Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 IÞ, Mbl IÞ, Mbl EB, FblEB, Fbl 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Dúfurnar (Nýja sviðið) Fim 3/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið ) Þri 1/6 kl. 20:00 aukas Mið 9/6 kl. 20:00 aukas Lau 19/6 kl. 20:00 Ný aukas Mið 2/6 kl. 20:00 k.5. Sun 13/6 kl. 20:00 aukas Sun 20/6 kl. 20:00 Ný aukas Sun 6/6 kl. 20:00 k.6. Þri 15/6 kl. 20:00 aukas Þri 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 18/6 kl. 20:00 aukas Í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Rómeó og Júlía – magnaðir leikhústöfrar ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Fíasól (Kúlan) Lau 12/6 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Lau 12/6 kl. 15:00 Sun 5/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Haustsýningar komnar í sölu! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Haustsýningar komnar í sölu! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fim 3/6 kl. 19:00 Aukas. Lau 5/6 kl. 19:00 Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 4/6 kl. 19:00 Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas. Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00 Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn) Fim 3/6 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan) Fim 3/6 kl. 17:00 á frönsku Lau 5/6 kl. 15:00 Sun 6/6 kl. 15:00 Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 13:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Rokk (Kassinn) Fim 10/6 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugasýning ársins! Leikkonan Cynthia Nixon, sem er væntanleg á bíótjöld landsmanna í næstu viku í Sex and the City 2, sagði í viðtali við tímaritið People í síðustu viku að hún ætlaði sér alls ekki að breytast í brúð- arskrímsli (bridezilla) þegar hún gengur að eiga unnustu sína, Christine Marinoni. Parið hefur verið saman frá því að Nixon skildi að skiptum við ljósmyndarann Danny Mozes árið 2004, og hafa verið trúlofaðar í rúmt ár. „Ég nýt þess mjög að vera trúlofuð,“ sagði leikkonan. „Og það skiptir mig ekki máli þótt þetta verði löng trúlof- un, en það lítur allt út fyrir að hún verði það.“ Nixon og Marinoni vonast til þess að geta gengið í hjónaband í New York, en þar er hjónaband samkynhneigðra enn ólöglegt. Nixon segir tvennt vera í stöðunni, annars vegar að berjast eins og þær geti fyrir því að það verði lögleitt og hins vegar að skoða aðra kosti í stöðunni. Nixon á tvö börn með Mozes, en hún og Marinoni kynntust einmitt í gegnum sameiginlegan áhuga þeirra á bættu skólastarfi í ríkis- reknum skólum. Hún sagði nýlega í viðtali við The Advocate að hún væri mjög glöð með það að börnin, sem eru 13 og 7 ára, hefðu nýlega farið að kalla Marinoni mömmu líka. „Kannski er ég bara heppin, en Christine er frábær með börnin okkar - og þau eru börnin okkar.“ Trúlofaðar Christine Marinoni og Cynthia Nixon vilja geta gift sig í New York. Ekkert „brúðarskrímsli“ Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nýja tónlist og vilja ekki láta út- varpsstöðvar mata sig á svokallaðri formúlutónlist ættu að heimsækja vefsíðuna The Hype Machine. Síðan er sannkölluð gullkista fyrir tónlistaunnendur, sem endalaust er hægt að grúska í. Þar er nánast ógerningur að finna ekki eitthvað við sitt hæfi. Á The Hype Machine er auðvelt að uppgötva nýja tónlist og fylgjast með því sem er að gerast í tónlistarheim- inum. Á síðunni má finna fjöldann all- an af tónlistarumfjöllunum sem skrifaðar eru af fólki hvaðanæva úr heiminum. Notendum er svo gefinn kostur á að segja sínar skoðanir á skrifunum eða greina frá öðru sem þeim liggur á hjarta í athugasemd- um. Umfjallanirnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Flestar eru þó stór- skemmtilegar, enda skrifaðar af tón- listargúrúum og kemur efnið þeirra beint frá hjartanu. Þá er hægt að hlusta á og jafnvel ná í þau lög sem fjallað er um hverju sinni. Hægt að deila með vinum Síðan er vel skipulögð og tekur það meðalmanninn nánast engan tíma að læra inn á hana. Þegar leit hefst er hægt að fara nokkrar leiðir. Til að mynda er hægt að notast við sér- stakan leitarreit. Þar er flytjanda eða lagi slegið inn sem maður vill lesa sér til um eða hlusta á. Þá er einnig hægt að nýta þær flýtileiðir sem upphafssíðan býður upp á. Auðvelt er að komast inn á lista yfir nýjustu umfjallanirnar eða þær sem hafa átt mestum vin- sældum að fagna síðustu daga. Þá hefur síðan einnig að geyma ýmsar upplýsingar á borð við tón- leikahald og atburði á vegum The Hype Machine. Síðuna er sífellt verið að endurbæta og því verður gaman að fylgjast með henni á komandi mánuðum. Líkt og allar nútíma- vefsíður gerir The Hype Machine notendum sín- um kleift að deila inni- haldi síðunnar á sam- skiptavefi á borð við Facebook og Twitter. Þar gefst kjörið tæki- færi til að kynna vini og ættingja fyrir þeirri tónlist sem leitin skilaði. Tónlistaunnendur mega alls ekki láta hypem.com fram hjá sér fara. Þó er rétt að benda á að síðan er ekki ætluð þeim sem eru í mikilli tímaþröng því auðvelt er að ánetjast og gleyma sér tímunum saman í undursamlegum nýuppgötvuðum tónum. Gullkista fyrir tónlistarunnendur Kanye West Tónlist rapparans má finna á vefnum hypem.com. VEFSÍÐA VIKUNNAR» www.hypem.com Síðastliðinn föstudag voru fyrstu tónleikarnir í sumartónleikaröð 12 Tóna haldnir í versluninni við Skólavörðustíg. Þar tróð upp tón- listarmaðurinn Marc Francis, sem kallar sig Taperecorder, en hann hefur verið áberandi á tónlistarsen- unni í Brooklyn í New York. Taperecorder í 12 Tónum Taperecorder Tónlistarmaðurinn Marc Francis er þekktur listamaður í Brooklyn í New York. Morgunblaðið/Golli Stemning Það má láta fara vel um sig á gólfinu upp við smekkfullar geisladiskahillurnar. Forsetar Veggir verslunarinnar eru frumlega skreyttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.