Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Nú getur þú tryggt þér síðustu
sætin í sólina til Alicante í júní á
hreint ótrúlegu verði.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér
flugsæti á frábærum kjörum.
í júní – frá kr. 59.980
Allra síðustu sætin
Alicante
Verð kr. 59.980
Netverð á mann. Flugsæti
báðar leiðir með sköttum
til Alicante. Aðeins örfá
sæti.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nokkuð virðist vera að rofa til hjá
fólki og fyrirtækjum í ferðaþjónustu
en blikur voru á lofti þegar flugsam-
göngur röskuðust af völdum eldgoss-
ins í Eyjafjallajökli í vor. Einnig hef-
ur hestaflensan víða sett strik í
reikning. Landsmóti hestamanna á
Vindheimamelum í Skagafirði hefur
verið aflýst en þar í héraði róa ferða-
þjónustuaðilar á ný mið og bjarga
því sem bjargað verður með því
móti. Ljóst er þó að margir munu
ekki rífa vænan fisk úr roði í ár.
„Til lengri tíma litið virðast
áhrif eldgosanna á ferðaþjónustuna
ekki ætla að verða mikil. Þar kemur
til það markaðsátak sem íslensk
stjórnvöld efndu til og virðist þegar
vera farið að skila árangri,“ segir
Friðrik Pálsson sem á og rekur Hót-
el Rangá, auk þess að vera með hót-
elrekstur við Hrauneyjar og í Skóg-
um undir Eyjafjöllum.
Markaðsátak breytt miklu
„Að undanförnu hefur verið ró-
legt í bókunum hjá okkur. Hvað
varðar síðari hluta sumars virðist
hins vegar sem sé að rofa til. Mark-
aðsátakið hefur breytt miklu og tek-
ist hefur að leiðrétta misskilning um
að landið væri á kafi í ösku. Fyrir
fólk sem vill öruggar ferðir skiptir
slíkt miklu en á hinn bóginn hafa
gosin eflt svonefnda ævintýraferða-
mennsku. Hvað varðar hestaflens-
una tel ég að áhrif hennar verði fyrst
og fremst bundin við hestaleigur,
sýningahald og þvíumlíkt en hafi
minni áhrif á öðrum sviðum ferða-
þjónustu,“ segir Friðrik Pálsson.
„Við ætlum að standa élið af
okkur,“ segir Rósa María Vésteins-
dóttir sem með fjölskyldu sinni
starfrækir ferðaþjónustu á Hofs-
stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar
á bæ líkt og annarsstaðar í Skaga-
firði var reiknað með miklum fjölda
ferðamanna á Landsmót hesta-
manna á Vindheimamelum í júlíbyrj-
un, en sem kunnugt er var mótshald-
ið blásið af vegna hestaflensunnar.
Skagfirðingar spyrna við
Rósa segir að þetta muni vænt-
anlega hafa í fjör með sér að færri
innlendir ferðamenn komi norður þá
daga sem mótið var á dagskrá. Er-
lendir ferðamenn eigi óhægara með
að breyta sínum plönum eða fá flug
endurgreidd og megi því gera ráð
fyrir að margir þeirra komi til lands-
ins þrátt fyrir frestun mótsins. Verði
því reynt að koma til móts við þá sem
hægt er, svo sem með kynbótasýn-
ingum á Vindheimamelum og fleiri
hestatengdum uppákomum. Þá hafi
Sveitarfélagið Skagafjörður og
ferðaþjónusta í héraðinu hrundið af
stað markaðsátaki þar sem reynt sé
að höfða til almennra ferðamanna.
„Ég er bjartsýn á að þetta skili
okkur árangri. Eins og staðan er
núna gera stöku ferðaþjónustuaðilar
ráð fyrir allt að 50% samdrætti sem
ég trúi að verði alls ekki raunin.“
„Þetta ætlar að sleppa vel,“ seg-
ir Hjalti Gunnarsson á Kjóastöðum í
Biskupstungum. Hann hefur starfað
fyrir Íshesta í áraraðir og verið með
hestaferðir yfir Kjöl. Hann fór í
skemmri ferð um helgina og segir
allt hafa gengið vel. „Það var hnútur
í mér. Hrosin voru á einhverjum
tímapunkti með flensueinkenni sem
nú virðast úr sögunni,“ segir Hjalti
sem ætlar að leggja upp í fyrstu ferð
sumarsins yfir Kjöl um næstu helgi.
