Morgunblaðið - 14.06.2010, Síða 16
16 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010
Eftirlitsstofnun
EFTA – ESA – hefur
sent íslenzku rík-
isstjórninni áminning-
arbréf þess efnis að
Ísland hafi brotið
gegn Evróputilskipun
um innlánatrygg-
ingar. Stofnunin hef-
ur eftirlit með því að
staðið sé við samning-
inn um Evrópska
efnahagssvæðið, þ.e. EES-
samninginn, en nefnd tilskipun
telst vera hluti hans. Veittur er
tveggja mánaða frestur til að
svara þessu fyrsta skrefi ESA í
málinu.
Stuttu eftir fall Landsbankans
tóku brezk og hollenzk yfirvöld
það ráð að greiða þeim er átt
höfðu innistæður á Icesave-
reikningum fjárhæð er næmi áætl-
uðu tjóni þeirra. Í Bretlandi fengu
300.000 sparifjáreigendur greidda
4,5 milljarða punda, og samkvæmt
niðurstöðu ESA er Íslandi skylt
að greiða um 2,1 milljarð punda af
þeirri fjárhæð. Hollenzki seðla-
bankinn greiddi 118.000 reiknings-
eigendum þar í landi 1,53 millj-
arða evra og samkvæmt
niðurstöðu ESA ber Ísland ábyrgð
á greiðslu 1,34 milljarða evra af
þeirri fjárhæð.
Rök ESA eru þau að Ísland hafi
mismunað innistæðueigendum í ís-
lenzkum útibúum Landsbankans
og útibúum hans erlendis með
ólögmætum hætti, og þar með
brotið gegn 1. mgr. 4. gr. tilskip-
unar 94/19/EB, sbr. 3. gr. aðfar-
arorða hennar, og svo gegn 4. gr.
EES-samningsins sem segir:
„Hvers konar mismunun á grund-
velli ríkisfangs er bönnuð á gild-
issviði samnings þessa nema ann-
að leiði af einstökum ákvæðum
hans.“
Í grein í Morgunblaðinu 26. okt.
2009 benti ég á, hversu grunnfær
væru þau rök Sigurðar Líndals, að
niðurstaða alþjóðlegs dómstóls í
Icesave-málinu hlyti að verða Ís-
lendingum í vil, því að ábyrgð Ís-
lendinga yrði „að styðjast við skýr
fyrirmæli í lögum, fjölþjóðlegum
samningum eða löglega bindandi
yfirlýsingum forystumanna þjóð-
anna“. Ég minnti á að jafnræð-
isreglan væri meginregla laga sem
kynni að verða vísað
til ef málið kæmi til
kasta dómstóla og
dómar væru oft rétt-
arskapandi. Hvort-
tveggja byði hættunni
heim. Raunin er og sú
að ESA telur sig ekki
þurfa að styðjast við
annað en meginreglur
laga þegar hún kveð-
ur upp úr um að Ís-
land hafi brotið gegn
EES-samningnum.
Í áminningarbréfi
ESA segir að sparifé í innlendum
útibúum Landsbankans hafi verið
aðgengilegt eigendum þar sem
það hafi verið fært í nýju bank-
ana, þ.á m. Nýja Landsbankann.
Innistæðueigendur í erlendum
útibúum hafi hins vegar ekki haft
aðgang að reikningum sínum og
ekki notið þeirrar lágmarks-
verndar sem tilskipun 94/19/EB
mælir fyrir um. Innistæðutrygg-
ingakerfið skuli taka til allra inni-
stæðueigenda og heimili ekki slíka
mismunun.
