Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 4

Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 4
1. október 2011 LAUGARDAGUR4 SAMFÉLAGSMÁL Mennta- og menn- ingarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjar- yfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neit- un foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telp- unnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barna- húss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlut- aðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem hátt- semin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálar- líf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast lík- legust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skóla- tíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðu- neytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niður- staða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni. ÁRNI MÚLI JÓNASSON BÆJARSTJÓRI AKRANESS Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna Menntamálaráðuneytið mun eftir helgi senda Akranesbæ og foreldrum tveggja barna í bænum niðurstöðu sína um hvernig bregðast eigi við máli telpu sem fer ekki í skóla eftir kynferðislega hegðun samnemanda. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segist ekkert þekkja til málsins sem um ræðir. Almennt séð sé það regla í svona málum að öll íhlutun af hálfu fagaðila eigi að styðja bæði börnin. „Það gildir um bæði börn sem eru gerendur og þolendur í svona málum að þau þurfa mjög örugga og faglega hjálp. Og meginreglan í slíkum tilvikum er sú að gera sem minnstar breytingar á umhverfi barnsins, þeirri félagslegu umgjörð sem barnið býr við.“ Það sé því talið andstætt hagsmunum barna að gera stórar breytingar, heldur sé unnið með börn í því félagslega samhengi sem þau lifi og hrærist í. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist ekki geta tjáð sig um mál sem henni hafi borist. Almennt gildi hins vegar í málum þar sem hagsmunir tveggja barna virðist rekast á að yfirvöld þurfi að vega og meta hvaða hagsmunir vega þyngra og finna lausn með það í huga. Meginreglan að breyta sem minnstu AKRANES Málið hefur verið báðum börnum mjög erfitt og hafa þau verið í sál- fræðimeðferð vegna þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRAGI GUÐBRANDSSON VEÐUR Hiti fór í 19,6 stig við Skaftafell undir Öræfajökli um hádegisbil í gær. Þó lækkaði hita- stigið fljótlega aftur og var komið niður í 11 gráður um tveimur klukkustundum síðar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ástæðan hnjúkaþeyr af jöklinum um morgun inn. Hann er algengt fyrir- bæri víða um heim. Þá þrýstist rakt loft upp fjallshlíðar og minnk- ar rakamagn loftsins, sem gerir að verkum að það á auðveldara með að hitna. - sv Sumarveður í Skaftafelli: Tuttugu stig í hnjúkaþey LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari hefur hætt rannsókn sinni á fimm lífeyrissjóðum í umsjón gamla Landsbankans. Sjóðirnir eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður Eimskipa- félags Íslands, Kjalar lífeyris- sjóður og Eftirlaunasjóður FÍA. Í rannsókninni var kannað hvort stjórnendur og starfsmenn sjóðanna hefðu á fyrri hluta árs 2008 farið út fyrir lagaramma um fjárfestingar og hvort upplýs- ingagjöf til Fjármálaeftirlitsins hefði verið ábótavant. - jab Stjórnendur lágu undir grun: Rannsókn á sjóðum hætt LANDSBANKINN Fimm lífeyrissjóðir undir stjórn gamla Landsbankans hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara í þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VIÐSKIPTI Tólf tilboð hafa borist í Húsasmiðjuna og einstakar rekstrareiningar til Framtaks- sjóðs Íslands. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum rann út gær. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Framtakssjóði. Fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans, sem annast söluferlið í umboði Framtakssjóðs Íslands, mun nú taka tvær vikur til að yfirfara tilboðin. Auglýst var eftir óskuldbindandi tilboðum í Húsasmiðjuna hinn 22. ágúst síðast liðinn frá fjárfestum og opið öllum sem stóðust hæfismat. - sv Frestur til skila runninn út: Tólf tilboð í Húsasmiðjuna VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 26° 24° 21° 24° 23° 19° 19° 26° 25° 27° 17° 26° 19° 26° 21° 15° Á MORGUN 5-10 m/s en 8-13 eystra. MÁNUDAGUR Hvöss NA-átt NV-til, annars hægari. 10 10 10 1010 10 4 8 8 8 9 13 12 15 2318 12 12 8 9 10 7 10 10 10 10 12 11 9 5 7 10 8 9 DREGUR ÚR VINDI er líður á daginn og á morgun verður yfi rleitt fremur hæg suðaustanátt en strekkingur við austurströnd- ina. Rigning með köfl um vestan til í dag en búast má við rigningu eða skúrum víða um land á morgun og einkum suðaustan- lands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Gert er ráð fyrir því að tekjur ríkisins á árinu 2012 auk- ist um 18 milljarða króna. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- ráðherra sem kynnt verður í dag. Frumvarpið verður fyrsta mál á nýju Alþingi sem sett verður í dag. Ekki er gert ráð fyrir hækkun skatta á almenning í frumvarpinu. Ekki verður farið eftir tillög- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD um að afnema lægsta þrep virðisaukaskatts, 7 prósent, og færa vöruflokka í því þrepi í 14 prósent þrep. Þess í stað verður settur virðisaukaskattur á banka- og fjármálastarfsemi, sem hingað til hefur verið undanþegin slíkum skatti. Reiknað er með að það skili 4 til 6 milljörðum króna í tekjur. Gert er ráð fyrir að hækkun á veiðigjaldi skili um 1,5 milljörð- um króna í auknar tekjur. Á fisk- veiðiárinu 2009 til 2010 greiddi útgerðin 1,4 milljarða í veiðigjald og 2,8 milljarða króna á nýliðnu fiskveiðiári. Eftir hækkun nemur veiðigjaldið 4,3 milljörðum króna. Þá mun arður og sala eigna skila 10 milljarða króna tekjuaukningu. Forsvarsmenn ríkisstjórnar- innar hafa sagt að fjárlög ársins 2012 muni einkennast af ströngu aðhaldi frekar en miklum niður- skurði. - kóp Ekki gert ráð fyrir skattahækkunum á almenning í fjárlagafrumvarpinu: Auka á tekjur um 18 milljarða króna FJÁRMÁLARÁÐHERRA Fjárlögin 2012 verða kynnt á blaðamanni fundi fyrir hádegi í dag. Þau verða lögð fyrir Alþingi verður sett klukkan 10.30 í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GENGIÐ 30.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,5985 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,83 118,39 183,70 184,60 159,01 159,89 21,365 21,491 20,139 20,257 17,163 17,263 1,5327 1,5417 183,89 184,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.