Morgunblaðið - 14.06.2010, Side 2

Morgunblaðið - 14.06.2010, Side 2
Þegar hálfur þriðji mánuður er eftir af fiskveiðiárinu, en því lýkur 31. ágúst, er búið að veiða um 88% af afla- marki í þorski. Af karfa hafa verið veidd um 91% og um 90% af keilu. Afli er kominn yfir aflamark eða 102% í löngu, samkvæmt því sem fram kemur á vef Fiskistofu. Af ýsu og ufsa er landaður afli rúmlega 71% af afla- marki. 88% af afla- marki í þorski FISKVEIÐIÁRIÐ 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. www.noatun.is Grillveislur www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun Pantaðu veisluna þína á 999VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTIÁ MANN Grillveislur Nóatúns: Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafile Ein með öllu Þín samsetning Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mörg fiskvinnsluhús hafa lengur lok- að yfir hásumarið en þau hafa gert síðustu ár. Ástæðan er einkum minni kvóti í mörgum helstu tegundum og því verri kvótastaða heldur en und- anfarin ár. Nýtt fiskveiðiár byrjar 1. september. Sem dæmi um lengri lok- anir í ár má nefna fiskiðjuver Sam- herja á Dalvík og á Húsavík og Brim á Akureyri. Grandi grípur ekki til lokunar í sumar þó svo að úr minna hráefni verði úr að moða. Þar sem uppsjávartegundir eins og norsk-íslensk síld og makríll eru unnar verður hins vegar mikið um að vera í sumar. Á það einkum við svæðið frá Vopnafirði til Vest- mannaeyja. Landvinnsla Samherja á Dalvík og Húsavík verður lokuð í fimm vikur í sumar í stað þriggja vikna á síðasta ári. Um 170 manns vinna hjá fyr- irtækinu við fiskvinnslu á þessum stöðum og tekur starfsfólkið hefð- bundið sumarleyfi á tímabilinu frá miðjum júlí fram yfir miðjan ágúst. Gestur Geirsson, framkvæmda- stjóri landvinnslu Samherja, segir að ástæða lokunar í svo langan tíma sé einfaldlega erfið kvótastaða. „Kvótar í helstu tegundum hafa minnkað ár frá ári. Þorskkvótinn hefur aldrei verið jafn lítill og á þessu fiskveiðiári og eðlilega kemur það niður á vinnslunni í landi,“ segir Gestur. „Þó svo að lögð sé til aukning í þorskveiðum á næsta ári þá er ekki víst að hún komi í hlut hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja. Síðan er samdráttur í öðrum tegundum þann- ig að ég er ekkert sérlega bjartsýnn fyrir næsta ár.“ Hann segir að kaupendum erlend- is hafi verið tilkynnt um þessa lokun með góðum fyrirvara, en eðlilega snerti slík stöðvun viðskiptavini fyr- irtækisins. Getum ekki galdrað fisk í húsin Landvinnslu Brims á Akureyri verður lokað í á fjórðu viku í sumar, 15. júlí – 9. ágúst. Á síðasta sumri var ekki unnið í húsum fyrirtækisins í tvær vikur, en um 120 starfa í fisk- iðjuveri Brims. Guðmundur Krist- jánsson, forstjóri Brims, segir að fyrirtækið hafi síðustu vikur keypt heilfrystan Rússafisk til að halda starfseminni gangandi. Það skili fyr- irtækinu nánast engu, en starfsfólkið hafi þó vinnu á meðan. „Við getum ekki galdrað fisk í hús- in og fyrst við megum ekki veiða meira er ekkert annað að gera en að loka yfir hásumarið,“ segir Guð- mundur. „Aðstæður í sjávarútveg- inum hafa vægast sagt verið nið- urdrepandi síðustu ár. Kvóti hefur minnkað í nánast öllum helstu teg- undum og aukning sem Hafrann- sóknastofnun leggur nú til í þorski fer nánast öll í strandveiðar og aðra pólitíska sjóði. Rugla alla umræðu Það er eins og stjórnmálamenn telji að þeir geti skapað ný störf með úthlutun veiðiheimilda til nýrra að- ila, en staðreyndin er sú að einungis er verið að færa störf frá einum aðila til annars. Þess vegna meðal annars þurfum við að loka í lengri tíma í ár heldur en í fyrra.“ Guðmundur segir að strandveiðarnar rugli alla um- ræðu. Erlendir viðskiptavinir fagni eðlilega verðlækkun á mörkuðum samfara strandveiðunum, en það framboð standi aðeins í nokkra daga í mánuði yfir hásumarið. Útlend- ingar heimti hins vegar áfram lágt verð og skilji lítið í stjórnun fiskveiða á Íslandi. „Er það framtíð sjávarútvegs á Ís- landi að fleiri hundruð trillur fái að veiða fisk í fjóra daga í mánuði eins og reyndin varð núna í júní?