Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Brynhildur Egg-ertsdóttir fæddist að Gránufélagsgötu 11 á Akureyri 10. des- ember 1927. Hún lést 19. maí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Stefaníu Sigurðardóttur frá Kambhóli á Galma- strönd, f. 11. október 1885, d. 10. október 1970, og Eggerts Guð- mundssonar trésmíða- meistara frá Skugga- björgum í Deildardal í Skagafirði, f. 20. ágúst 1878, d. 7. desember 1940. Brynhildur var yngst níu systkina sem öll eru látin. Brynhildur varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið Guðrún, 1967. Um 1973 byggðu þau íbúðarhúsið að Kotárgerði 22 sem varð heimili þeirra næstu 26 árin eða þar til þau fluttu til Kópavogs árið 1999. Brynhildur á 13 barna- börn og 5 barnabarnabörn. Fyrstu árin helgaði Brynhildur sig heimili og börnum sínum en fór svo að vinna utan heimilisins, fyrst hjá Niðursuðuverksmiðju K.J. og co en síðan hjá Raforku hf. sem skrif- stofumaður og vann þar til fjölda ára. Brynhildur var mjög virk innan Oddfellowreglunnar en hún gekk í Rebekkustúkuna nr. 2, Auði, 24. apríl 1969 og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Eftir að hún flutti suður gekk hún til liðs við Rebekk- ustúkuna nr. 12, Barböru. Auk starfa sinna fyrir Oddfellowregluna lá áhugi hennar víða, allt frá tungu- málum til handavinnu en allt lék í höndum hennar, hvort sem var út- saumur, vefnaður, postulínsmálun eða saumaskapur. Útför Brynhildar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 31. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 1944 og hóf þá strax störf hjá Kaupfélagi Verkamanna í vefn- aðarvörudeild. Áður hafði hún frá 13 ára aldri unnið á sumrin í matvöruverslun fé- lagsins. Brynhildur giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum Sig- tryggi Þorbjörnssyni rafvirkjameistara 1950 og hófu þau bú- skap í Ránargötu 21 á Akureyri en þar fædd- ust tvö fyrstu börn þeirra Ingibjörg, 1951, og Stefán, 1952. Um 1957 festu þau kaup á ein- býlishúsinu Eyrarvegi 18 og bjuggu þar í 16 ár. Þar fæddust tvö seinni börn þeirra, Eggert Már, 1962 og Elsku mamma. Seztu hérna hjá mér, systir mín góð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt. – Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. Mamma ætlar að sofna, systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) Guð blessi minningu þína. Þín eilíft elskandi dóttir, Guðrún. Í daglegu amstri finnst okkur oft sem hver dagur sé öðrum líkur og líf- ið muni halda áfram eins og áður. Þó er það svo margt sem getur hreyft þessu viðkvæma lífi sem við lifum og breytt þeirri mynd sem fyrir augu ber. Nú hefur mamma mín kvatt eftir langa viðburðaríka daga. Fallega, gáfaða og sterka mamma sem aldrei lét viðfangsefnin buga sig. Þegar ég lít yfir liðna tíð koma fram í hugann svo margar góðar minningar um móður sem hafði svo ótal margt að gefa. Þar á ég við öll þau góðu og heilbrigðu gildi sem hverjum manni er hollt að lifa eftir. Þú varst svo heil í hugsun þinni og kenndir okkur að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum með manngæsku að leiðar- ljósi, velferð okkar var velferð ann- arra, velferð annarra var okkar vel- ferð. Þú gafst okkur gjafir og kenndir okkur að varðveita þær og fægja, gerðir okkur ljóst að það væri okkar að viðhalda þeim og rækta. Þó ellin hafi sótt að þér undir lokin hélstu þinni fallegu reisn. Fyrir mig sem ungan dreng voru