Fréttablaðið - 01.10.2011, Qupperneq 26
1. október 2011 LAUGARDAGUR26
200 sendu
inn myndir
Um 200 lesendur sendu inn myndir í ljósmynda-
samkeppni sem Fréttablaðið stóð fyrir í vikunni,
þar sem fólk var hvatt til að senda inn myndir af
fólki um haust. Sigurmyndin er á forsíðu blaðsins
en hér má sjá myndirnar í öðru og þriðja sæti auk
tveggja sem dómnefnd þótti sérlega áhugaverðar.
ÞÓRSMÖRK Sigurbjörn Hjaltason hreppti
annað sætið í ljósmyndasamkeppni
Fréttablaðsins. Sigurbjörn er mikill úti-
vistarmaður og tók þessa mynd í Þórs-
mörk, á leiðinni upp á Valahnúk. „Ég sá
skýrasta regnboga sem ég hef séð og
ákvað að smella mynd af honum, enda
er ég nánast alltaf með vélina á mér,“
segir hann. MYND/SIGURBJÖRN HJALTASON
HAUST Í VESTURBÆNUM Þessi mynd Eddu Fransisku Kjarval varð í þriðja sæti í keppninni. „Ég var að labba heim úr Háskólanum,
þar sem ég stunda meistaranám í þýðingafræði, í rigningunni og sá þetta flotta mótíf. Regnhlífin endurspeglast og laufin voru
svo falleg á litinn þennan dag,“ segir Edda. MYND/EDDA FRANSISKA KJARVAL
HAUSTIÐ UMVAFIÐ Sigrún Gunnarsdóttir tók þessa mynd af Þulu Gló, sex ára dóttur
sinni, í garði í Kópavogi. „Við vorum að raka saman laufblöð og Þula bjó til munstur
og fagnaði náttúrunni. Þetta var raunverulegt augnablik og ég er ánægð með
myndina,“ segir Sigrún. MYND/SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR
BRÚÐHJÓN Bjarni Ó. Halldórsson var í göngutúr um Þingvelli þegar hann sá þessi brúðhjón, sem voru nýkomin úr myndatöku,
skoða afraksturinn. „Umhverfið er fallegt og lýsingin var skemmtileg. Skömmu síðar var brúðurin komin á flatbotna skó og búin
að ýfa upp kjólinn að aftan en ég kunni ekki við að smella af þá,“ segir Bjarni. MYND/BJARNI Ó. HALLDÓRSSON
Hjalti Árnason
Hjalti Árnason, forstöðumaður
lögfræðisviðs Byggðastofnunar á
Sauðárkróki, bar sigur úr býtum í
samkeppninni. Myndin er tekin á
söguslóðum Örlygsstaðabardaga
í Skagafirði. „Þetta er fé Agnars
Gunnarssonar, oddvita Akrahrepps,
sem sést sjálfur á ljósum hesti
hægra megin á myndinni. Ég
kom mér fyrir uppi á litlum hól
og náði þessu eðal-augnabliki á
mynd,“ segir Hjalti, sem hefur haft
ljósmyndun að áhugamáli síðan
2007 og hélt sína fyrstu sýningu í
Sæluviku á Sauðarkróki í vor.
Í verðlaun hlýtur Hjalti sex leik-
húsmiða í Borgarleikhúsið, en höf-
undar myndanna í öðru og þriðja
sæti fá tvo leikhúsmiða hvor. Í
dómnefnd sátu Pjetur Sigurðs-
son, yfirmaður ljósmyndadeildar
Fréttablaðsins, Ólafur Þ. Stephen-
sen ritstjóri og Einar Skúlason
markaðsstjóri.