Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 41

Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 41
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Fallega Jólaskeiðin frá Ernu Verð 16.500. ERNA Skipholti 3, s.552 0775, erna.is FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki www.gabor. is Laugavegi 63 • S: 551 4422 laxdal.is NÁMSAÐSTOÐ Vantar þig aðstoð í einhverri námsgrein? íslenska - stærðfræði - enska - danska - efnafræði - lestur eðlisfræði - þýska - franska – spænska – stafsetning o.fl. Öll skólastig - Réttindakennarar Nemendaþjónustan sf www.namsadstod.is s. 557 9233 Þetta er allt sama tóbakið heitir sýning sem var opnuð í Þjóðminjasafni Íslands í gær. Henni er ætlað að varpa ljósi á sögu tóbaksnotkunar og baráttuna gegn henni allt frá upphafi 17. aldar og fram til 1990. Til þess eru notaðir gripir og ljósmyndir frá Þjóðminja- safni, gripir og gögn frá Krabbameinsfélaginu og tónlist sem hefur verið notuð í baráttunni gegn reykingum. É g er fiskur sem veiðir fiska. Fékk veiðidellu fyrir tveimur árum og fer flestar helgar með Viktori og vinum til veiða við eitt- hvert vatnanna í nágrenni Essex. Ég er nokkuð fiskin og hef feng- ið sjö fiska þegar best lét,“ segir Leoncie, sem undanfarin sex ár hefur búið á Englandi en hyggst nú flytja með íslenskum eiginmanni sínum til Íslands á ný. „Viktor þjáist af heimþrá og það geri ég líka. Ísland er svo frá- brugðið öðrum löndum og ég sakna vatnsins, hreina lofts- ins, fjallanna og harðfisks- ins.“ Heimferð þeirra hjóna hefur seinkað vegna veik- inda Viktors, sem þurfti í stóran uppskurð, en batinn kemur hægt og hljótt þótt Leoncie geti ekki strax boðið honum á dans- gólfið. „Við Viktor kynnt- umst þegar ég kom í fyrsta sinn til Íslands að skemmta í Glæsibæ. Þá bauð hann mér drykk, sem ég afþakkaði því ég taldi hann á höttunum eftir einhverju meira. Viktor reyndist hins vegar yndis legur íslenskur maður, sterkur og góður, og ég varð fljótt ástfangin,“ segir Leoncie, sem gafst sínum heittelsk- aða fyrir 29 árum. Saman bjuggu þau lengst af í K ó p a - v o g i o g þar hefur Leoncie auga- stað á húsi. „Það er skrýtið að horfa til Íslands eftir banka hrunið og húsnæðisverð er nánast óviðráðanlegt. En ég er raunsæismann- eskja í ákvörðunum og geri ekkert nema að vel athuguðu máli, enda gefur mér enginn neitt,“ segir Leoncie, sem er tvístígandi yfir að flytja aftur til Íslands. „Í gegnum tíðina hef ég haft það mjög skítt á Íslandi. Íslend- ingar þjást margir af djúpstæðum kynþáttafordómum og þótt íslensk hegningarlög, grein 233A, kveði á um ströng viðurlög við kynþátta- hatri eru lögin bara til skrauts. Fólk hefur kom- ist upp með að kalla mig ýmsum ónöfn- um en aldrei hefur verið gert neitt í mál- unum. Á Englandi færi sá hinn sami í fangelsi, því þar virkar dómskerfið,“ segir Leoncie sár og efast um að ástandið hafi batnað þótt alltaf fjölgi innflytjendum á Íslandi. „Viktor þráir að flytja aftur til Íslands en ég velti sífellt fyrir mér hvort það sé rétt ákvörðun. Ég er orðin hundleið á að tilheyra minni- hlutahópi og vil ekki lifa lengur í þjóðfélagi þar sem meirihlutinn valtar yfir allt og alla. Ég fæ ekki skilið hvers vegna íslenskt þjóð- félag breytist ekki í samræmi við aukna fjölmenningu og verður vinveittara útlendingum,“ segir Leoncie. Á Englandi starfar Leoncie mestmegnis við tónsmíðar fyrir indverskar kvikmyndir. Vegna vinnunnar fer hún mikið til síns gamla heimalands og segist helst vilja flytja þangað. „Það eru góðir hlutir að gerast hjá mér og ég gleðst yfir að allt sé á uppleið. Nýja platan, Dansaðu við Leoncie, hefur vakið óvænta athygli í Bandaríkjunum, en á henni eru þau tólf ný og gömul lög sem ég hef samið á íslensku í gegnum árin. Mig langar að kynna heiminum íslenska tungu því hún er falleg og fólk heillast af málinu,“ segir L e onc ie , s em einnig vonast til að halda útgáfutónleika á Íslandi og leitar sam- starfs við tónleikahald- ara. „Ég kem langoftast að tómum kofanum þegar ég leita liðsinn- is íslenska tónlistar- bransans og hef ávallt verið útilokuð frá tón- listarverðlaunum, þrátt fyrir áratuga tónlistarstarf. Í dag er mér orðið sama. Ég kæri mig ekki um að mála mig hvíta til þess eins að vera gjaldgeng; ég vil bara vera Prinsessan Leoncie fer til vatnaveiða um helgar á milli þess sem hún semur indverska kvikmyndatónlist. Vil ekki mála mig hvíta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.