það ómetan- leg forréttindi að hafa þig heima þegar ég kom úr skólanum. Ég gat alltaf treyst á að þú værir til staðar, tækir á móti mér með hlýju þinni. Einnig eru minnisstæðar heimsókn- irnar til afa og ömmu á sunnudögum þar sem boðið var upp á niðursoðna ávexti með rjóma, eða bíltúrarnir um nágrenni Akureyrar. Það sem ég þakka fyrir í dag er að uppeldi mitt miðaðist ekki við að framkvæma verkin fyrir mig heldur að kenna mér að gera þau sjálfur. Er mér minnisstætt þegar ég var tólf ára og það þurfti að skipta um renni- lás í gallabuxunum mínum, var ekki annað tekið í mál en að ég gerði það sjálfur. Þú aðstoðaðir mig svo við að gera það og kenndir mér á sauma- vélina í leiðinni. Sama átti við um að setja í þvottavél eða strauja skyrt- urnar mína, allt uppeldið miðaðist við að ég sinnti mínum eigin þörfum. Hef ég nýtt mér þau viðhorf þín í uppeldi barna minna. Á uppvaxtar- árunum gerði ég mér ekki grein fyr- ir að leiðir okkar ættu eftir að liggja svo þétt saman sem raun varð. Við störfuðum lengi saman bæði í Raf- orku hf. og síðar í Raforku ehf. Í minni mínu geymast allar þær góðu stundir sem við áttum saman þegar ég leit við til að ná í efni eða annað sem til þurfti. Þá var oft sest niður og drukkinn einn kaffibolli með smá súkkulaðibita eða köku og rætt um lífið og tilveruna. Eru þessar nánu stundir mér svo mikils virði að þær koma til með að standa með mér um aldur og ævi. Þú varst óþreytandi að ræða við mig og skilgreina lífsins gátur og sýna fram á hvernig væri best að takast á við lífið með gleði, kærleika og góðvild í hjarta. Upp úr stendur að allan þann tíma sem við áttum saman skildum við hvort annað og bárum fulla virðingu fyrir skoðunum og viðhorfum hvort annars. Ég bið góðan guð að varðveita þig og minn- ingu þína. Með innilegu þakklæti fyrir þann góða tíma sem við áttum saman. Þinn einlægur sonur, Eggert Már Sigtryggsson. Ég vil í örfáum orðum minnast tengdamóður minnar, Brynhildar Eggertsdóttur. Fyrstu kynni mín af henni og eftirlifandi manni hennar, Sigtryggi Þorbjörnssyni, voru vorið 1972. Þá fannst unnustu minni og dóttur þeirra, Ingibjörgu, tími til kominn að kynna verðandi sambýlis- mann sinn. Ég hef án efa haft af því einhverjar áhyggjur, Akureyringar sagðir seinteknir. Hafði dvalið 4 vet- ur í Menntaskólanum og lítið kynnst sambekkingum mínum frá Akureyri, þar á meðal unnustu minni. Auðvitað reyndist þetta alrangt og sérstak- lega hvað varðaði verðandi tengda- foreldra mína. Á þeim tæpu 40 árum sem síðan eru liðin má segja að lífshlaup okkar hafi verið samantvinnað. Samskiptin orðið nánari og nánari. Þau voru ófá skiptin sem fjölskylda mín dvaldi um hátíðir í Kotárgerði hjá þeim hjón- um. Móttökurnar alltaf konungleg- ar. Sérstaklega er ánægjulegt að heyra börn okkar enn minnast þeirra með mikilli gleði. Eftir að þau hjón Sigtryggur og Brynhildur fluttu suður í Kópavoginn fjölgaði samverustundunum enn meira. Brynhildur var einstök, hún var ekki allra og það tók tíma að kynnast henni. Hún var glæsileg kona. Hún var mjög nákvæm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem þar var hugur eða hönd. Þar var aldrei kast- að til höndunum. Ógleymanlegt er allt sem hún lagði á sig í þau ótelj- andi skipti þegar hún tók á móti fjöl- skyldu minni á Akureyri. Ótal ógleymanlegar ferðir voru farnar saman. Bæði hérlendis og erlendis. Allar samverustundir okkar í sum- arbústaðnum í Selgili. Hver dagur var hátíðardagur. Brynhildur var orðheppin kona og kunni svör og spakmæli við öllu. Margt af því mun seint gleymast. Eins og hjá öllum öðrum skiptust á í lífi hennar skin og skúrir. Æðruleysi hennar þegar á móti blés var aðdá- unarvert og til eftirbreytni. