Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 31
Menning 31 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Sprettur þá fram hliðarsjálf Nicks, töffarinn Francois Dillinger, harður nagli 37 » Laugardaginn 5. júní næst- komandi, verður haldið mál- þing í Þjóðmenningarhúsi um sjálfsmynd og ímynd Reykjavíkurborgar. Mál- þingið er haldið á vegum ReykjavíkurAkademíunnar og INOR. Þar munu sagn- fræðingar, arkítektar og grafískir hönnuðir stíga á svið og í bland við hefð- bundna fyrirlestra verður dagskráin brotin upp með tónlist og myndgerningum. Mál- þingið ber yfirskriftina Horft á Reykjavík, en nánari dagskrá þess verður tilkynnt síðar. Heimasíða ReykjavíkurAkademíunnar er www.akademia.is. Málþing Sjálfsmynd og ímynd Reykjavíkur Reykjavík Út er komin skvísuskruddan Makalaus, eftir gellublogg- arann Þorbjörgu Marinós- dóttur. Skvísuskrudda er ís- lensk þýðing á chick-lit, en að sögn höfundar er þetta fyrsta íslenska bókin sem fellur í það bókmenntaform. Aðalsögu- hetjan er ung og einhleyp stúlka í Reykjavík og vinkonur hennar en viðfangsefnið er líf einhleypingsins og stefnumótamenning landans. Bókin er í dagbókarformi og hefst hver færsla á Facebook-stöðu söguhetjunnar. Aftast í bókinni má finna uppskriftir að t.d. þeim kokteilum og andlitsmöskum sem koma við sögu í bókinni. JPV gefur út. Bækur Skvísuskruddan Makalaus Bókakápan Nú hefur dómnefnd valið 7 lög sem munu keppa til úrslita í Sjómannalagakeppni Rásar 2 og Hátíðar hafsins árið 2010. Næstu viku, 31. maí-4. júní, verða lögin sjö spiluð frá morgni til kvölds á Rás 2 og einnig verður hægt að hlusta á lögin á vefnum, ruv.is/ poppland. Á vefnum geta hlust- endur síðan kosið sitt uppá- haldslag, en kosningin stendur til kl. 15 hinn 4. júní. Sagt verður frá úrslitum í þættinum Popp- landi og verður sigurlagið flutt á Hátíð hafsins í Grandagarði. Sigurvegarar fyrri ára eru Skapti Ólafs og Sniglabandið, Raggi Bjarna og Ljótu hálfvitarnir. Tónlist Sjómannalaga- keppni Rásar 2 Fiskibátur Fyrirtækið Polaroid var tekið til gjaldþrotaskipta í desember árið 2008 eftir að hafa farið illa út úr vafa- sömum fjár- málagjörningum móðurfyrirtækis síns. Í febrúar á sama ári hafði það tilkynnt að framleiðslu á hinni klassísku Polaroid-myndavél yrði hætt vegna gríðarlegra vinsælda stafrænna myndavéla sem höfðu gjörsamlega yfirtekið markaðinn. Þegar fyrirtækið fór á höfuðið fengu skiptastjórar yfirráð yfir ljós- myndasafni þess sem geymt var í vöruskemmu í Massachusetts, en um 1200 myndir úr safninu munu verða til sýnis hjá Sotheby?s frá og með mánaðamótum og verða síðan boðnar upp 20. og 21. júní næst- komandi. Meðal þeirra verka sem verða til sýnis og sölu, eru myndir eftir lista- mennina Ansel Adams, David Hockney og Walker Evans. Nokkr- ar deilur hafa verið um eignaréttinn á safninu og vilja einhverjir ljós- myndarar meina að Polaroid- fyrirtækið hafi alls ekki átt mynd- irnar, en þar sem engum þeirra hef- ur tekist að sýna fram á það hyggst uppboðshaldarinn Sotheby?s halda fast við áætlanir sínar um að setja myndirnar á uppboð. Safnið er metið á að minnsta kosti 12 milljónir bandaríkjadoll- ara. Polaroid á uppboði Sotheby?s selur safn Polaroid fyrirtækisins Ljósmyndari Ansel Adams. Kammerhópurinn Nordic Affect var stofn- aður árið 2005 með það að