Fréttablaðið - 01.10.2011, Síða 26

Fréttablaðið - 01.10.2011, Síða 26
1. október 2011 LAUGARDAGUR26 200 sendu inn myndir Um 200 lesendur sendu inn myndir í ljósmynda- samkeppni sem Fréttablaðið stóð fyrir í vikunni, þar sem fólk var hvatt til að senda inn myndir af fólki um haust. Sigurmyndin er á forsíðu blaðsins en hér má sjá myndirnar í öðru og þriðja sæti auk tveggja sem dómnefnd þótti sérlega áhugaverðar. ÞÓRSMÖRK Sigurbjörn Hjaltason hreppti annað sætið í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins. Sigurbjörn er mikill úti- vistarmaður og tók þessa mynd í Þórs- mörk, á leiðinni upp á Valahnúk. „Ég sá skýrasta regnboga sem ég hef séð og ákvað að smella mynd af honum, enda er ég nánast alltaf með vélina á mér,“ segir hann. MYND/SIGURBJÖRN HJALTASON HAUST Í VESTURBÆNUM Þessi mynd Eddu Fransisku Kjarval varð í þriðja sæti í keppninni. „Ég var að labba heim úr Háskólanum, þar sem ég stunda meistaranám í þýðingafræði, í rigningunni og sá þetta flotta mótíf. Regnhlífin endurspeglast og laufin voru svo falleg á litinn þennan dag,“ segir Edda. MYND/EDDA FRANSISKA KJARVAL HAUSTIÐ UMVAFIÐ Sigrún Gunnarsdóttir tók þessa mynd af Þulu Gló, sex ára dóttur sinni, í garði í Kópavogi. „Við vorum að raka saman laufblöð og Þula bjó til munstur og fagnaði náttúrunni. Þetta var raunverulegt augnablik og ég er ánægð með myndina,“ segir Sigrún. MYND/SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR BRÚÐHJÓN Bjarni Ó. Halldórsson var í göngutúr um Þingvelli þegar hann sá þessi brúðhjón, sem voru nýkomin úr myndatöku, skoða afraksturinn. „Umhverfið er fallegt og lýsingin var skemmtileg. Skömmu síðar var brúðurin komin á flatbotna skó og búin að ýfa upp kjólinn að aftan en ég kunni ekki við að smella af þá,“ segir Bjarni. MYND/BJARNI Ó. HALLDÓRSSON Hjalti Árnason Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar á Sauðárkróki, bar sigur úr býtum í samkeppninni. Myndin er tekin á söguslóðum Örlygsstaðabardaga í Skagafirði. „Þetta er fé Agnars Gunnarssonar, oddvita Akrahrepps, sem sést sjálfur á ljósum hesti hægra megin á myndinni. Ég kom mér fyrir uppi á litlum hól og náði þessu eðal-augnabliki á mynd,“ segir Hjalti, sem hefur haft ljósmyndun að áhugamáli síðan 2007 og hélt sína fyrstu sýningu í Sæluviku á Sauðarkróki í vor. Í verðlaun hlýtur Hjalti sex leik- húsmiða í Borgarleikhúsið, en höf- undar myndanna í öðru og þriðja sæti fá tvo leikhúsmiða hvor. Í dómnefnd sátu Pjetur Sigurðs- son, yfirmaður ljósmyndadeildar Fréttablaðsins, Ólafur Þ. Stephen- sen ritstjóri og Einar Skúlason markaðsstjóri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.