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir þeim mót- vindum sem hún þurfti að berjast við. Voru þeir þó stundum hvassir. Elsku Sigtryggur, nú er Brynhild- ur horfin úr þessum heimi. Það er sárt að standa á þessum tímamótum en megi góður guð styðja þig og börn ykkar í sorginni. Hugur minn og barna minna er og verður með þér. Aðalbjörn Þorsteinsson. Elsku amma, þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Þú varst svo góð og falleg, blíð og hjálpsöm. Þú elskaðir okkur svo mikið og áttir svo mikið að gefa. Þú brostir svo skært og fallega. Þú elsk- aðir líka allt sem var fallegt og varst svo einlæglega þakklát fyrir allt. Við erum heppnar að hafa átt þig fyrir ömmu og trúum því varla að þú kom- ir ekki oftar til okkar í Haðarlandið eða við til þín og afa í Gullsmára. Við munum aldrei gleyma þér og geymum þig í hjörtum okkar um alla eilífð. Þínar ömmustelpur, Anna Brynhildur, Elín Friðrika og Bríet Stefanía. Minningar okkar barnabarnanna um ömmu Brynhildi tengjast marg- ar heimili afa og ömmu við Kotár- gerði 22 á Akureyri. Fyrir okkur var „Kotó-ið“ ævintýraheimur þar sem glæsilegur garður umkringdi höllina og allsstaðar voru spennandi leynd- ardómar. Í garðinum voru falleg rósabeð sem amma snyrti ávallt af mikilli natni. Einna minnisstæðastir eru þó klettarnir sem settu mikinn svip á garðinn og fjörugt ímyndunar- afl okkar barnanna fékk góða útrás í alls konar leikjum við þessa litlu kletta sem í okkar augum voru risa- stórir. Handan garðsins var hin ægilega mýri. Af henni fóru sögur um börn sem þar höfðu sokkið og orðið úti. Þessar sögur höfðu svo sannarlega tilætluð áhrif, það hvarflaði aldrei að neinu okkar að hætta okkur út á mýrarsvæðið. Það var alltaf mjög fallegt hjá afa og ömmu og þau voru bæði natin og umhyggjusöm við sitt heimilishald eins og öll sín verk. Í „Kotó-inu“ voru margir fallegir hlutir sem í aug- um okkar barnanna voru hreinustu fjársjóðir. Andrúmsloftið sem ein- kenndi heimilið var hlýleiki, öryggi og tryggð öðru fremur en einnig allt- af ákveðinn hátíðleiki. Í minningunni ómar klassísk tónlist í eldhúsinu en þá hefur sennilega verið kveikt á „gömlu gufunni“. Heima hjá afa og ömmu gátum við leikið okkur frjálst og ærslast innan skynsamlegra marka þar sem við vissum ávallt hvað við máttum og sömuleiðis hvað var bannað. Í minningunni vorum við stillt og góð og gegndum þeim fáu en sanngjörnu reglum sem giltu. Þó var einn staður sem alltaf vakti forvitni okkar og uppgötvunargleði þrátt fyrir að afi og amma hafi nú líklega ekki hvatt okkur til að leita á þær slóðir. Það voru kjallaraslóðirn- ar. Kjallarinn var uppspretta enda- lausra ævintýra og spennandi leikja hjá okkur. Hann var ævintýrahellir og aðeins hugrökkustu börn þorðu að fara alveg inn í innsta rýmið þar sem mesta myrkrið var og möl í stað steypts gólfs. Amma var mjög hæfileikarík og skapandi hannyrðakona. Saumar, hekl, dúkahnýtingar og margt fleira léku í höndum hennar. Einnig föndr- aði hún með barnabörnunum og verkefnin voru þá ávallt hæfilega krefjandi, flott og praktísk. Þó saumaði hún öðru fremur og var þekkt fyrir vandaðan