Aðstæður á Kili segir hann ákjósan-
legar og reiðfæri gott.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Á fjöllum Hestakonur á Hrunamannaafrétti um helgina hvar farið var um undir stjórn Hjalta Gunnarssonar.
Standa af sér élið
Ferðaþjónustan að hressast við eftir áföll vegna eldgossins
Markaðsátak megnar mikið og Skagfirðingarnir í sókn
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Starfshópur hjá Reykjavíkurborg
vinnur nú að endurskoðun á rekstri
mötuneyta í leik- og grunnskólum
borgarinnar. Tillaga hópsins er að
samræma matseðla mötuneyta með
því að útvega þeim hráefni daglega
sem eldhússtarfsmenn hafa frjálsar
hendur með að elda úr.
„Þetta verkefni er ótrúlega
spennandi. Það mun hins vegar mæta
einhverri andstöðu því það eru valdir
ákveðnir dagar fyrir ákveðið hráefni.
Það er verið að setja niður daga fyrir
fisk- og kjötmáltíðir til að ná sem
hagstæðustu verði og aukinni skil-
virkni,“ segir Jóhanna Eyrún Torfa-
dóttir, formaður starfshópsins.
Mötuneyti leik- og grunnskóla
Reykjavíkurborgar hafa sætt gagn-
rýni en í sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins birtist umfjöllun um þrjár
konur sem hafa beitt sér í baráttunni
fyrir bættu mataræði í skólum borg-
arinnar. Jóhanna segir greinilegt að
matseðill mötuneytanna hafi dalað en
telur tillögu starfshóps síns vera
breytingu til batnaðar hvað varðar
gæði og næringarinnihald matvæla.
„Það verður reynt að fara í útboð
til að athuga hvaða fyrirtæki vill
bjóða í þetta en þá höfum við mjög
miklar gæðakröfur. Sem dæmi má
nefna að ef við ætlum að fá fiskbollur
verður birgirinn að hafa 70% fisk í
þeim, saltmagnið verður að vera
mjög lítið o.s.frv. Þannig höfum við
kost á að samræma gæðakröfur á
milli skóla,“ segir Jóhanna en bætir
við að þetta sé að vissu leyti við-
kvæmt mál því ekki megi setja starfs-
fólki mötuneyta of þröngar skorður.
„Eldhúsin upplifa þetta stundum
á þann veg að við séum að ráðskast of
mikið með þau, svo við reynum að
vinna þetta í samráði við kokka og
skólastjórnendur. Hins vegar verður
líka að endurskoða umgjörð mötu-
neyta, þ.e. mannafla, aðbúnað og tím-
ann sem börnin fá til að borða mat-
inn.“
Gæðakröfur
samræmdar í
mötuneytum
Starfshópur skoðar skólamötuneyti
Morgunblaðið/Golli
Grunnskólabörn Jóhanna Eyrún
vonar að verkefnið heppnist vel.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir verkefnastjóri næringar hjá Lýðheilsustöð
fagnar umræðu um mötuneyti skólanna. „Síðastliðin fimm ár höfum við
unnið að verkefni í samstarfi við sveitarfélögin til að stuðla að bættu
mataræði í leik- og grunnskólamötuneytum. Við höfum gefið út leiðbein-
ingar fyrir mötuneytin og í tengslum við það var boðið upp á námskeið
fyrir starfsfólk skólamötuneyta. Það hafa verið gerðar kannanir til að
fylgjast með matarframboði og það hefur ýmislegt áunnist á þessum
fimm árum þó margt megi betur fara, það má alltaf gera betur,“ segir
Hólmfríður sem kveður mikilvægt að gera greinarmun á unnum kjötvör-
um og forelduðum mat úr kjöti eða fiski sem getur verið ágætis matur.
