Morgunblaðið - 14.06.2010, Page 12
12 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Hætta er á því að skuldakreppa á
borð við þá sem gengið hefur yfir
Grikkland bresti á í Japan. Þetta
sagði Naoto Kan, forsætisráðherra
Japans, í sinni fyrstu stefnuræðu á
þinginu eftir að hann tók við embætti.
Naoto sagði að gegndarlaus skulda-
bréfaútgáfa hins opinbera og skulda-
söfnun samhliða henni fengi ekki
staðist til lengdar og myndi á end-
anum leiða til greiðslufalls ríkisins.
Skuldir japanska ríkisins nema
nú um 218% af landsframleiðslu og er
hlutfallið það hæsta sem þekkist
meðal þróaðra hagkerfa. Þrátt fyrir
mikla skuldasöfnun hefur japanska
ríkið getað fjármagnað sig býsna
auðveldlega gegnum tíðina. Hátt
sparnaðarhlutfall japanskra heimila
ásamt vilja þarlendra fjárfesta til
þess að kaupa ríkisskuldabréf, jafn-
vel þó að þau beri neikvæða raun-
vexti, hefur stuðlað að auðveldu að-
gengi hins opinbera að
lánsfjármagni.
Hinsvegar óttast margir að það
kunni að vera breytast og teikn hafa
verið á lofti um að japanskir spari-
fjáreigendur leiti í auknum mæli ann-
arra leiða til þess að ávaxta sitt jen.
Stórfelld skuldabréfaútgáfa stjórn-
valda í fyrirsjáanlegri framtíð kann
svo að leiða til þess að framboðið
verði mun meira en efirspurnin með
tilheyrandi hækkun á fjármagns-
kostnaði sem svo eykur á skulda-
vandann enn frekar.
Vegna vandans hefur Kan boðað
víðtækar umbætur á stjórn efna-
hagsmála og hefur meðal annars
mælt fyrir breytingum á skattkerf-
inu. Slíkar breytingar gætu hinsveg-
ar verið varasamar þar sem hagvöxt-
ur hefur verið lítill í Japan á
undanförnum árum.
Ástandið ekki svo slæmt
Þrátt fyrir miklar skuldir þá er
margt sem bendir til sterkrar stöðu
japanska hagkerfisins og dregur úr
líkum á mögulegu greiðsluþroti. Jap-
anir flytja út mun meira en þeir flytja
inn auk þess sem Japanir eru alþjóð-
legir lánardrottnar fremur en skuld-
arar. Við þetta bætist að jenið er al-
þjóðleg mynt og þar af leiðandi geta
stjórnvöld búið til verðbólgu með
peningaprentun og þar með saxað á
skuldir hins opinbera.
Varar við grísk-
um harmleik
Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, varaði við hættunni á
greiðslufalli ríkisins og skuldakreppu í fyrstu stefnuræðu sinni í
þinginu Hlutfall skulda ríkisins af landsframleiðslu nemur 218%
Skuldum vafðir
» Hlutfall opinberra skulda
af landsframleiðslu Japans er
218%.
» Hlutfall opinberra skulda
er hvergi hærra meðal þróaðra
hagkerfa heimsins.
» Stærstur hluti skulda jap-
anska ríkisins er í eigu þar-
lendra fjárfesta.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Engan skyldi undra að mikill sam-
dráttur hafi átt sér stað í veltu
tengdri bílasölu frá árinu 2007. Á
síðasta ári hafði veltan minnkað
um 60% á tveimur árum og nam
tæplega 31 milljarði. Þegar há-
punkti þenslunnar á árinu 2007
var náð nam veltan tæplega 78
milljörðum króna. Velta í sölu
vara- og fylgihluta í bíla hefur
einnig dregist mikið saman, en há-
mark veltunnar í þeim geira var
raunar árið 2006. Þeir sem standa
í rekstri bíla- og hjólabarðaverk-
stæða geta unað vel við sinn hlut,
því velta í þeim geira hefur minnk-
að lítillega frá árinu 2007 og stend-
ur raunar nánast í stað.
