Morgunblaðið - 14.06.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 14.06.2010, Síða 23
Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 2010 Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, auglýsir nú eftir umsóknum í gestavinnustofur á næsta ári. Gestavinnustof- unum er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna, heima- manna og gesta, að því er segir í tilkynningu, og „að búa í hag- inn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdags- ins“. Þrjú hús á Seyðisfirði eru í boði fyrir gestalistamenn, þ.e. gestavinnustofan í Skaftfelli, Hóll við Vesturveg (gestavinnustofa Birgis Andréssonar heitins sem rekin er í minn- ingu hans) og Járnhúsið við Fossgötu. Frekari upplýsingar á skaftfell.is Myndlist Skaftfell óskar eftir umsóknum Birgir Andrésson heitinn Gengismunur heitir nýútkomin ljóðabók eftir Jón Örn Loðm fjörð sem Nýhil gefur út. Hér er á ferðinni „ljóðabók um rannsóknarskýrslu, rannsókn- arskýrsla um ljóðabók, ljóða- bók um ljóðabók og rannsókn- arskýrsla um rannsóknar- skýrslu, kokkuð úr hráefni skýrslunnar sem við óttumst öll og elskum af vélum, sem Jón Örn Loðmfjörð skrifaði, forritaði, tamdi og þjálfaði sérstaklega til þessa verks“ segir í tilkynningu. Leiðbeinandi útsöluverð er sagt tíu sálir, tólf handtökuskipanir og tuttugu fjandsamlegar yfir- tökur. Bókmenntir Ljóðabók um rann- sóknarskýrslu Kápa bókarinnar Gengismunur. Rósa Gísladóttir myndlistar- maður sýnir nokkrar kyrralífs- myndir í sal Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, SÍM, í Hafnarstræti. Á sýning- unni gefur að líta ljósmynda- verk frá 2008 af plastflöskum og umbúðum, ljósi og skugga. Rósa hefur oft áður unnið út frá þessu þema, að því er segir í tilkynningu, m.a. á sýning- unum Kyrralífsmyndir í Ný- listasafninu 1999, og Kyrralífsmyndir frá Plastöld í Listasafni ASÍ 2004. Rósa hlaut myndlistar- menntun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Akademie der bildenden Künste í München og Manchester Metropolitan University. Myndlist Plastflöskur, um- búðir, ljós, skuggi Hluti ljósmyndar eftir Rósu. Spænskir bókaútgefendur hafa tek- ið höndum saman um útgáfu á bók- um á rafrænu sniði og stofnað sér- stakt fyrirtæki, Libranda, sem annast mun stafræna bókadreif- ingu. Fyrsti skammtur kemur á markað eftir rúman mánuð, en þá verða 2.000 bækur tíu útgefenda gefnar út samtímis. Libranda á síð- an að dreifa bókunum til verslana eða annarra smásöluaðila að því er kemur fram á vefsetri framtaksins, www.libranda.com/. Þar kemur einnig fram að samið verði við Apple, Amazon og Google um sölu á bókum, en 22 netverslanir hafa þegar samið við Libranda. Hver útgefandi ákveður útgáfu- dag fyrir viðkomandi bækur sínar og verð þeirra og semur sjálfur við smásala fyrir milligöngu Libranda, sýslar með afslætti og tilheyrandi. Libranda var kynnt á blaða- mannafundi í vikunni og þá kom meðal annars fram að framvegis hyggist flestir útgefendurnir gefa helstu bækur út samtímis á pappír og á rafrænu sniði, en sumir, til að mynda Planeta, sem er einn af ris- unum í spænskri bókaútgáfu, muni taka ákvörðun um hverja bók fyrir sig. Verð á bókum í rafrænni útgáfu verður um 20% lægra en á pappír. Aðstandendur Libranda segjast gera ráð fyrir því að tap verði af rekstrinum næstu fimm árin ef ekki lengur. Útgefendur í samstarf Stafræn heildsala Rafrænt Libranda og Apple ræða um sölu á bókum sem lesa má í iPad. Tónlistarhátíðin Við djúpið verður haldin í áttunda sinn á Ísafirði hinn 22.