„Miðað við matseðla nú á vormisseri er ýmislegt sem bendir til að bæta
megi matinn í sumum skólum borgarinnar þó erfitt sé að meta gæði mat-
arins frá nöfnum rétta á matseðli. Það er mjög mismunandi eftir sveit-
arfélögum og jafnvel innan sveitarfélaga hvernig þessu er háttað. Það er
víða verið að gera góða hluti,“ segir hún og tekur fram að Lýðheilsustöð
sé ekki eftirlitsaðili en fái vísbendingar um hvernig málum er háttað.
Stuðla að bættu mataræði
VERKEFNASTJÓRI HJÁ LÝÐHEILSUSTÖЄVið sjáum fram á fjölgun,“ seg-
ir Hörður Sigurbjarnarson hjá
Norðursiglingu á Húsavík. Hann
þakkar þetta réttri markaðs-
setningu. Í fyrra hafi 40-50 þús-
und manns farið í hvalaskoðun
frá Húsavík. Hafi aukningin ver-
ið nær 20% milli ára.
Farþegunum
fjölgar enn
HVALASKOÐUN Á HÚSAVÍK
Vegna efnahagsþrenginga mun
sjóður stjórnvalda til styrktar
smáum eyríkjum styrkja færri
verkefni en upphaflega stóð til.
Eyjaverkefnið svokallaða var
kynnt á fundi Sameinuðu þjóðanna
í New York og var upphaflega
áætlað að heildarframlag sjóðsins
næmi sex milljónum Bandaríkja-
dala sem dreifast átti á þrjú ár.
Í svari utanríkisráðuneytisins
við fyrirspurn Morgunblaðsins
segir að á síðasta ári hafi í fyrsta
sinn verið tekin ákvörðun um
stuðning til verkefna sem falla
undir sjóðinn. Um var að ræða
fjögur verkefni í þremur löndum:
Marshalleyjum, Barbados og tvö í
Belize.Ákvörðun síðasta árs hljóð-
aði samtals upp á um 72 milljónir
króna, sem koma til greiðslu á ár-
unum 2009 og 2010.
Í ár reiknar utanríkisráðuneytið
með allt að 75 milljónum króna í
sjóðinn, annars vegar til að klára
skuldbindingar síðasta árs og hins
vegar vegna nýrra styrkja á þessu
ári.
Markmiðið að stuðla
að sjálfbærri þróun
Markmið sjóðsins er m.a. að
stuðla að sjálfbærri þróun í smáum
eyþróunarríkjum, berjast gegn fá-
tækt, stuðla að sjálfbærri nýtingu
náttúruauðlinda og vinna að fram-
gangi jafnréttismála.
hlynurorri@mbl.is
Færri smáeyja-
verkefni styrkt
vegna þrenginga
Fjögur verkefni
í þremur löndum
Uppsveifla var í
rjúpnastofn-
inum á Norður-
og Austurlandi
þriðja árið í röð
og annað árið í
röð á Vest-
fjörðum. Sam-
andregið var
aukningin á þessum svæðum að
meðaltali um 29%.
Rjúpnatalningar Náttúru-
fræðistofnunar Íslands nú í vor
sýna að landið skiptist í tvo hluta
með tilliti til stofnbreytinga rjúp-
unnar. Rjúpnastofninn á Suður-,
Suðvestur- og Vesturlandi hefur
síðustu ár hagað sér á annan máta
og þar hefur verið fækkun allt frá
2005 ef undan er skilið árið 2009.
Samandregið fyrir öll talninga-
svæði í þessum landshlutum var
meðalfækkun 39% á milli áranna
2009 og 2010. Mat á veiðiþoli
rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í
ágúst í kjölfar mælinga á varp-
árangri rjúpna, afföllum 2009/2010
og veiði 2009.
Rjúpu fjölgar
enn á Norður-
og Austurlandi