Í frétt Morgunblaðinu 27. maí
sl. er getið viðbragða þriggja ís-
lenzkra frammámanna við áminn-
ingu ESA. Réttilega er haft eftir
Gylfa Magnússyni viðskiptaráð-
herra, að ESA sé að hefja ferli
sem geti endað með dómi fyrir
EFTA-dómstólnum, og fari „allt á
versta veg geti staða Íslands orðið
mjög óþægileg. Enn sé þó hægt
að leysa málið við samningaborðið
eins og vilji Íslendinga hafi staðið
til.“
Eftir Bjarna Benediktssyni, for-
manni Sjálfstæðisflokksins, er
hins vegar haft að röksemdafærsla
ESA sé veikburða: „ESA kemst
að þeirri niðurstöðu að ríkið sé
ábyrgt án þess að það standi í lög-
um eða tilskipuninni sjálfri. Þess
vegna eru þetta sérstaklega veik
rök sem þeir eru að nota.“
Og Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, formaður Framsókn-
arslokksins, segir málið geta „far-
ið fyrir dómstóla,
EFTA-dómstólinn til dæmis“, og
„samninganefndarmönnum Íslands
hafi þótt þetta vera mjög góð tíð-
indi“, því að „Bretar og Hollend-
ingar myndu alls ekki vilja að það
skapaðist þessi réttaróvissa sem
gæti þýtt að málið færi fyrir dóm-
stóla, allra síst núna þegar allt er
í uppnámi í bankakerfi Evrópu.“
Enn fremur var Stefán Már Stef-
ánsson, lagaprófessor og sérfræð-
ingur í Evrópurétti, spurður álits.
Hann kveðst ekki sammála nið-
urstöðu ESA, en telja mat Sig-
mundar Davíðs rétt: „Ef þetta
endar með samningsbrotamáli er
alveg hægt að koma því fyrir
EFTA-dómstólinn.“ Í grein Stef-
áns Más og Lárusar L. Blöndals
hrl. í Morgunblaðinu 4. júní sl. er
bent á veilur í röksemdafærslu
ESA: Það sem ESA segir vera
mismunun af Íslands hálfu er það
í reynd ekki. Sparifjáreigendur
fengu ekki greiðslur úr gömlu
bönkunum tryggðar með íslenzkri
ríkisábyrgð – slík ábyrgð var ekki
veitt – heldur voru nýju bankarnir
stofnaðir á rústum hinna gömlu og
þeir tryggðu greiðslurnar. Sakir
ríkisfangs var engum mismunað.
Jafnræðisreglan er jafnframt hlut-
fallsregla: Stærðarmunur Íslands
og t.d. Bretlands og Hollands er
gífurlegur og ýmis frávik frá jafn-
ræði ríkja teljast lögmæt innan
Evrópusambandsins fyrir sakir
stærðarmunar ríkja, svo sem að
hin stærri skuli ráða yfir fleiri at-
kvæðum en hin smærri. ESA tek-
ur ekki tillit til stærðarmunar í
niðurstöðu sinni þótt rök séu til
þess. Sterkar lagalegar röksemdir
Íslands gera þó naumast dóm-
stólameðferð málsins eftirsókn-
arverða því að lagalega rétta
dóma leiðir ekki nauðsynlega af
góðum málflutningi.
Rök ESA láta ekki heldur verr
en svo í eyrum að Margrét Ein-
arsdóttir, lektor við Háskólann í
Reykjavík, vísar þeim ekki á bug.
Dómstólaleiðin hefur í för með sér
áhættu sem samningaleiðin er laus
við. Það yrði mikil ógæfa ef al-
þjóðlegur dómur gengi gegn Ís-
landi í málinu.
Hvernig ber að bregðast við
áminningu ESA í Icesave-málinu?
Eftir Sigurð
Gizurarson »Dómstólaleiðin hefur
í för með sér áhættu
sem samningaleiðin er
laus við.
Sigurður Gizurarson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hvers vegna er eng-
in kynning, engin um-
ræða um kínverska
peningasendingu til
Íslands?
Hafa Kínverjar ver-
ið þekktir fyrir góð-
gerðarstarfsemi við
aðrar þjóðir? Því fer
fjarri. Hvers vegna er
engin gagnrýnin um-
fjöllun fréttamanna
um þetta mál? Aðeins sýnt í frétt-
um þegar seðlabankastjóri skrifar
undir samning um 66 milljarða
króna og aðalpunkturinn í fréttinni
sá að mjög háttsettur embætt-
ismaður fari fyrir nefndinni.