markmiði að miðla ríkidæmi tónlistar 17. og 18. aldar og flytja samtímatónlist. Meðlimir hópsins eiga allir að baki nám í sagnfræðilegum hljóð- færaflutningi og koma reglulega fram víða um Evrópu. Nordic Affect hefur meðal annars hljóðritað fyrir Ríkisútvarpið og Samband evrópskra útvarpsstöðva. Meðal verkefna næstu mánaða eru tónleikar á Barokktónlist- arhátíðinni í Vantaa í Finnlandi og útgáfa á nýjum geisladiski með verkum eftir Abel. Guðni Tómasson er listsagnfræðingur og dagskrárgerðarmaður á Rás 1 þar sem hann starfar við þáttinn Víðsjá, auk þess að hafa umsjón með ýmsum dagskrárliðum rás- arinnar. Hann hefur ritað og fjallað um menn- ingu og listir á Íslandi á undanförnum árum. Kammerhópur og listsagnfræðingur Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is ?Við leitum í ýmsar áttir í þessari dagskrá þar sem við tengjum saman tíðarandann á Íslandi á 18. öld og evr- ópska tónlist frá sama tíma,? segir Guðni Tómasson, sagnfræðingur og útvarpsmaður, sem kemur fram með kammerhópnum Nordic Affect í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 2. júní klukkan 20. Dagskráin ber yfir- skriftina Frá hliðum helvítis til hirða Evrópu ? tónlist og bókmenntir 18. aldar. Nordic Affect sér um tónlistar- flutning og flytur meðal annnars verk eftir Corelli, Scar- latti og Telemann. Flytjendur eru Halla Steinunn Stef- ánsdóttir, Georgia Browne, Hanna Loftsdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir og Guðrún Óskarsdóttir. Guðni les texta úr verkum frá 18. öld, sem þekkt voru hér á landi, bæði frumsömdum og þýddum. Leitað í ýmsar áttir ?Við höfum leitað í ýmsar áttir,? segir Guðni. ?Ég mun til dæmis lesa úr Vídalínspostillu en á þessum tíma var víða í bæjum landsins lesið upp úr henni í viku hverri. Ég les líka upp úr Ferðabók Eggerts og Bjarna og brot úr kennslubók fyrir yfirsetukonur sem var þýdd á íslensku á þessum tíma. Á einum stað er farið í Alþingisbækur og hugað að sakamannalýsingum. Þar eru lögmenn að lýsa eftir brotthlaupnum sakamönnum og lýsingarnar á þeim standast samanburð á mannlýsingum í Íslendingasög- um. Einn texti hefur vakið sérstaka athygli mína, sem er Eftirmæli 18. aldar eftir Magnús Stephensen. Magnús leggur, upp úr aldamótunum 1800, mat á það hvernig 18. öldin var. Hann er með eigin framfaramælikvarða á það hvort landsins synir hafi tekið andlegum þroska og svar hans er jákvætt. Á Íslandi voru menn hægt og rólega að safna fróðleik og þekkingu til að átta sig á því í hvernig heimi þeir lifðu. Í þessari dagskrá sem við flytjum í Þjóð- menningarhúsinu er verið að fanga ákveðna hugsun sem var í gangi hér á landi á 18. öld um leið og evrópsk tón- skáld eru að semja tónlist sína. Við erum að búa til teng- ingar þarna á milli en leyfum um leið hlustendum að lesa í þær og skynja á eigin hátt.? Hugsun og tónlist L50098 Tíðarandi á Íslandi á 18. öld og evrópsk tónlist L50098 Kammerhópurinn Nordic Af- fect og Guðni Tómasson í Þjóðmenningarhúsinu L50098 Verið að fanga ákveðna hugsun Morgunblaðið/Jón Svavarsson Guðni Tómasson ?