Fréttablaðið - 01.10.2011, Side 30

Fréttablaðið - 01.10.2011, Side 30
1. október 2011 LAUGARDAGUR30 Ef þau væru á lífi í dag Heimurinn hefur stökkbreyst á þeim árum sem liðin eru frá dauða stjarna á borð við Kurt Cobain, Marilyn Monroe, John Lennon og Janis Joplin. Þau fengu ekki tækifæri til að skrifa inn á Twitter-síðu, berjast gegn ólöglegu niðurhali á tónlist sinni eða fljúga um loftin blá í sérstökum flugbílum. Þetta síðasta hefur reyndar ekki enn orðið að veruleika, en blaðamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og teiknarinn Halldór Baldursson gerðu heiðarlega tilraun til að rýna í líf stjarnanna, væru þær á lífi í dag. Janis Joplin er virkur tónlistar- maður og enn virkari alkóhólisti. Stjarna Janis Joplin hefur ekki skinið skært undanfarin ár en hún hættir þó aldrei að syngja og gefa út plötur með ýmsum hljóm- sveitum. Hún hefur átt í harðri baráttu við Bakkus og farið í ótal meðferðir, án árangurs. Hvort sem áfengið hjálpar til eða ekki þá er hún alltaf hress, heimsækir John Lennon vin sinn oft og reglulega berast fréttir af því að „Pearl“ hafi splæst drykkjum á almúgann á ölknæpum víða um heim. Stöðugar vangaveltur um kynhneigð Joplin valda henni litlu hugarangri og hún kýs að tjá sig lítið um einkalífið í fjölmiðlum og því síður á Twitter. Janis Joplin 68 ára Marilyn Monroe hefur oft verið hressari, en óheilbrigt líferni hefur tekið sinn toll. Eftir að blómlegum kvikmyndaferli Marilyn Monroe lauk tók við erfið barátta við elli kerlingu. Monroe er bundin við hjólastól, ekki endilega vegna aldurs heldur hefur óheil- brigt líferni tekið sinn toll. Þrátt fyrir það lætur hún óhóflegar útlitskröfur stjörnuborgarinnar hafa mikil áhrif á sig og hefur farið í ótal lýtaaðgerðir og skartar enn ljósu lokkunum sem hún er svo fræg fyrir. Hún hefur aldrei tileinkað sér tækninýjungar á borð við Twitter og Facebook og heldur sig til hlés ásamt tvítugum elskhuga sem fólk telur að sé á eftir auð- æfum hennar. Marilyn Monroe 85 ára Umhverfisaðgerðasinni og misheppnaður leikari. Kurt Cobain endurvekur Nirvana. Eftir áralanga bið hefur hljómsveitin Nirvana ákveðið að koma saman á ný, en hún hætti um miðjan tíunda áratuginn. Kurt Cobain hefur verið einfari síðustu ár, grænmetisæta, umhverfisaðgerðasinni og hálfgerður trúbador. Hann hefur sent frá sér misgóðar kassagítarplötur en virðist vera kominn á hausinn þar sem Nirvana er á leiðinni í tónleikaferðalag um heiminn. Cobain er mjög virkur á Twitter og nýtir miðilinn til að berjast fyrir réttindum dýra og plantna. Cobain hefur einnig reynt að koma sér framfæri í Hollywood en án árangurs enda vonlaus leikari. John Lennon 71 árs John Lennon er kominn út úr skápnum en vill ekki endurvekja Bítlana. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir útgáfufyrirtækja og Pauls McCartney fæst John Lennon ekki til að endurvekja Bítlana. Ekki einu sinni til að koma fram á minningar tónleikum um George Harrison. Lennon er löngu búinn að losa sig við Yoko, kominn út úr skápnum og lifir fábrotnu lífi í ótilgreindu hitabelti ásamt helmingi yngri elskhuga þar sem hann kemst í snertingu við náttúruna á hverjum degi. Hann heldur áfram að senda frá sér tónlist en aðeins allra hörðustu aðdáendurnir eru enn á hans bandi og þykjast skilja tónlistina. Lennon er með Twitter-síðu sem hann uppfærir sjaldan með boðskap sem er eins og tónlist hans, óskiljanlegur í augum fjöldans. Kurt Cobain 44 ára
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.