Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 40
Reuters Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Íslenska framlagið í Evróvisjón í ár, lagið „Je ne sais quoi“ eftir Heru Björk og Örlyg Smára, lenti í 19. sæti í úrslitakeppninni síðastliðið laugardagskvöld. Þetta var í 55. skiptið sem keppn- in er haldin og fór hún fram í Tele- nor-höllinni í Osló. Það var hin þýska Lena Mayer-Landrut sem bar sigur úr býtum með laginu „Sa- tellite,“ en þetta er í annað skiptið sem Þjóðverjar vinna keppnina. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, óskaði Lenu til hamingju með árangurinn og sagði hana vera góða fyrirmynd hins unga Þýska- lands. Úrslit keppninnar komu að mörgu leyti á óvart og gengu að sumu leyti þvert á spár bæði veð- banka og Evróvisjón-spekúlanta. Þannig hafði laginu frá Aserbaíd- sjan gjarnan verið spáð sigri, en lagið „Drip Drop“ náði aðeins fimmta sæti. Stigagjöfin þótti enn- fremur ekki eins fyrirsjáanleg og oft áður, og vilja margir meina að keppnin í ár gæti markað þáttaskil í Evróvisjón hvað varðar klíkuskap nágrannalanda sem hefur sett mark sitt á stigagjöfina hingað til. Var spáð betra gengi Bæði Hera Björk og Örlygur Smári sögðust hafa fundið mikinn meðbyr með íslenska laginu og var því almennt spáð 7.-9. sætinu í veð- bönkum. Það lenti í þriðja sæti í fyrri undankeppninni og á opinberri heimasíðu keppninnar fékk það 79% atkvæða í skoðanakönnun um hvaða land úr þeim riðli væri líklegast til að lenda í fyrsta sæti í úrslitunum. Á endanum fór það þó þannig að lagið fékk aðeins 41 stig á loka- kvöldinu, en til samanburðar þá fékk sigurlagið 246 stig. Þegar mbl.is náði sambandi við Heru Björk eftir keppnina á laugar- daginn, kunni hún engar skýringar á því hvers vegna laginu farnaðist ekki betur. „Það er voða erfitt að segja til um hvað er að gerast þarna, hvort þetta er pólitík eða hvort við höfum verið að ofmeta þetta,“ sagði söngkonan og bætti því við að það hefði ekki verið annað að heyra á salnum en að lagið og flutn- ing- urinn hefði fallið í góðan jarð- veg. Hera fórnarlamb öskunnar?  Hin 19 ára gamla Lena frá Þýskalandi sigraði Evróvisjón með laginu Satellite  Íslendingar fengu 41 stig í úrslitunum en urðu í þriðja sæti í undankeppninni Je ne sais quoi Heru Björk var vel fagnað í Telenor-höllinni enda var flutningur hennar óaðfinnanlegur. MÁNUDAGUR 31. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Smyglaði sér á sviðið 2. Andlát: Guðrún Elísa Ólafsdóttir 3. Besti flokkurinn í viðræðum 4. Sigur Besta flokksins »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Það var mikið um dýrðir á 55. Evró- visjón söngvakeppninni í Telenor- höllinni í Osló á laugardaginn. Þátt- takendur voru hver öðrum skraut- legri þegar þeir stigu á svið. »36 Reuters Litrík og fjölbreytt Evróvisjónatriði  Hera Björk og Örlygur Smári voru ekki þau einu sem áttu íslenskt lag sem hljómaði í Telenor-höllinni á laugardaginn. Lagið Glow, sem flutt var í hléinu af hljómsveitinni Madcon, er nefnilega eftir Norð- manninn Kim Ofstad og Íslendinginn Helga Má Hübner. Helgi hefur lengi búið í Noregi og starfar þar undir listamannsnafninu Hitesh Ceon. Annar Íslendingur í Evróvisjón  Bandaríski rithöfundurinn Christina Sunley er í heimsókn á Ís- landi um þessar mundir til að kynna bók sína Freyjuginningu, eða The Tricking of Freyja. Christina er af íslensk- um ættum og er sögu- svið bókarinnar Ísland og Íslendingaslóðir í Kanada. Hún mun kynna bókina í Þjóðmenning- arhúsinu kl. 16.30 í dag. Christina Sunley heimsækir Ísland Á þriðjudag Austan og norðaustan 5-10 m/s og dálítil væta S- og A-lands, en úrkomulít- ið annars staðar. Hiti 7 til 13 stig. Á miðvikudag Norðlæg átt og súld eða rigning á NA- og A-landi, en léttir til S- og V- lands. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast suðvestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 m/s við suðvesturströndina, annars hægari vind- ur. Dálítil væta á S- og V-landi þegar líður á daginn, en bjartviðri norðaustantil. VEÐUR Bjarki Gíslason og Sveinbjörg Zophoníasdóttir urðu Íslands- meistarar í tugþraut og sjö- þraut en Meistaramóti Íslands í þessum greinum lauk í gær. Móðir Svein- bjargar var fremsti kúluvarp- ari og kringlukast- ari landsins um ára- bil og hún á von á nýju spjóti frá föður sínum vegna árangurs hennar um helgina. »7 Meistari fær nýtt spjót frá pabba Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik leikur í fyrsta skipti í úr- slitakeppni stórmóts í desember á þessu ári. Liðið tryggði sér sæti í lokakeppni EM í Noregi og Danmörku með því að ná öðru sæti í undanriðl- inum. Austurríki vann leik liðanna, 26:23, en það nægði ís- lenska liðinu til að fara áfram. » 4-5 Sögulegur áfangi kvennalandsliðsins Björgvin Sigurbergsson og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu fyrsta stigamót sumarsins í golfi en því lauk í Vest- mannaeyjum í gær. Sagan endurtók sig svo sannarlega í Eyjum, Björgvin lenti þar öðru sinni í bráðabana gegn Kristjáni Þór Einarssyni og hafði bet- ur í þetta sinn. Sextándi teigurinn er oft sögulegur í Eyjum og var það líka í þetta skiptið. »3 Bráðabani og end- urtekið efni í Eyjum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari og Evróvisjónspekingur, hafði spáð því að Hera myndi verða í toppbaráttunni og var augljóslega undrandi á úrslitunum. „Eigum við að trúa því að Evrópa sé að refsa okkur fyrir eldgos og flugsam- göngur? Þetta var ekki sanngjarnt. Maður til dæmis les það úr Norðurlöndunum að þau séu bara í fýlu við okkur fyrir að hafa misst af flugvélunum sínum. Og Bretar láta okkur örugglega bara fara í taugarnar á sér útaf öllu, Ice- save, flugsamgöngum og bara öllum pakkanum.“ Hann sagði þó ekkert þýða að fara í fýlu og tók undir með Heru Björk að svona væri bara Evróvisjón. „Ég er stoltur af Heru og hún á að vera stolt af sér. Núna heldur lífið bara áfram.“ Vinaþjóðirnar (ösku)illar EVRÓVISJÓNSPEKÚLANTINN Lena Mayer- Landrut Páll Óskar Hjálmtýsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.