Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 01.10.2011, Qupperneq 34
1. október 2011 LAUGARDAGUR34 „Ef þú tekur þátt í lífsstíl homma og lesbía ertu að binda þig niður. Þú er að binda þig niður í persónulega vanlíðan og ánauð.“ Michelle Bachmann í útvarpsviðtali, ræðir um samkynhneigð „Svo það sé á hreinu, þá trúi ég á þróunarkenninguna og treysti vísindamönnum varðandi hlýnun jarðar. Kallið mig klikkaðan.“ John Huntsman á Twitter og hefur sett trúmál enn frekar á oddinn. Hún er einlæg baráttu- kona gegn hjónaböndum sam- kynhneigðra og fóstur eyðingum og segir að þróunarkenning Darwins eigi að vera kennd jafn- hliða sköpunarsögu Biblíunnar og nemendur eigi að taka sína eigin upplýstu ákvörðun í framhald- inu. Þá hefur eiginmaður hennar starfrækt eins konar meðferðar- stöð þar sem meðal annars virð- ist vera boðið upp á meðferð gegn samkynhneigð. Gloppótt þróunarkenning Perry er ekki síður á þessari línu en það má nefna að skömmu áður en hann tilkynnti um framboð sitt stýrði hann heljarinnar bæna- samkomu í heimaríki sínu Texas þar sem hann leiddi 30.000 manns í bæn. Hann er einnig efins um þróunar kenningu Darwins, sem hann segir vera „gloppótta“, og þó að hann segist ekkert vera á móti samkynhneigðum er hann samt persónulega andsnúinn því að þeir fái að ganga í hjónaband. Santorum er enn einn sann- trúarmaðurinn, en á ferli sínum, meðal annars sem öldungadeildar- þingmaður, hefur hann meðal ann- ars líkt kynlífi samkynhneigðra við dýraníð. Sú afstaða hefur þó ekki haft jákvæð áhrif á fylgi hans og er afar ólíklegt að hann muni blanda sér í toppbaráttuna. Tvístígandi hófsemdarmenn Hinir frambjóðendurnir taka ef til vill síður afgerandi afstöðu en hafa engu að síður allir lýst því yfir að þeir séu trúaðir og Guð hafi haft áhrif á líf þeirra. Það sem allir frambjóðendur eiga sam- merkt er að þeir vilja tryggja sér fylgi íhaldssamra grasrótarsam- taka. Teboðshreyfingin er þar lang- sterkust, en samkvæmt nýlegri könnun kemur í ljós að fylgjendur hennar leggja áherslu að að kjörn- ir full trúar séu afar trúaðir og að mál tengd trú séu framarlega í pólitískri umræðu. Vafasamt er þó að einblína á Teboðshreyfinguna, því að þó að hún sé afar sterk innan Repúblikana flokksins gæti of hörð staða í ofangreindum málum kost- að mikið fylgi hjá hófsömu miðju- fólki þegar prófkjörin eru að baki og slagurinn við Obama um óháðu kjósendurna hefst. Í sömu könnun og vísað var til hér að ofan kemur nefnilega líka í ljós að vaxandi meirihluti almennings vill alls ekki blanda trúmálum og stjórnmálum saman. Því verður fróðlegt að fylgjast með línudansinum sem fram undan er næsta árið, þar sem fram- bjóðendur munu kappkosta við að afla sér fylgis á sem breiðustum grundvelli án þess þó að styggja kristna íhaldið. Þ rátt fyrir að kannan- ir meðal almennings í Bandaríkjunum sýni að flestir séu þeirrar skoðunar að brýnustu verkefni í bandarísk- um stjórnmálum lúti að efnahags- málum og atvinnulífi hefur engu að síður lengi verið sterk skírskotun til trúarmála í málflutningi þarlendra stjórnmálamanna. Óvíða kemur þessi tilhneig- ing skýrar fram en í forvali Repúblikana flokksins sem fer fram um þessar mundir. Þó að fyrstu prófkjörin fari ekki fram fyrr en eftir fjóra mánuði og forsetafram- bjóðandi verði ekki útnefndur fyrr en eftir um það bil ár er slagurinn hafinn fyrir margt löngu og línur teknar að skýrast um hver það verður sem mun leggja í Barack Obama forseta í forsetakosningun- um í nóvember á næsta ári. Helstu nöfnin í baráttunni að þessu sinni eru Mitt Romney, Rick Perry og Michelle Bachmann, sem hefur að vísu dalað í fylgi síðustu vikur, eftir að Perry fór að blanda sér í slaginn. Þar fyrir utan eru menn eins og frjálshyggjumaðurinn staðfasti Ron Paul, Herman Cain, Newt Gingrich, John Huntsman og Rick Santorum. Tim Pawlenty hefur þegar dregið sig úr keppni og enn er óvíst hvort Sarah Palin lætur af því verða að bjóða sig fram. Margvísleg málefni tengjast trú Málefni tengd trú eru fjölmörg á pólitíska sviðinu vestan hafs. Þó að þau snúist ekki beint um texta Biblíunnar er um