Sala notaðra bíla eykst
Samkvæmt vísitölu sem Bílgreina-
sambandið tekur saman hefur
velta í sölu á notuðum bílum aukist
um 40% frá hruni. Mikil veltu-
aukning í sölu notaðra bíla á sama
tíma og 60% heildarveltusamdrátt-
ur í bílasölu getur vart þýtt annað
en að sala nýrra bíla sé nánast
hrunin, en rekstrarerfiðleikar
margra bílaumboða bera þess aug-
ljós merki.
Hið rótgróna fyrirtæki Hekla,
sem stofnað var árið 1933, lenti í
fanginu á Nýja Kaupþingi í febr-
úar á síðasta ári og er þar enn.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að Erna Gísladóttur, fyrrverandi
eigandi B&L, hafi sýnt kaupum á
því fyrirtæki áhuga. Ennþá hefur
þó ekkert gerst í þeim málum.
Ingvar Helgason og B&L eru
komin í eina sæng og hafa gengið í
gegnum fjárhagslega endurskipu-
lagningu.
Bifreiðaumboðið Ræsir varð
gjaldþrota strax sumarið 2008, en
þá þegar hafði gengi krónunnar
lækkað talsvert. Ræsir var stofn-
aður árið 1942 og hafði lengst af
umboðið fyrir Mercedes Benz hér
á landi, en Askja, systurfélag
Heklu, tók við umboðinu árið 2004.
Gjaldþrot Ræsis nam 442 millj-
ónum króna, en um það bil 20%
náðist upp í kröfur sem lýst var í
þrotabúið.
Velta í bílasölu og tengdum greinum
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
í milljörðum króna
1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
Bílasala
Bíla- og hjólbarðaviðgerðir
Sala vara- og fylgihluta í bíla
Veltan í bílasölu ekki alveg horfin
Velta í bílasölu dregst saman um 60% frá árinu 2007 Veltan á markaðnum nam 31 milljarði í fyrra .
Velta í bílasölu
» Velta í bílasölu á árinu
2009 dróst saman um 60% frá
árinu
2007.
» Velta í
sölu not-
aðra bíla
hefur hins
vegar auk-
ist um
40% frá því í desember 2008.
» Mörg af stærstu bílaum-
boðum landsins hafa lent í
fanginu á bönkum.
Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM
H
a
u
ku
r
0
4
.1
0
Guðni Halldórsson
viðskiptalögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Arnór H. Arnórsson
rekstrarhagfræðingur,
arnor@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hdl.
sigurdur@kontakt.is
Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum.
Verðmat fyrirtækja.
Viðræðu- og samningaferli.
Gerð kaupsamninga og tengdra samninga.
Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta.
Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti
verið fáanleg:
•
•
•
•
•
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
SÉRFRÆÐINGAR
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvu-
pósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skrán-
ing á www.kontakt.is.
• Gamalgróin heildverslun sem selur þekktar vörur í verslanir um land allt. Árs-
velta 75 mkr. EBITDA 6 mkr. Eigið húsnæði. Litlar skuldir.
• Tvö iðnfyrirtæki sem henta vel til sameiningar. Sameinuð ársvelta um 150 mkr.
og EBITDA um 25 mkr. Viðkomandi kaupandi þyrfti að leggja fram um 20 mkr.
í peningum og um 20 mkr. fasteignaveð til að ná meirihluta í báðum fyrirtækj-
unum.
• Meirihluti í rótgrónu iðnfyrirtæki. Ársvelta 90 mkr. EBITDA 10 mkr. Litlar skuld-
ir.
• Fyrirtæki á heilbrigðissviði með langtímasamninga. EBITDA 12 mkr.
• Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur.
• Helmingshlutur í stóru og arðbæru iðnfyrirtæki með langtímasamninga. Viðkom-
andi þarf að leggja fram 100 mkr. og getur fengið starf sem fjármálastjóri.
• Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki
óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis.
• Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA
34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar.
Þjóðskrá flytur 18. júní
Þjóðskrá verður lokuð föstudaginn
18. júní 2010 vegna flutninga.
Nýtt heimilisfang er Borgartún 21, 2 hæð.
Opnunartími afgreiðslu verður frá 9-16.
Starfsfólk Þjóðskrár biðst
velvirðingar á óþægindum sem
þetta getur valdið.
Þjóðskrá