Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 8

Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 8
1. október 2011 LAUGARDAGUR8 NEYTENDUR Nýjar reglur um merk- ingar á erfðabreyttum matvælum hér á landi eiga að taka gildi um næstu áramót. Neytendasamtökin hafa kallað lengi eftir þessum breytingum. Þau telja ósennilegt að merking- arnar leiði til hærra vöruverðs. „Við sjáum ekki að það séu rök fyrir því að matarverð hækki. Það þarf að merkja margar af þess- um vörum hvort eð er og ég geri ráð fyrir því að framleiðendurn- ir viti að það séu erfðabreytt hrá- efni í vörunum,“ segir Brynhildur Péturs dóttir, ritstjóri Neytenda- blaðsins. Brynhildur bendir einn- ig á að sú umræða sem hefur átt sér stað um erfðabreytt matvæli eigi fullkomlega rétt á sér í víðu samhengi, þó að matvælin séu ekki beinlínis hættuleg. „Ef þau væru skaðleg væru þau ekki á markaðnum. Það er tæknin sem er umdeilanleg og hagsmunir þeirra fyrirtækja sem hafa einka- leyfi á framleiðslunni,“ segir hún. „Ef neytendur vilja ekki svona vörur þá eiga þeir að hafa val. Það hafa allir neytendur í Evrópu nema við.“ Fram að því hefur Ísland verið eina landið í Evrópu sem skyldar ekki framleiðendur eða seljend- ur til að gefa upp innihald erfða- breytts hráefnis. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu, þar sem einnig kemur fram að margir selj- endur hafa þó lýst yfir óánægju með þessar nýju reglur og segja að það gæti orðið vandamál að flytja inn erfðabreyttan mat frá Banda- ríkjunum sem ekki er rétt merktur. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent aðspurðra vill merkingar á erfða- breyttar vörur. Þannig liggur ljóst fyrir hver vilji íslenskra neytenda er, segir í grein Neytendablaðsins. - sv Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum taka gildi um áramót: Telja að merkingar hækki ekki verð REPJA Fjöldi matvælaframleiðenda um heim allan notar erfðabreytt hráefni í fram- leiðslu sína. NORCIDPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Alþjóðahafrann- sóknaráðið, ICES, leggur til að veiði á kolmunna verði stóraukin á árinu 2012. Ráðið leggur hins vegar til 15 prósenta minni veiði úr norsk-íslenska síldarstofn- inum. Þá leggur ráðið til nær óbreyttar veiðar á makríl. Þetta kemur fram í skýrslu ráðsins um ástand nytjastofna í Norðaustur- Atlantshafi sem birt var í gær. Verði sömu nýtingaráætlunum fylgt á árinu 2012 og á þessu ári verður heimilt að veiða 833 þús- und tonn af norsk-íslenskri síld og 391 þúsund tonn af kolmunna. Í ár hljóðaði ráðgjöf ICES upp á rúm 40 þúsund tonn af kolmunna. - mþl Ástand nytjastofna: Kolmunnastofn stækkað mikið VIÐ VEIÐAR Búast má við nokkrum sam- drætti í veiðum á norsk-íslenskri síld en stórauknum veiðum á kolmunna árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON DÓMSMÁL Nær þrítugur karl maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkni- efna, þjófnað og líkamsárás. Maðurinn stal snyrtivörum fyrir 23 þúsund krónur í Hag- kaupum í Garðabæ í apríl á síð- asta ári. Hann var stöðvaður af öryggisverði þegar hann var kominn framhjá afgreiðslukass- anum. Hann veittist að verðinum og kýldi hann í andlitið og líkama. Öryggisvörðurinn hlaut mar og bólgur, einkum í andliti. Maðurinn játaði brot sín. - jss Dæmdur á skilorð: Stal snyrtidóti og sló vörðinn Með fölsuð vegabréf Tveir georgískir karlmenn hafa verið dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum á Keflavíkurflugvelli. Þeir voru stöðvaðir í brottfararsal flugstöðvarinnar en þeir voru á leið til Toronto í Kanada. Þeir framvísuðu lettneskum vegabréfum. DÓMSMÁL Reynir Björnsson og Dóra Magnúsdóttir eru ánægð í Boðaþinginu. með erlendan hugbúnað til sölu Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Fyrirtæki Fyrirtækið er umboðsaðili með þekktan alþjóðlegan hugbúnað, er með stöðugar tekjur og yfir 100 stór og öflug fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum. Hentar mjög vel sem viðbót við annað fyrirtæki. Augljósir möguleikar á meiri viðskiptum með aukinni sölumennsku. Nánari upplýsingar hjá Guðna Halldórssyni í síma 414 1200, gudni@kontakt.is H a u ku r 1 0 .1 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.