Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.10.2011, Qupperneq 16
16 1. október 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á námskeiðinu er farið í hvar og hvernig megi kyn- nast öðrum, samræðulist, líkamstjáningu, mörk, kyn- líf, samskipti kynjanna og fleira. Sérstök áhersla er lögð á sjálfstyrkingu og að uppræta mögulegar hindranir á sviði náinna tengsla. Námskeiðið hefst 18. október nk. og stendur yfir í átta vikur, alls 18 klst. Stjórnendur námskeiðs eru dr. Gyða Eyjólfsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingar. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á www.salarafl.is og www.kms.is en skráning og fyrirspurnir fara fram á salarafl@salarafl.is og kms@kms.is. Námskeið fyrir fólk í makaleit SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Bein ákvarðanataka kjós-enda er meira lýðræði í þeim skilningi að þeir sem valdið er sótt til taka sjálfir fleiri ákvarðanir. En hvort það er betra lýðræði er annað mál sem ekki verður mælt með tölfræði einni saman. Þau við- mið og gildi sem víkja við þjóðar- atkvæðagreiðslur lúta að almanna- hagsmunum. Mestu máli skiptir að kjósendur viti vel hvað þeir fá og sé ljóst hvað þeir missa. Hér verð- ur ekki bæði sleppt og haldið. Með beinu lýðræði eru meiri möguleikar fyrir stjórnmála- menn að sitja á hefðartindi stjórnmálanna án þess að axla þá ábyrgð sem því fylgir að taka ákvörðun í stærstu málum. Það er þægilegra fyrir stjórnmála- mennina. Áhugi þeirra er því skiljanlegur. En er víst að kjós- endur telji það til bóta? Samhliða tillögum um að auka beint lýðræði hefur þegar verið heimilað að fjölga ráðherrum um helming og tvöfalda tölu borgar- fulltrúa. Þá eru tillögur frá stjórnlagaráði um að fjölga þeim sem sitja á Alþingi úr 63 í allt að 79. Rökrétt hefði verið að fækka ráðherrum og þingmönnum að óbreyttu en verulega eftir því sem beint lýðræði verður virkara. Í þessu ráðlagi eru svo mögn- uð öfugmæli að ekki er einu sinni unnt að hafa getsakir um hvað býr að baki, hvað þá heldur að finna þeim skynsamlegar skýr- ingar. Þingmenn hafa farið á beinið fyrir minni rökvillur. Á beinið Síðustu ár hafa einkennst af þrá eftir lausnar orðum. Eitt af andsvörunum við þessari þrá er hugtakið beint lýðræði. Kjósendur gera þá sjálfir út um einstök mál í stað þjóðkjörinna fulltrúa. Almennt er gengið út frá því sem vísu að slík breyting sé stjórnarbót. Fátítt er að sjá samanburð á þessum tveim- ur formum lýðræðis og mat á því hvernig hagsmunum almennings er best skipað í raun og veru. Efasemdum um þjóðarat- kvæðagreiðslur sem lausn á stjórnskipunar vanda landsins er yfirleitt svarað með spurningu: Treysta menn ekki fólkinu? Svarið er afdráttar- laust: Jú. Rök- ræðum er lokið. Þessi einfalda afgreiðsla breytir samt ekki þeim veru- leika að málið er flóknara þegar það er brotið t i l mergjar. Álitaefnin snú- ast ekki um traust stjórnmála- manna á kjósendum. Almennir borgarar geta einfaldlega séð hag sínum betur borgið með því að velja fulltrúa til að taka einstakar ákvarðanir. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta haft margvíslegan tilgang. Einn er sá að færa kjósendum löggjafar- valdið í ríkum mæli eins og nú er rætt mest um. Annar er sá að tak- marka vald Alþingis í nánar skil- greindum málum. Samþykktir þess þurfa í þeim tilvikum stað- festingar þjóðarinnar. Þriðji er sá að vernda minnihlutann fyrir ofríki meirihlutans. Minnihluti þingmanna getur þá, ef hann telur gjá hafa myndast milli þings og þjóðar, skotið máli til endanlegs úrskurðar hennar. Gildandi stjórnskipunarreglur eru ófullkomnar að því er varðar alla þessa þrjá þætti. Beint eða óbeint Margt mælir með því að hafa ákvæði um þjóðar atkvæði til að takmarka vald Alþingis þegar tiltekin mál eru til meðferðar og styrkja minni- hlutann. Um hitt eru meiri áhöld hvort færa á löggjafarvaldið í ríkum mæli frá Alþingi. Þar þarf að huga að ýmsum viðmiðum og gildum sem ekki verða slitin frá lýðræðishugtakinu sjálfu og verða óhjákvæmilega víkjandi í þjóðar- atkvæðagreiðslum. Þekking og yfirsýn eru grund- vallaratriði varðandi allar lýð- ræðislegar ákvarðanir. Á full- trúaþingum ná aldrei allir