Í þessari dagskrá er verið að fanga ákveðna hugsun sem var í gangi hér á landi á 18. öld um leið og evrópsk tónskáld eru að semja tónlist sína.? U nnar Örn hefur markað sér sérstöðu meðal ís- lenskra myndlistar- manna. List hans felst ekki í því að skapa nýja hluti, ekki beint, heldur í því að vinna með fundna muni. Engu að síður er hver sýning sköpunarverk listamannsins nýr heimur. Unnar sýnir í súlnasalnum á jarð- hæðinni í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, salnum sem er eins konar prófraun á alla þá sem þar sýna og listamenn hafa umbylt á ýmsa vegu. Nú er búið að loka fyrir hefðbundna inngönguleið og opna þess í stað dyrnar innan úr portinu, þannig að gengið er inn aftarlega í salnum. Þetta er ágætt trix sem stöku sinnum er notað og brýtur upp hefðbundinn rúntinn í salnum. Þegar inn er komið mætir manni risastórt bómullartjald sem undir- strikar sviðsmyndaeiginleika sýn- ingarinnar og minnir rækilega á að öll framsetning er einhvers konar tilbúningur, sköpun, oft ímyndar- sköpun. Ég er ekki viss um að tjaldið sé sýningunni nauðsynlegt, að mínu mati komast skilaboð Unnars og áminning um að hvað miklu leyti framsetning veruleikans er háð stað og stund, vel til skila án þess. Viðfangsefni Unnars er söfn, hvers konar söfn í rauninni, einka- söfn, opinber söfn og ímyndar- sköpun sú sem stöðugt á sér stað á öllum tímum. Unnar fetar í fótspor góðra manna í list sinni. Afi allra þeirra listamanna sem gera fram- setningu listarinnar að þema í verk- um sínum er líklega Marcel Duc- hamp, en yndislegur arftaki hans var nafni hans, fallegi Belginn Mar- cel Broodthaers sem breytti hluta heimilis síns í Brussel í ímyndað listasafn, Musée d?Art Moderne, Département des Aigles á heimili sínu í Brussel. Í Broodthaers mætt- ust brjáluð rómantík nítjándu ald- arinnar og áhrif pop-listar þeirrar tuttugustu á einstakan hátt og áhrif hans eru víðtæk. Broodthaers felldi alla list sína inn í þennan ímyndaða ramma, og í list Unnars má sjá svip- aða tilhneigingu, þar sem hver sýn- ing eins og tekur við af annarri eins og hluti af stærri heild. Á sýninguna í Hafnarhúsinu velur Unnar muni af aðdáunarverðri kost- gæfni, þar sem sjónrænir þættir eiga í góðu samspili við innihald. Stólar úr gömlu setti frá RÚV, sér- smíðaðir sýningarkassar af hendi Sveins Kjarval, módel af húsum sem aldrei voru byggð, íslenskur vefn- aður og einkasafn ljósmynda, allt þetta er rammað inn af tveimur heimssýningum, þeirri fyrstu sem Ísland tók þátt í árið 1939 og heims- sýningunni í ár í Shanghai. Í öllum þessum munum birtist sterkur tíð- arandi og breytt viðhorf koma sér- staklega vel fram í kvikmyndum frá heimssýningunum tveimur. Sýning Unnars er innihaldsrík og vönduð í alla staði, sýningarskrá er eigulegur bæklingur með úrvals textum, m.a. skemmtilegum kafla eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur um einkasöfn. Hér gengur allt upp, eng- ir lausir endar en kannski hefðu að ósekju mátt vera nokkrir slíkir. Sýn- ingin er engu að síður upplifun, eins og gengið sé inn í annan heim sem þó er okkar eigin, forvitnilegur, fal- legur og fróðlegur. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Í safni ófullkomleikans 1939-2010, Unnar Örn bbbbn Til 29. ágúst. Listasafn Reykjavíkur er opið alla daga frá kl. 10-17 og til kl. 22 á fimmtudögum. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR MYNDLIST Íslenskur veruleiki Morgunblaðið/Kristinn Sérstaða Frá sýningunni Safn ófullkomnleikans í Hafnarhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.