-27. júní næstkomandi. Um dag- inn verður lengra komnum tónlist- arnemum gert fært að sitja mast- erclass-námskeið með færum tónlistarmönnum hvaðanæva að en Listaháskólinn veitir einingar fyrir þá setu. Seinna um kvöldið verður leikmönnum jafnt sem leikendum fært að hlusta á tónleika sem kenn- ararnir halda en þeim gestum há- tíðarinnar hefur fjölgað sem koma einungis tónleikanna vegna. Tónlistarnám að sumri „Hugmyndin var bara að gefa tónlistarnemendum og öðrum kost á að stunda tónlistarnám um sum- arið, þannig að ákveðið var að standa fyrir masterclass-röð á Ísa- firði. Svo var hugmyndin að fá kennarana til þess að spila tónleika á kvöldin. Sem sé námskeið á dag- inn og tónleikar á kvöldin,“ segir Greipur Gíslason, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. Á hátíðinni er lögð áhersla á fjöl- breytni, þó greina megi nokkra klassíska slagsíðu. „Svo erum við með áherslu á nýja tónlist. Við fór- um af stað með keppni í leit að nýj- um tónskáldum til þess að gefa þeim sem eru að feta sín fyrstu spor tækifæri á að semja fyrir al- vöru tónlistarfólk en ekki bara vini og samnemendur í skólanum. Við völdum þrjá stráka sem eru núna búnir að semja sjö mínútna blásara- kvintettsverk á mann en við erum að flytja inn skandinavíska blásara til að spila þessi verk, blásarakvint- ett Nordic Chamber Soloists,“ segir Greipur. Boðið verður upp á mast- erclass-námskeið á píanó, í söng, fiðluleik og námskeið fyrir píanó- kennara sem er nýjung, að sögn Greips. „Við erum með píanókenn- ara frá Bretlandi, Andrew Quart- ermain, sem sérhæfir sig í ákveð- inni kennsluaðferð sem lítið hefur verið um á Íslandi.“ Þá er ætlunin að fá sópransöng- konu frá Bandaríkjunum, Janet Williams, til þess að kenna söng en hennar koma er mörkuð af sömu stefnu hjá skipuleggjendum hátíð- arinnar. „Við höfðum samband við íslenska söngnemendur í útlöndum og ein stúlkan benti okkur á að þessi kona væri að kenna nýja og skemmtilega hluti sem lítið væri um á Íslandi. Okkur langar að auka veg þessa útlenda sjónarhorns og reyna að markaðssetja þetta þannig að fleiri útlendir nemendur komi en við höfum verið með einhverja nem- endur frá Króatíu og Svíþjóð.“ Classical Music á staðnum Blaðamaður frá breska tímaritinu Classical Music ætlar að mæta á hátíðina og fjalla um hana í blaðinu en það mun vafalítið hjálpa hátíðar- höldurum að kynna hátíðina í tón- listarskólum erlendis. „Við erum ekki með neina stækkunarkomp- lexa. Við viljum að nemendur sem koma á hátíðina geti æft sig og að námskeiðin séu faglega gerð og að fólk komi líka á tónleikana vestur því það er algjörlega þess virði,“ segir Greipur að lokum. gea@mbl.is Spuni Davíð Þór Jónsson píanisti leikur dæmi á námskeiði í spunapíanóleik í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í fyrra. Ari Bragi Kárason leikur á trompet. Fjölbreytt há- tíð með klass- ískri slagsíðu » Tónlistar- og sumarnám- skeiðahátíðin Við djúpið er ár- legur viðburður á Ísafirði. » Þeir sem taka þátt í nám- skeiðunum fá einingar hjá Listaháskóla Íslands. » Þeim hefur fjölgað sem ferðast vestur til að sitja kvöld- tónleika.  