“ spyr Guðmundur að lokum. Meiri sumarlokanir víða  Tilkynntar erlendum kaupendum með góðum fyrirvara  Aukning sem lögð er til í þorski fer nánast öll í strandveiðar og aðra pólitíska sjóði, segir forstjóri Brims Fiskvinnsla Starfsfólk í fiskiðjuverum er víða sent í sumarfrí á sama tíma vegna sumarlokana sem standa lengur í ár en í fyrra. Það er handagangur í öskjunni hjá þessum konum sem vinna á Grundarfirði. Morgunblaðið/RAX Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara var rekinn með 17,5 milljóna króna halla á síðasta ári, samkvæmt árs- reikningi sem stjórn sjóðsins gekk frá á dögunum. Árið áður var hagn- aður sjóðsins 11,5 milljónir króna. Innheimt er sérstakt gjald á allar innfluttar olíuvörur og er þeim fjár- munum ætlað að greiða fyrir flutn- ingskostnað olíufélaganna frá inn- flutningshöfn til næstu útsölustaða olíuvara. Gjaldið skilaði 353 milljón- um króna á síðasta ári en endur- greiddur kostnaður við flutninga ol- íufélaganna var um 365 milljónir króna. Sameiginlegur rekstrarkostnaður var upp á 7,8 milljónir króna. Þar af voru laun til stjórnarmanna tæpar fjórar milljónir króna. Fimm sitja í stjórn, þar af þrír frá olíufélögunum N1, Olís og Skeljungi, sem fara sam- eiginlega með eitt atkvæði í stjórn- inni á móti hinum tveimur. Annar þeirra er tilnefndur af efnahags- og viðskiptaráðherra og einn frá Neyt- endastofu. Gunnar G. Þorsteinsson stjórnar- formaður, tilnefndur af Neytenda- stofu, segir að sjóðinn beri að reka á núllinu. Stundum sé hann rekinn með lítilsháttar hagnaði og stundum með tapi. Verði einhver hagnaður sé honum eytt árið eftir. Samkvæmt upplýsingum frá olíu- félögunum ná framlög úr sjóðnum ekki að endurgreiða að fullu allan þann kostnað sem félögin bera af flutningi olíuvara frá innflutnings- höfn til útsölustaða. Í öllu falli grein- ir olíufélögin á um hvort nægjanlega mikið sé flutningsjafnað, fyrst sjóðn- um sé ætlað það hlutverk. Spurður um þetta segir Gunnar að sjóðurinn starfi eingöngu eftir sam- þykktum hans. Hluti af kostnaði fé- laganna sé vegna dreifingar olíunnar og þau beri þann kostnað. Sjóðnum sé aðeins ætlað að bera kostnað af flutningi frá innflutningshöfn að birgðastöð eða útsölustað. Varðandi liðinn stjórnarlaun, í ársreikningi, upp á tæpar fjórar milljónir króna, bendir Gunnar á að inni í þeirri tölu sé einnig annar rekstrarkostnaður sjóðsins. Sameig- inlegur rekstrarkostnaður er sem fyrr segir sagður 7,8 milljónir en samkvæmt ársreikningi kostaði end- urskoðun, bókhaldsvinna og „ýmis sérfræðiráðgjöf“ um 3,3 milljónir króna fyrir síðasta ár. Tap á flutningsjöfnunar- sjóði olíuvara í fyrra  Stjórnarlaun tæp- ar fjórar milljónir „Við getum ekki beðið endalaust. Afleiðingarnar eru uppsagnir sem þegar eru hafnar og halda áfram um næstu mánaðamót,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mann- virkjasviðs hjá Samtökum iðnaðar- ins. Hann segir bagalegt að fram- kvæmdir við Búðarhálsvirkjun og Suðurlandsveg tefjist. SI hafi fyrir löngu varað við erfiðri stöðu, en næsta lítið hafi gerst og þar með hafi möguleikar íslenskra fyrir- tækja minnkað til að taka þátt í uppbyggingunni. Framkvæmdir við fyrsta áfanga breikkunar Suðurlandsvegar frest- ast fram á sumar. Háfell ehf., sem var með þriðja lægsta tilboð í verkið, hefur kært niðurstöðuna. Telur Háfell að Vegagerðinni sé óheimilt að taka tilboði frá Véla- leigu AÞ. Verklok á Suðurlandsvegi væntanlega óbreytt Kærunefnd útboðsmála ákvað í síðustu viku að stöðva samnings- gerðina. Þar með seinkar upphafi framkvæmda þar til endanlega hefur verið skorið úr um efnisat- riði kærunnar. Að sögn vegamála- stjóra hefur seinkunin ekki áhrif á verklok, 30. september 2011.Vega- gerðin hefur sent kærunefndinni greinargerð vegna málsins. Kær- andi fær að gera athugasemdir áð- ur en endanlegur úrskurður fellur. Engar framkvæmdir verða við Búðarhálsvirkjun í sumar. Sam- kvæmt úrskurði kærunefndar út- boðsmála er Landsvirkjun skylt að bjóða verkið út að nýju á Evrópska efnahagssvæðinu. eyrun@mbl.is Getum ekki beðið endalaust Framkvæmdir við Suðurlandsveg tefjast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.