ýmis umdeild samfélagsleg mál að ræða sem hafa orðið að bitbeini milli íhalds- samra kristinna og frjálslyndara fólks. Þar má nefna hjónabönd sam- kynhneigðra, sem eru eitur í bein- um heittrúarmanna, en líka rétt samkynhneigðra hermanna til að tjá sig opinskátt um líf sitt. Þá er deilt harkalega um rétt kvenna til fóstur eyðinga og nýjasta dæmið er kenningar um sköpun heimsins og mannskepnunnar, það er hvor sé réttari, þróunar kenningin eða sköpunar saga Biblíunnar. Slokknaði á eldhuganum Bachmann hefur vakið hvað mesta athygli fyrir orð sín og gjörðir það sem af er. Hún hefur alla tíð verið mjög opinská um trú sína og segir framboð sitt vera vegna köllunar að ofan. Sá sem þar situr vill greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig því að Perry seg- ist líka bjóða sig fram að frum- kvæði Drottins. Bachmann var um tíma talin líkleg til að veita Romney harða samkeppni um útnefninguna, eftir að hafa komið vel út úr könnun í Iowa-ríki, en fylgið hefur hrunið af henni eftir að Perry steig fram. Hún hefur nú endurskipulagt baráttu sína EFTIRMINNILEG UMMÆLI FRAMBJÓÐENDA E ftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni. Kannanir sem bera saman fylgi repúblikana við Barack Obama forseta leiða í ljós að Romney kemur best út en á þó enn nokkuð í land. Mat fjölmargra stjórnmálagreinenda er að svo virðist sem enginn núverandi frambjóðenda eigi raunhæfa möguleika á að leggja Obama að velli. Perry og Romney leiða hópinn Frambjóðendur á Guðs vegum Keppnin um útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári er þegar orðin gríðar- hörð. Þrátt fyrir að miklir efnahagslegir erfiðleikar steðji að landinu hafa sumir frambjóðendur lagt ofuráherslu á samfélagsmál sem tengjast trúarbrögðum. Þorgils Jónsson kynnti sér vægi þessa umdeilda málaflokks í forsetaslag repúblikana. „Þetta er kenning sem er í gangi en það eru gloppur í henni. Við í Texas kennum bæði hana og sköpunarkenninguna og klárir strákar eins og þú hljóta að geta séð hvor er rétt.“ Rick Perry við ungan dreng um þróunarkenninguna Sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helga-son, sem kennir bandarísk stjórnmál við Háskólann á Bifröst, segir ljóst að mál tengd kristinni trú og gildum séu mikilvæg í stjórnmálabaráttunni þar í landi. „Það hefur sýnt sig undanfarið að repúblik anar sem eru líklegir til að kjósa í prófkjörum hafa verið að færast til hægri og hófsömum hefur fækkað. Þessi grasrót er íhaldssöm í siðferðismálum og metur fram- bjóðendur út frá sinni eigin veraldarsýn. Vilji frambjóðendur komast í gegnum próf- kjör þurfa þeir sem sagt að höfða afdráttar- laust til grasrótarinnar. Þarna er um nokkur lykilmál að ræða. Á tíunda áratugnum var það afstaða til fóstureyðinga en nú virðist sem nýjasta prófmálið sé þróunarkenningin gegn sköpunarkenningu Biblíunnar.“ Magnús segir að þessi trúarlegu sið- ferðismál hafi hafið innreið sína í stjórn- mál vestan hafs fyrir alvöru með forseta- framboði demókratans Jimmys Carter árið 1976. Árin þar á undan hafi frjálslyndi auk- ist í samfélaginu með auknum réttindum kvenna, blökkumanna og annarra hópa sem höfðu áður verið undirokaðir, og kristna íhaldshreyfingin hafi orðið til sem viðbrögð við þeirri þróun. „Þar komu kristnir inn sem ákveðinn öflugur kjósendahópur í fyrsta sinn. Svo náði Ronald Reagan þessum hópi frá demó- krötum og síðan þá hafa repúblikanar nokk- urn veginn haldið þeim.“ Magnús segir áhrif strangtrúaðra hafa dvínað á níunda áratugnum og í upphafi þess tíunda en þá hafi þeir stimplað sig inn á ný. „Eftir það hafa þeir haft mjög sterka stöðu og mikið vægi í bandarískum stjórnmálum.“ ■ HVENÆR FÓRU TRÚMÁL AÐ SKIPTA SKÖPUM Í KOSNINGUM? Jimmy Carter reið á vaðið í forsetakosningunum árið 1976 Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum Í BLJÚGRI BÆN Rick Perry segir sjálfan Guð hafa hvatt sig til að sækjast eftir útnefningu repúblikana til forsetakosninganna á næsta ári. Skömmu áður en hann kunngerði framboð sitt fór hann fyrir 30.000 manns á bænasamkomu í Texas. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.