og einstaklega smekklegan saumaskap. Hún Brynhildur amma okkar var hlý og stolt manneskja með ríkt gild- ismat. Hún var frábær leiðbeinandi og kennari sem ávallt hvatti okkur til að takast sjálf á við verkefnin og leysa þau vel úr hendi. Amma var mikil húsmóðir og aldrei brást að þegar gesti bar að garði var borin brúnkaka með kókos á borð með ískaldri mjólk fyrir börnin og kaffi- dreytli fyrir þá eldri. Síðastliðinn áratug hafa afi og amma haldið heimili sitt í Kópavogi. Þar er gott að koma og spjalla um daginn og veginn í því rólega and- rúmslofti sem þar er. Við hlökkum til ókominna stunda með afa í Gull- smáranum. Elsku amma, takk fyrir allar góð- ar stundir. Brynhildur yngri, Einar Már, Hulda Katrín og Þorbjörn Ingi. Elsku amma mín, þú varst svo fín og alltaf varstu flott til fara þú varst elskuð af öllum og þá sérstaklega afa ég man þegar þú söngst fyrir mig fag- ur fiskur í sjó og sú minning mun ávallt hvíla hjá mér í ró amma mín, nú er tími til að fara og guð munt þú hjá þér hafa. Þitt barnabarn Alexander Baldvin. „Allra daga kemur kvöld“. Já kvöldið var komið hjá minni góðu vinkonu, er hún sofnaði hér í heimi í hinsta sinni, laus úr viðjum þeirra veikinda sem hafa þjakað hana und- anfarin ár. Góður vinur er gulli betri. Vinátta er yndisleg þegar hún er gefin af heilum hug og ánægju. Vináttan er afl, bönd sem við bindum. Vinátta gleymist ekki. Bros vináttunnar gef- ur hverjum degi líf. Vinátta okkar Brynhildar, eða Lillu vinkonu eins og ég kallaði hana alltaf, hefur staðið frá því við vorum litlar stelpur. Stutt var á milli heimila okkar við Gránufélagsgötu á Akureyri. Oft var hlaupið á milli til að spjalla eða fara í hina ýmsu leiki. Alltaf vorum við samferða í skólann og sátum saman alla okkar skólatíð. Ung hitti Brynhildur fallegan og góðan pilt, hann Sigtrygg, sem seinna varð hennar lífsförunautur. Hann reyndist henni vel og aðdáun- arvert var hversu vel hann annaðist hana í veikindum hennar síðustu ár- in. Þau eignuðust fjögur börn sem öll hafa komist vel til manns og stofnað sín heimili. Nú í júní eru 60 ár frá því að þessi góðu hjón gengu í hjóna- band. Þau hafa alla tíð verið mjög nátengd hvort öðru og varla nefndi maður svo annað að nafn hins fylgdi ekki með. Mikill samgangur hefur ætíð verið á milli okkar Lillu vinkonu og mennirnir okkar góðir vinir. Margar góðar stundir höfum við hjónin átt á þeirra fallega heimili og ekki má gleyma öllum ferðunum sem við höfum farið saman. Lengi var föst venja að fara í veiðitúra í Vopna- fjörð þar sem við sáum um elda- mennsku við mjög svo frumstæðar aðstæður. Þá þekktust ekki þessi fínu veiðihús sem alls staðar eru í dag. Oft minntumst við þessara ferða með kátínu. Margar góðar ferðir fórum við innanlands að ógleymdum öllum siglingunum. Allt voru þetta yndislegar ferðir sem lifa í minningunni. Brynhildur vinkona mín gekk til liðs við Oddfellowregl- una árið 1969. Var hún alltaf boðin og búin til starfa innan Reglunnar og mat hana mikils. Við hjónin þökkum yndislega vin- áttu við Lillu. Við óskum þér, elsku Sigtryggur, börnum þínum og fjöl- skyldum blessunar Guðs á erfiðum stundum. Á kveðjustund við lífsins leiðaskil er litið yfir gengnar ævislóðir. Og þó að ríki hryggð og harmaspil er hlýtt og bjart við minninganna glóðir. (Þorfinnur Jónsson.) Jóhanna María Pálmadóttir Brynhildur Eggertsdóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.