eru verkefnin ekki tröllvaxin þar? pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Þverpólitík og skotgrafir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Það var ekki bara í höfuðborg- inni þar sem skoðanakannanir reyndust sannspáar um niður- stöður kosninganna á laugar- dag. Samkvæmt könnunum voru meirihlutar í stórum sveitarfélögum eins og Ak- ureyri, Kópavogi, Hafnarfirði, Ísafirði, Akranesi og Árborg í hættu á að falla sem varð og raunin. Þá spáðu kannanir réttilega að meirihlutar í Fjarð- arbyggð og Reykjanesbæ myndu halda. Sitt hvað var þó óvænt. Á Akureyri vann L- listinn enn stærri kosninga- sigur en kannanir höfðu þegar bent til, fékk 45%, sex pró- sentustigum meira en í síð- ustu könnun. Í Fjarðabyggð hélt meirihlutinn þrátt fyr- ir að Fjarðarlistinn fengi 11 prósentustigum minna fylgi en í könnunum, 31,1% í stað 42,1%. Sannspáar kannanir ÖRLÖG MEIRIHLUTA Geir Kristinn Aðalsteinsson leiðtogi L-lista á Akureyri á sigurstund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.