að kynna sér einstök mál til hlítar. Þetta er því erfiðara þegar öll þjóðin tekur ákvörðun. Miðlun upplýsinga er að sönnu meiri en áður en að sama skapi er hún yfir- borðskenndari. Skilvirkni er eitt þessara við- miða. Það skiptir almenning miklu máli að stjórnskipunar- kerfið sé skilvirkt. Ákvörðun- artaka þarf að ganga greiðlega fyrir sig. Eftir því sem þjóðfélags- aðstæður kalla á fleiri laga- ákvarðanir hefur þetta meiri þýðingu. Segja má að þessi krafa sé einmitt sterkari í ljósi aukins hraða og meira upplýsingaflæðis. Málamiðlun er hluti af lýð- ræðinu og þar af leiðandi viðmið sem þarf að hafa í huga. Mögu- leikinn á að taka tillit til álita minnihlutahópa og tengja saman ólík viðhorf er ekki fyrir hendi í þjóðar atkvæði með sama hætti og málsmeðferðarreglur þjóðþinga tryggja. Ofríki meiri hlutans hefur verið viðfangsefni allar götur frá tímum grísku stjórn- spekinganna. Fulltrúa lýðræðið mildar það en beina lýðræðið skerpir það. Ábyrgð er mikilvægt viðmið sem ekki má verða viðskila við lýðræðið. Þegar þjóðin tekur ákvarðanir í öllum mikilvæg- ustu málum getur hún ekki kallað neinn til ábyrgðar. Það er aðeins unnt gagnvart kjörnum fulltrúum. Ábyrgðin er öryggisnet í lýðræðis- skipulaginu. Þegar ekki er unnt að gera þá ábyrga sem ákvarðanir taka hverfur þetta öryggisnet. Áhöld ÞORSTEINN PÁLSSON Þ að er vissulega sláandi mynd af lestrarkunnáttu unglinga sem birtist í skýrslu starfshóps á vegum Reykjavíkur borgar um úrræði sem stuðla að auknum námsárangri drengja í grunnskólum. Nærri fjórðungur fimmtán ára pilta í grunnskólum borgarinnar les sér ekki til gagns og það sama á við um tæplega 10 prósent jafnaldra stúlkna. Þessi ungmenni hafa flest hver tök á þeirri tækni sem er undirstaða lestrar, þ.e. geta raðað bók stöfum saman í orð, en tekst ekki að sækja sér þann fróðleik eða skemmtun sem textinn býður upp á. Það er freistandi og auðvitað alls ekki út í hött að velta því fyrir sér hvað megi betur fara í skólunum. Hvers vegna tekst ekki að kenna börnunum að lesa þannig að þau hafi af því gagn, og einnig gleði sem kannski er ekki minna um vert. Fram hefur komið að lestrarkennsla hefur þróast talsvert undanfarinn tæpan áratug. Ungmennin sem þessar tölur eiga við um nutu ekki þeirrar þróunar, þannig að ætla má að árangur þeirra barna sem á eftir koma verði betri. Hitt er svo annað að þegar fjallað er um lestrarkunnáttu barna og ungmenna og getu þeirra til að hafa gagn og gaman af því sem þau lesa á ekki og má ekki líta framhjá því sem gerist á heimilum barnanna. Allir vita hversu miklu skiptir að lesa upphátt fyrir börn. Það eflir ekki bara málþroska þeirra heldur býr þau undir lestrar- nám. Sömuleiðis skiptir máli að tala saman um það sem lesið er; gefa barninu kost á að deila reynslu sinni af lestrinum með öðrum. En það er kannski ekki alveg nóg. Foreldrar eru framan af ævi aðalfyrirmyndir barna sinna og það skiptir miklu máli að þeir hafi lestur fyrir börnum sínum. Börn sem búa við að fullorðið fólk í kringum þau lesi og tali saman um það sem það les eða upplifir í lestri hljóta að öllum jafnaði að vera líklegri til að hafa áhuga á að kynnast þeim heimi sem býr bak við stafina en þau börn sem hafa ekkert slíkt fyrir sér í sínu daglega lífi. Áreiti á börn er vissulega meira nú, þegar möguleikarnir á dægradvöl eru mun fleiri en þeir voru bara fyrir fáeinum ára- tugum þegar lestur bóka og blaða var dægradvöl sem lá mun betur við en nú. Barnaefni má finna í sjónvarpi daginn langan og flest börn hafa aðgang að margs konar tölvuspilum sem vissu- lega krefjast mörg talsverðrar einbeitingar en yfirleitt engrar lestrarkunnáttu. Lestur og lesskilningur er sem fyrr lykillinn að allri þekkingu og þannig grundvallarþáttur í því að vera upplýstur. Nú þegar afþreyingin sem hafa má af lestri vegur ekki eins þungt og áður hlýtur að reyna meira bæði á heimili og skóla að kynna börnum þann heim sem opnast með lestrarkunnáttu og gera lesturinn eftirsóknarverðan, og þá ekki síst piltum, sem standa jú mun verr en stúlkurnar. Sláandi tölur um lestrarfærni reykvískra unglinga: Gagn og gaman SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.