Morgunblaðið - 14.06.2010, Side 15

Morgunblaðið - 14.06.2010, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Bananaspjall Þær voru mjög svo spjallglaðar þessar stúlkur sem notuðu banana í stað síma þar sem þær glöddu vegfarendur með uppátækinu sem er hluti af Götuleikhúsinu. Ernir Niðurstöður nýlið- inna sveitarstjórnar- kosninga voru sögu- legar. Kjósendur sýndu víða óánægju sína með störf stjórn- málaflokkanna í verki með því annaðhvort að mæta ekki á kjörstað eða með því að kjósa óhefðbundin framboð. Þessi djúpa óánægja brýst hvað skýrast fram í Reykjavík og á Akureyri. Vissulega eru Besti flokkurinn í Reykjavík og framboð L-listans á Akureyri ólík en engu að síður sýna þessar niðurstöður vilja kjósenda til breyttra vinnubragða. Hið sár- grætilega við úrslit kosninganna í Reykjavík er að Hanna Birna Krist- jánsdóttir er forystumaður sem bar- ist hefur fyrir breyttum vinnubrögð- um í stjórnmálum. Enda var það augljóst í könnunum fyrir kosningar að meirihluti borgarbúa taldi hana hafa staðið sig vel í starfi. Rót óánægju kjósenda er því mun dýpri. Reyndar eru niðurstöður sveitar- stjórnarkosninganna í öðrum sveit- arfélögum með hefðbundnara sniði og er óhætt að draga þá ályktun að á þeim stöðum þar sem allt hefur gengið sinn vanagang meta kjós- endur framboðin í samræmi við það. Ríflega þriðjungur kjósenda í Reykjavík ákvað að kjósa flokk sem enginn veit fyrir hvað stendur. Stjórnmálamenn verða að velta því fyrir sér hvað vakti fyrir kjósendum og hvað það er sem hef- ur misfarist. Ekki verður hjá því komist að draga þá ályktun að kjósendur séu vantrú- aðir á orð stjórnmála- manna. Það er rof milli stjórnmálamanna og kjósenda í þessu landi. Fyrr en það breytist mun ekki takast að byggja það traust sem svo sárlega vantar. Grunnstef Sjálfstæð- isflokksins hefur ávallt verið frelsi einstaklingsins og réttur hans til athafna. Í þeim orðum felst jafnframt ákall um ábyrgð hans á gjörðum sínum og því samfélagi sem við viljum byggja hér upp. Það er einmitt þar, sem ég tel brýnt að við stöldrum við. Ef marka má niður- stöður kosninganna og þá gagnrýni sem kjósendur settu þar fram er óhjákvæmilegt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að fara rækilega yfir það hvernig bregðast skuli við. Mér sýn- ist vaxandi krafa um að við höfum sjálf meira um það að segja hvernig ákvarðanir eru teknar. Að þegar flokkur er kosinn t.d. til Alþingis megi kjósendur í fyrsta lagi treysta því að flokkurinn standi við það sem hann segir og svo hitt, að kjósendur geti haft beinni áhrif á mikilvæg mál. Nú virðast kjósendur taka sáralít- ið mark á því sem flokkarnir halda fram, enda hafa því miður verið fjöldamörg dæmi um það að margt breytist frá kosningastefnuskrá að gjörðum í ríkisstjórn. Eitt er að ná samkomulagi milli flokka um ólík sjónarmið – annað er að hverfa frá stefnumörkun sem mönnum hefur þótt mikilvæg og til framfara horfa. Við sjálfstæðismenn þekkjum því miður of mörg mál sem síendurtekið hafa verið samþykkt á landsfundi en aldrei komist í forgang ríkisstjórna. Vissulega er það svo, að ríkisstjórnir þurfa oft að bregðast við óvæntum atburðum í samfélaginu. Það gerðist með afdrifaríkum hætti þegar ís- lensku bankarnir hrundu til grunna og við tók röð atburða sem engan ór- aði fyrir. Við slíkar aðstæður þurfa menn að taka ákvarðanir sem geta gengið í berhögg við það sem upp- haflega var lagt