Utanríkisráðherra Íslands er
hæstánægður með málið og lét að
því liggja að Kínverjar væru áhuga-
samir fyrir að fjármagna Búð-
arhálsvirkjun. Þessir kínversku
peningar detta niður úr skýjunum
og ráðamenn grípa þá eins og
himnasendingu. Eng-
inn gagnrýnir málið.
Kastljósið í sjón-
varpinu sýnir dæg-
urmál en minnist ekki
á þetta mál einu orði.
Sem er í raun og veru
stórmál.
Kínverjar hafa
áhuga á auðlindum
landsins og staðsetn-
ingunni og eru ekki að
hugsa um hagsmuni
Íslendinga. Þeir eru að
hugsa til langs tíma og
um sína eigin hagsmuni.
Í norska ríkissjónvarpinu var
frétt um málið og þá var þessi pen-
ingasending tengd við kínverskar
orkuframkvæmdir á Íslandi. Þrátt
fyrir erfiða stöðu margra orkufyr-
irtækja og að þau séu sólgin í er-
lenda fjárfesta er mjög skammvinn
lausn að selja nýtingarrétt á orku-
auðlindunum okkar. Orkuauðlindir
Íslendinga eru einar dýrmætustu
auðlindir í heimi og eiga ekki að
vera til sölu.
Kínverjar hafa nú mikil ítök í
Bandaríkjum Norður-Ameríku
gegnum gífurlegar lánveitingar og
hafa komið sér inn í fátæk ríki Afr-
íku.
Þeir sjá að auðlindaríkt land í
norðri er á hausnum og koma sér
fyrirhafnarlaust inn bakdyramegin
með glæsilega peningafúlgu.
Er þetta allt í lagi? Ég bara
spyr.
Kristján Baldursson
Hvar eru gagnrýnir
fréttamenn?
Eftir Kristján
Baldursson »Kínverjar sjá að auð-
lindaríkt land í
norðri er á hausnum og
koma sér fyrirhafn-
arlaust inn bakdyra-
megin með glæsilega
peningafúlgu. Er þetta
allt í lagi?
Kristján Baldursson
Höfundur er tæknifræðingur,
búsettur í Noregi.
✝ Gunnar Helgasonfæddist í Reykja-
vík 18. ágúst 1923.
Hann lést á Sóltúni 4.
júní 2010. Foreldrar
hans voru Helgi Hall-
grímsson, kennari,
kaupmaður og
fulltrúi hjá Hafn-
arsjóði Reykjavíkur,
f. 14 apríl 1891, d. 23
maí 1979, og Ólöf
Sigurjónsdóttir, hús-
freyja, f. 29. mars
1890, d. 22. febrúar
1970. Systkini Gunn-
ars eru: 1) dr. Hallgrímur Helga-
son, tónskáld, (látinn), 2) Ástríður
Andersen, fv. sendiherrafrú, 3) Sig-
urður Helgason, forstjóri, (látinn),
4) Jón Halldór Helgason, fram-
kvæmdastjóri, (látinn).
Gunnar giftist Halldóru J. Krist-
jánsdóttur 6. des. 1955, en þau
skildu í júlí 1985. Börn: 1) Kristján
Tómas, f. 6.2. 1956, verkfræðingur,
búsettur í Bandaríkjunum, maki
Beverly Anolik Gunnarsson, 2)
Gunnar, f. 5.3. 1958, kerfisfræð-
ingur, búsettur í Svíþjóð, maki
Gunnilla Ekegren, börn þeirra eru
Josefine, Jóhann og Adrian. 3) Mar-
grét, f. 25.3.1961, skrifstofumaður,
maki Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
flugstjóri, börn: Kristján, Ólöf Sól-
rún. 4) Hallgrímur Helgi, f. 14.4.