Við djúpið haldin í áttunda sinn www.viddjupid.is. Sagan er svo þvæld og þreytt að ástæðu- laust er að tyggja hana nán- ar ofan í lesendur29 » Hver gönguslóð er gæfu-vegur rakinn, því gatasérhver liggur beint tilþín.“ Á þessum orðum hófust Söngvar um vorið eftir Ás- kel Másson, sem fluttir voru á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á fimmtudagskvöldið. Textinn er fenginn úr Sonnettusveig Gunn- ars Gunnarssonar, sem er mun lengri en í tónverkinu. Kannski má segja að tónlistin hafi fyllt upp í eyðurnar, því þótt hljóðfæraleik- urinn hafi verið lágstemmdur var hann miklu meira en bara „undir- leikur“ fyrir söng. Hann skapaði fallega stemningu, vafði sig utan um sönginn, lyfti honum upp, litaði hann, ýmist björtum tónum eða skuggum. Áskell er fjölhæft tónskáld sem getur brugðið sér í ýmis líki. Hér var hann í hversdagslegum fötum, tónmálið blátt áfram og einfalt. Hljóðfæraleikurinn var í hæverskri fjarlægð frá söng Sigrúnar Hjálm- týsdóttur, sem var einstaklega tær og hljómfagur, tilfinningaþrunginn og seiðandi. Verkið var í heild þægilegt áheyrnar, notaleg nátt- úrustemning, nánast eins og sung- inn ljóðaupplestur, studdur ísmeygilegum áhrifshljóðum. Án efa með því betra sem Áskell hefur samið. Yfirskrift tónleikanna var „Rum- on kveður“. Rumon Gamba hefur gegnt starfi aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníunn- ar um árabil, tónleikarnir voru þeir síðustu með Gamba í þessu hlut- verki. Segja má að hann hafi kvatt með stæl. Tónsmíðin Inngangur og Allegro op. 47 eftir Elgar var að vísu ekki skemmtileg, þótt hún hafi yfirleitt verið vel spiluð. Þetta er eins konar konsert þar sem strengjakvartett er í einleikshlutverkinu. Umhverfis kvartettinn er heil strengjasveit, og þykkar, þéttofnar strengjaradd- irnar gera verkið varla auðvelt í flutningi. Því miður var túlkunin ekki sannfærandi. Gallinn var hin ofsafengna ákefð Gamba, hann leyfði tónlistinni ekki að byggjast upp, hann var byrjaður að stjórna af alefli strax á fyrstu tónunum. Það var engin stígandi, ekkert sem skapaði spennu. Út- koman var eins og spennutryllir þar sem endirinn er endurtekinn aftur og aftur og aftur. Og aftur. Þráhyggjukenndur óskapnaður! Miklu meira var varið í tíundu sinfóníu Sjostakóvitsj. Þetta er magnþrungin hljómkviða, sem sagt er að sé hugleiðing um Stalín og ógnarstjórn hans. Innhverfari hlut- ar sinfóníunnar voru stundum dálít- ið flatir, kannski hefði mátt skapa meiri undiröldu ógnar og myrkurs. En hápunktarnir voru skemmtilega brjálæðislegir, og þá fyrirgafst allt annað. Tæknilega séð var leikurinn til fyrirmyndar, maður dáðist sér- staklega að glæsilegum flautu- leiknum. Ofsinn í lokin var líka ótrúlega flottur og kallaði fram áköf fagnaðarlæti áheyrenda. Óneitanlega var þetta glæstur end- ir á ferli Gamba með Sinfóníunni. Spennandi verður að sjá hvað nú tekur við. Bless, Rumon og takk Háskólabíó Sinfóníutónleikar bbbmn Verk eftir Elgar, Áskel Másson og Sjos- takóvitsj. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Stjórnandi: Rumon Gamba. Sin- fóníuhljómsveit Íslands lék. Fimmtudagur 10. júní. JÓNAS SEN TÓNLIST Morgunblaðið/Golli Kvatt Rumon Gamba stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands í síðasta sinn sem að- alhljómsveitarstjóri sl. fimmtudag. Diddú söng þá með hljómsveitinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.