Morgunblaðið - 14.06.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 14.06.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Tilboð grínistanna alkunnu JónsGnarrs Kristinssonar og Dags B. Eggertssonar til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er óljóst um margt. Það er eðlilegt því að menn eiga ekki að hlæja að brönd- urunum fyrr en í blá-endann.     En grínlaustverður málið óneitanlega dá- lítið skrítið.     Brandarakall-arnir tveir semja málefnaskrá í eins gamaldags pólitísku pukri og hægt er að hugsa sér.     Svo fóru þeir upp á blokkarþak íBreiðholti og töluðu þar tungum.     Síðan hafa þeir samband viðHönnu Birnu og spyrja hvort hún vilji ekki halda uppi aga á borgarstjórnarfundum og gefa gestum og gangandi í glas í Höfða.     Um stefnu og málefni muni þeirgóðu gleðigjafar ekki tala við hana. En þeir séu að öðru leyti eins og þær tvær úr Tungunum „til í hvað sem er.“     Ástæða ætti að vera til að ætlaað Hanna Birna sé ekki til í hvað sem er.     Þótt Samfylkingin sé klofin uppað herðablöðum eftir kosning- arnar hlýtur fráfarandi borgar- stjóri í Reykjavík hugsanlega að ætla sér annað hlutverk og meira en að koma mönnum á herðablöð- unum út úr Höfða sem verktaki fyrir vinstri menn.     En að öðru leyti er best aðbrandarinn taki enda svo menn geti byrjað að hlæja. Höfði Ekki hlæja strax Veður víða um heim 12.6., kl. 09.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 5 léttskýjað Egilsstaðir 6 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 8 alskýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 8 alskýjað Ósló 11 skúrir Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 13 þoka Lúxemborg 15 skýjað Brussel 14 skýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 11 heiðskírt London 13 skýjað París 16 skúrir Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 14 léttskýjað Berlín 16 léttskýjað Vín 25 léttskýjað Moskva 24 heiðskírt Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 20 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 15 alskýjað Montreal 17 alskýjað New York 16 heiðskírt Chicago 24 skýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 14. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:58 23:59 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:14 23:42 Sögur og sagnir í Elliðaárdal I Þriðjudagskvöldið 15. júní verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Stefáns Pálssonar, sagnfræðings. Dalurinn á sér merka sögu allt frá komu Ketilbjarnar gamla landnámsmanns. Gengið verður um og sagðar sögur. Mæting er kl. 19:30 við Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 50 28 1 06 /1 0 Athugið að efni dagsins getur riðlast af ýmsum ástæðum og er því bent á að nánari upplýsingar er að finna á vef Orkuveitunnar. Háskólinn á Akureyri brautskráði á laugardag 376 kandídata á há- skólahátíð sem haldin var í Íþrótta- höllinni. Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem brautskráð- ust eða 288 en karlar 88 eða um 25%. Margir meðal brautskráðra stunduðu fjarnám fyrir milligöngu háskólasetra og símenntunar- miðstöðva á 10 stöðum á landinu. Flestir komu frá Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Selfossi/Árborg og Ísa- firði. Þess má einnig geta að meðal brautskráðra kandídata voru kandí- datar frá Norður-Ameríku, Asíu, Afríku og Evrópu. Háskólaárið 2009-20010 stunduðu um 1.500 nemendur nám á þremur sviðum við Háskólann á Akureyri. Skipting kandídata eftir deildum er þannig að 76 brautskráðust frá heilbrigðisdeild, 214 af hug- og fé- lagsvísindadeild og 86 kandídat- anna komu úr viðskipta- og raun- vísindadeild. Íslenskur háskóli eða útibú? Stefán B. Sigurðsson rektor vék að umræðu um fækkun háskóla í ræðu sinni, en auk fjögurra rík- isháskóla eru einnig reknir hér á landi þrír einkaháskólar. „Margir hafa bent á að hjá stórum þjóðum er víða einn háskóli á milljón íbúa. Samkvæmt þeim mælikvarða ætt- um við ekki að hafa neinn háskóla hér, heldur einungis útibú frá ein- um af stóru háskólunum í ná- grannalöndum okkar,“ sagði rektor í ræðu sinni. Síðar sagði Stefán: „Ekki er minnsti vafi að Háskólinn á Ak- ureyri hefur skilað vel því hlutverki sem honum var ætlað. Hann hefur aukið menntunarstig landsbyggð- arinnar verulega á þeim tíma sem hann hefur starfað. Við könnun á hvaðan þeir nem- endur koma sem stunda nám við HA og hvert þeir fara til starfa að námi loknu hefur komið í ljós að um 80% nemenda skólans eiga lög- heimili utan suðvesturhornsins og um 70% brautskráðra fara til starfa á landsbyggðinni. Þetta sýn- ir okkur hversu mikilvægt er að tryggja áframhaldandi starfsemi Háskólans á Akureyri til fram- tíðar.“ aij@mbl.is Háskólahátíð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var viðstaddur brautskráningu frá Háskólanum á Akueyri á laugardag. Konur í miklum meirihluta frá HA  Aukið menntunarstig landsbyggðar Nýlokið er árlegri talningu díla- skarfsstofnsins. Þegar reglu- bundnar talningar hófust 1994 var stofninn á niðurleið, en frá 1995 hefur honum fjölgað að meðaltali um nálægt 4% á hverju ári. Hreiðrin eru nú alls 5250. Dílaskarfurinn lifir mest á mar- hnúti og er líklegt að fæðuskilyrði að vetrinum stjórni stofnstærðinni. Fjölgun dílaskarfs má túlka sem vísbendingu um gott ástand átu á grunnsævi þar sem botn er grýtt- ur. Á sama tíma er fækkun og lé- leg afkoma hjá lunda og kríu og fleiri fuglastofnum sem byggja á sandsíli. Háskólasetur Snæfellsness, rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands, hefur umsjón með talning- unni. Dílaskarfurinn er einn stærsti sjófuglinn hér við land og verpir nú á dögum eingöngu á skerjum og hólmum í Breiðafirði og Faxaflóa. Hann er staðfugl og vetrarstöðvarnar eru á grunnsævi (innan við 20 m dýpi) í kringum allt land. Talningar á dílaskarfs- hreiðrum eru gerðar árlega eftir loftmyndum sem teknar eru í maí. 5250 hreiður dílaskarfs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.