1964, leiðsögumaður, maki Guðrún
Erna Högnadóttir, innanhúss-
arkitekt. 5) Ólöf, f. 25.10. 1967, d.
25.1. 1979. 6) Guðjón Halldór, f. 4.9.
1969, flugstjóri, maki Henrietta
Guðrún Gísladóttir, flugfreyja,
börn: Gísli Tómas, Rebekka Móey,
Móeiður Margrét.
Gunnar var stúdent frá MR 1944
og lauk cand juris frá Háskóla Ís-
lands 1957, hrl. nóv-
ember 1981. Gunnar
var starfsmaður Orku
í Reykjavík 1951, lög-
fræðingur hjá lög-
fræðideild flugliðs
varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli frá júní
1953 til 1956. Fulltrúi
á málflutnings-
skrifstofu Lárusar
Fjeldsted hrl. og
Benedikts Sigurjóns-
sonar hrl. frá ágúst
1956 til 1958. Skip-
aður fulltrúi hjá lög-
reglustjóranum á Keflarvík-
urflugvelli frá 1958 til 1961.
Skipaður setudómari í „olíumálinu“
svokallaða 1958. Framkvæmda-
stjóri Gísla Jónssonar & co 1962-
1974. Framkvæmdastjóri Lofleiða-
Keflavík hf., dótturfélags Loftleiða
hf. frá 1962 til 1965. Lögfræðilegur
fulltrúi Loftleiða hf. frá mars 1965,
aðallögmaður og yfirmaður lög-
fræðideildar Flugleiða hf. eftir
sameiningu Flugfélags Íslands og
Lofleiða frá 1974 til 1990.
Gunnar var stofnfélagi Lions-
félagsins Njarðar 1961-62. Einn af
stofnendum Tollvörugeymslunnar
1962, stofnandi fiskeldis- og laxa-
ræktarfyrirtækisins Látravík hf.,
Lárósi á Snæfellsnesi 1965 og í
stjórn frá upphafi. Einn af stofn-
endum Steypustöðvar Suðurlands
hf. á Selfossi. Sat í stjórn Flugleiða
og flugfélagsins Arnarflugs. Einn
af stofnendum Sporðs 1981. Hann
var gerður að heiðursborgara í
Kansas City 19. apríl 1982 og í Tex-
asfylki 30. nóv. 1982.
Útför Gunnars fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 14. júní 2010, og
hefst athöfnin kl.13.
Nú helgina áður en sá er þetta
ritar fór í ferðalag til Tyrklands
hringdi Hallgrímur Helgi, sonur
Gunnars Helgasonar, og tilkynnti
andlát föður síns. Þá var blóðrautt
sólarlag yfir Viðeyjarsundi vegna
svifryks frá Eyjafjallajökli. Gunnar
hafði kvatt þennan heim sáttur, þá
saddur lífdaga og farið hinstu för-
ina, sennilega mun lengri en þessi til
Tyrklands, þótt áfangastaðurinn sé
kannski hérna hinum megin við
hornið. Gunnar var þrælvanur
ferðamaður og margar ferðir voru
líka farnar seinasta hálfan annan
áratug síðustu aldar og koma nú
upp í hugann. Áfangastaðir eins og
Jökulfirðir, Arnarvatnsheiði, Kjarrá
og Vík í Mýrdal standa fyrir hug-
skotssjónum. Einnig París, Lúxem-
borg, Helsingfors, Álandseyjar og
Svíþjóð. Farið var einnig um heima
og geima rökræðunnar og fræð-
anna. Heim stjórnmálanna og oft
svifið á öldum hljómanna. Ekki síst í
„Höllinni“ á Leiðvangseyju við
Stokkhólm. Í sölum hennar var
stórkostlegur hljómburður. Þegar
aðrir voru lagstir á eyrað til svefns
sátum við tveir gjarnan lengur með
tár í glasi og hlustir fullar af tónum.