upp með. En við verðum að líta á slíka atburði sem undantekningar. Það þurfa ríkar ástæður að vera fyrir hendi svo al- gjör umskipti verði í einstökum málaflokkum með samninga- viðræðum við ríkisstjórnarborðið. Þurfi engu að síður til slíks að koma er eðlilegt að leita allra leiða til að tryggja borgurunum rétt til að koma að slíkri ákvarðanatöku með beinum hætti. Íslendingar létu skoðun sína á Icesave-samningunum í ljós með mjög skýrum hætti á liðnum vetri. Sú atkvæðagreiðsla hafði mikilvæg áhrif á framvindu þess flókna máls. Ég hef reyndar ávallt verið þeirrar skoðunar, að stjórnarskrána ætti ekki að túlka með þeim hætti sem forseti lýðveldisins hefur nú gert tví- vegis. Það hefur lengi verið skoðun sérfræðinga í stjórnskipunarrétti. Það að forsetinn skuli í tvígang hafa ákveðið að beita stjórnarskránni á þennan veg gefur ríka ástæðu til að taka þessi ákvæði stjórnarskrár til endurskoðunar, búa þjóðaratkvæða- greiðslur í skýran og ótvíræðan far- veg og veita kjósendum aukinn rétt til að hafa áhrif á úrslit mála milli kosninga. Þá er ekki átt við ein- hverjar skoðanakannanir um vilja kjósenda heldur að valdið sé raun- verulega fært til þeirra um mál sem miklu varða. Nýjar reglur um aukna aðkomu almennings geta þó aldrei verið nein allsherjarlausn í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu. Hins vegar geta þær verið mikilvægur þáttur í því að koma á beittari og þroskaðri um- ræðum um ýmis mál í þjóðfélaginu. Ég sé enga ástæðu til að ætla að inn- leiðing beins lýðræðis muni auka á flækjustig eða valda því að þjóð- þrifamál fái ekki brautargengi. Ýms- ir úrtölumenn sögðu Icesave-málið of flókið fyrir kjósendur. Ég er ósammála því hrokafulla viðhorfi. Ís- lendingar eru sjálfir fullfærir um að meta mikilvægi mála, alveg eins og þeir eru fullfærir um að ákveða hvaða straumar og stefnur eigi að vera ráðandi í stjórnun landsins. Ég er viss um að það vandræðaástand sem við horfum upp á í samskiptum þjóðarinnar við útlönd og birtist í forystulausri umsókn um aðild Ís- lands að ESB í Brussel væri í allt öðrum og farsælli farvegi ef farið hefði verið að tillögum okkar sjálf- stæðismanna um þjóðaratkvæða- greiðslu um aðildarumsókn síðasta sumar. Hitt er þó grundvallaratriði að til þess að hægt sé að takast á um hvort æskilegt sé að beita beinu lýð- ræði við stjórnun landsins verður að byrja á því að undirbúa smíði skýrra og agaðra reglna um hvernig standa skuli að málum. Annars verður öll rökræða um þetta grundvallarmál fálmkennd og lítt til þess fallin að leiða okkur áfram á farsælli braut. Það er í takt við grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins að gera beint lýðræði að virkum þætti í ákvarð- anatöku í þjóðmálum. Flokkur sem setur traust sitt á einstaklinginn og frelsi hans til athafna hlýtur jafn- framt að virða vilja einstaklingsins til að ráða málum sínum sjálfur. Þar á meðal að taka virkan þátt í meiri háttar ákvörðunum í þjóðfélaginu. Eftir Ólöfu Nordal » Það vandræðaástand sem við horfum upp á í samskiptum þjóðar- innar við útlönd og birt- ist í forystulausri um- sókn um aðild Íslands að ESB í Brussel, væri í allt öðrum og farsælli farvegi ef farið hefði verið að tillögum okkar sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn síð- asta sumar. Ólöf Nordal Höfundur er alþingismaður. Ákall um nýja hugsun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.