Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.2010, Blaðsíða 8
Eldur Slökkvilið Fljótsdalshéraðs réð niðurlögum eldsins í Fellabakaríi í gær. Eldur kviknaði í Fellabakaríi snemma í gærmorgun og var slökkvi- liðið á Egilsstöðum kallað út um sjö- leytið. Það náði fljótt tökum á eldinum og engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf tók um tvo klukku- tíma. Að sögn Baldurs Pálssonar slökkviliðsstjóra er talið að kviknað hafi í út frá einhverju rafmagnstæki á efri hæð hússins, þar sem eru kaffi- stofa og skrifstofa, mögulega frá kaffivél, en annars eru eldsupptökin í nánari rannsókn. Er húsið mikið brunnið á efri hæð- inni. Þar brann flest sem brunnið gat og logaði um tíma upp úr fjórum þak- gluggum sem eru á skrifstofuhlutan- um. Aðrar skemmdir af völdum elds voru litlar, nema gólfið á efri hæðinni. Ekki komst eldur í vinnslusal bak- arísins, þar sem eldvarnarveggur milli efri hæðarinnar og salarins hélt. Kaffivélin í bak- arínu undir grun Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MAÍ 2010 Skordýr í Elliða- árdal Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar skordýrafræðings, þriðjudags- kvöldið 1. júní kl. 19.30. Gengið verður um dalinn og hugað að þeim smádýrum sem þar búa. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 05 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. Jón Gnarr sagðist í sjónvarpinuhafa stofnað Besta flokkinn af því að stjórnmálin hafi orðið leiðinlegri og leiðinlegri á síðustu árum.     Menn flyttu sömu frasana oglanghundana og hann héldi ekki þræði nema örstutta stund.     Var þetta fram-bærilegt? Var þetta boðlegt?     Dagur B. Egg-ertsson sat við hliðina á hon- um. Skömmu síð- ar kom Jóhanna Sigurðardóttir í settið.     Skýringar Gnarr eru líklega skot-heldari en virtust í fyrstu.     En dugir þetta sem skýring á fylgi-shruni stjórnarflokkanna? Er það ekki eitthvað fleira sem fylgir leiðindunum sem er alla lifandi að drepa?     Hvað með Evrópusambands-vitleysuna?     Hvað með Icesave-harmleikinn?     Hvað með öll heilögustu málin semVinstri grænir hafa svikið iðrunarlaust?     Hvað með skjaldborgina?    Hvað með það sem æpir á alla aðformaður Samfylkingar fer með forystu í landinu án þess að veita hana?     Skýringarnar eru fleiri en leið-indin ein. En þau gera sitt. Jón Gnarr G(ott)narr Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 9 heiðskírt Egilsstaðir 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 13 léttskýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 12 skúrir Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 14 heiðskírt Lúxemborg 14 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 15 skýjað London 18 heiðskírt París 15 skúrir Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 15 þrumuveður Berlín 18 skýjað Vín 17 alskýjað Moskva 21 skýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 30 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 28 skýjað Winnipeg 11 skúrir Montreal 19 skýjað New York 27 heiðskírt Chicago 29 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 31. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:25 23:27 ÍSAFJÖRÐUR 2:45 24:17 SIGLUFJÖRÐUR 2:26 24:02 DJÚPIVOGUR 2:45 23:06 Fjölmargir heimsóttu Bílabúð Benna á laugardag, en verslunin hélt upp á 35 ára afmæli með fjöl- skylduskemmtun og frumsýningu á tveimur bílum frá Chevrolet og Porsche. Saga fyrirtækisins er rakin til ársins 1975 þegar stofnandinn, Benedikt Eyjólfsson, hóf viðgerðir á mótorhjólum við frumstæðar að- stæður í litlum skúr á Vagnhöfða 23. 1976 fékk fyrirtækið nafnið Vagnhjólið og starfsmenn voru fjórir. Fyrirtækið varð snemma brautryðjandi í jeppabreytingum og nafnið breyttist í Bílabúð Benna. Um það leyti hófst jafnframt inn- flutningur á varahlutum og skömmu síðar nýjum bílum. Núna er Bílabúð Benna umboðsaðili Chevrolet, SsangYong og Porsche á Íslandi. Benni vinsæll á 35 ára afmælinu Morgunblaðið/hag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.