Þá kom það stundum fyrir að
Gunnar stóð upp, setti ákveðna
plötu á fóninn og settist síðan álútur
yfir kristalbikar sínum, sem tók þá
við tárum er fóru að hrynja hljóð-
lega, eitt og eitt niður vanga hans.
Þegar tregaþrungin tónlistin var
þögnuð og hvarmar orðnir þurrir,
sagði hann gjarnan: „Þetta spilaði
ég og Gunnar sonur minn nóttina
sem dóttir mín dó.“ Síðan var staðið
upp, slökkt og kvatt með góða nótt á
vörum. Enginn vafi er hvaða messa
hljómar nú í sálu Gunnars Helga-
sonar. Góða nótt, forni vinur.
Sigurður V. Sigurjónsson.
Gunnar föðurbróðir minn og einn
af mínum albestu frændum er fall-
inn frá, en minningarnar um hann
og allar skemmtilegu stundirnar
sem ég átti með honum verða eilífar.
Fyrstu minningar mínar um Gunnar
frænda eru frá því að ég var lítill
gutti í sveit. Á bænum Brekku í
Skagafirði dvaldi ég nokkur sumur
ásamt sonum Gunnars, fyrst með
Gíma og síðar Badda. Á miðju sumri
vorum við strákarnir sóttir af pabba
mínum og Gunnari frænda og stefn-
an tekin inn í Fljót að veiða silung.
Á þessum æskuárum okkar strák-
anna mótaðist veiðidella okkar. Það
var ævintýri að vera í bát með
pabba, Gunnari og Kristjáni Finn-
bogasyni að draga fisk í Fljótunum.
Veiðibakterían þróaðist með árun-
um og voru ófáar stundirnar sem ég
átti með Gunnari og veiðifélögunum
við árbakkann í Þverá og Kjarrá í
Borgarfirði sem og við Hofsá í
Vopnafirði.
Gunnar var víðlesinn og fróður,
og hafði sterkar skoðanir á öllu
mögulegu. Fyrir vikið fékk hann
viðurnefnið „Colonolinn“ (Ofurst-
inn) vegna beinskeyttra sjónarmiða
til hinna ýmsu málaflokka. Það var
ávallt skemmtilegt að rýna með
Gunnari í íslenska samtímapólitík
og heimsmálin. Skemmtilegar um-
ræður við matarborðið í veiðihús-
unum eru mér minnisstæðar og
Gunnar átti auðvelt með að ná at-
hygli manna með skemmtilegum
frásagnarstíl. Það sem Gunnar föð-
urbróðir og pabbi minn áttu sameig-
inlegt fyrir utan áhuga sinn á veiði
og náttúru var að hafa sterkar og
fastmótaðar skoðanir sem voru nán-
ast óhagganlegar. Við Baddi frændi
göntuðumst með það að þeir væru
með „Helgason-syndromið“, sem
hafði sáð sér lítillega innan ættar-
innar. Góðar og skemmtilegar minn-
ingar um Gunnar frænda munu allt-
af lifa og sendi ég fjölskyldu
Gunnars og ástvinum innilegar sam-
úðarkveðjur.
Sigurður Einar Sigurðsson.
Það fyrsta sem kemur upp í huga
mér, þegar ég minnist náfrænda
míns og besta vinar, Gunnars
Helgasonar hrl., er þakklætið fyrir
að hafa fengið að vera í mjög nánum
tengslum við hann sl. tuttugu ár.
Gunnar var þá nýhættur störfum
sem yfirlögfræðingur Flugleiða og
áður Loftleiða, en í þágu þeirra fé-
laga hafði hann starfað ásamt bróð-
ur sínum, Sigurði, og fleiri góðum
mönnum um áratuga skeið. Á ör-
skömmum tíma urðu kynni okkar
Gunnars að einlægri og mjög náinni
vináttu. Engu skipti aldursmunur
okkar, þ.e. Gunnar var allt til hinstu
Gunnar Helgason