Fréttablaðið - 01.10.2011, Síða 8
1. október 2011 LAUGARDAGUR8
NEYTENDUR Nýjar reglur um merk-
ingar á erfðabreyttum matvælum
hér á landi eiga að taka gildi um
næstu áramót.
Neytendasamtökin hafa kallað
lengi eftir þessum breytingum.
Þau telja ósennilegt að merking-
arnar leiði til hærra vöruverðs.
„Við sjáum ekki að það séu rök
fyrir því að matarverð hækki. Það
þarf að merkja margar af þess-
um vörum hvort eð er og ég geri
ráð fyrir því að framleiðendurn-
ir viti að það séu erfðabreytt hrá-
efni í vörunum,“ segir Brynhildur
Péturs dóttir, ritstjóri Neytenda-
blaðsins. Brynhildur bendir einn-
ig á að sú umræða sem hefur átt
sér stað um erfðabreytt matvæli
eigi fullkomlega rétt á sér í víðu
samhengi, þó að matvælin séu ekki
beinlínis hættuleg.
„Ef þau væru skaðleg væru þau
ekki á markaðnum. Það er tæknin
sem er umdeilanleg og hagsmunir
þeirra fyrirtækja sem hafa einka-
leyfi á framleiðslunni,“ segir hún.
„Ef neytendur vilja ekki svona
vörur þá eiga þeir að hafa val. Það
hafa allir neytendur í Evrópu nema
við.“
Fram að því hefur Ísland verið
eina landið í Evrópu sem skyldar
ekki framleiðendur eða seljend-
ur til að gefa upp innihald erfða-
breytts hráefnis. Frá þessu er
greint í Neytendablaðinu, þar sem
einnig kemur fram að margir selj-
endur hafa þó lýst yfir óánægju
með þessar nýju reglur og segja að
það gæti orðið vandamál að flytja
inn erfðabreyttan mat frá Banda-
ríkjunum sem ekki er rétt merktur.
Samkvæmt könnun Gallup frá
árinu 2005 kom í ljós að 91 prósent
aðspurðra vill merkingar á erfða-
breyttar vörur. Þannig liggur ljóst
fyrir hver vilji íslenskra neytenda
er, segir í grein Neytendablaðsins.
- sv
Nýjar reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum taka gildi um áramót:
Telja að merkingar hækki ekki verð
REPJA Fjöldi matvælaframleiðenda um heim allan notar erfðabreytt hráefni í fram-
leiðslu sína. NORCIDPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Alþjóðahafrann-
sóknaráðið, ICES, leggur til að
veiði á kolmunna verði stóraukin
á árinu 2012. Ráðið leggur hins
vegar til 15 prósenta minni veiði
úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum. Þá leggur ráðið til nær
óbreyttar veiðar á makríl. Þetta
kemur fram í skýrslu ráðsins um
ástand nytjastofna í Norðaustur-
Atlantshafi sem birt var í gær.
Verði sömu nýtingaráætlunum
fylgt á árinu 2012 og á þessu ári
verður heimilt að veiða 833 þús-
und tonn af norsk-íslenskri síld
og 391 þúsund tonn af kolmunna.
Í ár hljóðaði ráðgjöf ICES upp á
rúm 40 þúsund tonn af kolmunna.
- mþl
Ástand nytjastofna:
Kolmunnastofn
stækkað mikið
VIÐ VEIÐAR Búast má við nokkrum sam-
drætti í veiðum á norsk-íslenskri síld en
stórauknum veiðum á kolmunna árið
2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
DÓMSMÁL Nær þrítugur karl maður
hefur verið dæmdur í tveggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir akstur undir áhrifum fíkni-
efna, þjófnað og líkamsárás.
Maðurinn stal snyrtivörum
fyrir 23 þúsund krónur í Hag-
kaupum í Garðabæ í apríl á síð-
asta ári. Hann var stöðvaður af
öryggisverði þegar hann var
kominn framhjá afgreiðslukass-
anum. Hann veittist að verðinum
og kýldi hann í andlitið og
líkama. Öryggisvörðurinn hlaut
mar og bólgur, einkum í andliti.
Maðurinn játaði brot sín. - jss
Dæmdur á skilorð:
Stal snyrtidóti
og sló vörðinn
Með fölsuð vegabréf
Tveir georgískir karlmenn hafa verið
dæmdir í þrjátíu daga fangelsi fyrir
að framvísa fölsuðum vegabréfum á
Keflavíkurflugvelli. Þeir voru stöðvaðir
í brottfararsal flugstöðvarinnar en þeir
voru á leið til Toronto í Kanada. Þeir
framvísuðu lettneskum vegabréfum.
DÓMSMÁL
Reynir Björnsson og Dóra Magnúsdóttir
eru ánægð í Boðaþinginu.
með erlendan hugbúnað
til sölu
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
Fyrirtæki
Fyrirtækið er umboðsaðili með þekktan alþjóðlegan
hugbúnað, er með stöðugar tekjur og yfir 100 stór og öflug
fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum.
Hentar mjög vel sem viðbót við annað fyrirtæki.
Augljósir möguleikar á meiri viðskiptum með aukinni
sölumennsku.
Nánari upplýsingar hjá Guðna Halldórssyni í síma 414 1200,
gudni@kontakt.is
H
a
u
ku
r
1
0
.1
1