Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 54

Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 54
1. október 2011 LAUGARDAGUR10 “Make your mark. Improve lives.” Roche, Switzerland Um er að ræða nýtt starf hjá Roche NimbleGen á Íslandi. Starfsmaður mun heyra undir framkvæmdastjóra og leiða teymi starfsfólks í innkaupadeild, á lager, í pökkunar- og útflutningsdeild. Starfsmaður mun starfa með yfirmönnum fram- leiðsludeilda að skipulagningu framleiðslu; að rétt magn hráefnis sé til staðar og að pantanir séu afgreiddar til viðskiptavina á réttum tíma. Hann/hún tekur þátt í áætlanagerð, reglulegum vörutalningum og vörubókhaldi ásamt úrbótum á verkferlum og innleiðingu nýjunga í framleiðslu. Hæfniskröfur: • Reynsla af framleiðslu- og/eða framleiðslu- stjórnun • Háskóla–/tækniskólamenntun eða sambærileg starfsreynsla • Þekking á SAP er kostur • Frumkvæði og fagmennska í starfi • Góð enskukunnátta er nauðsynleg Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og eiga gott með samskipti við annað fólk. Í boði er spennandi starf í vaxandi alþjóðlegu líftækni fyrirtæki. Hjá Roche NimbleGen á Íslandi starfa um 70 starfsmenn við ýmis störf; svo sem við framleiðslu, rannsóknir á rannsóknastofu, gæða- eftirlit og skrifstofu störf. Áhugasamir sendi umsókn og starfsferilsskrá (CV) á netfangið: reykjavik.jobs@roche.com Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Nánari upplýsingar veitir Guðný Einarsdóttir, starfs- mannastjóri gudny.einarsdottir@roche.com; s: 414-2125 Roche NimbleGen Iceland LLC - útibú á Íslandi Vínlandsleið 2-4, 113 Reykjavík Production Planner samhæfing framleiðslu Laust embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum Embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum er laust til umsóknar. Í samræmi við 1. mgr. 25. gr. laga um búnaðarfræðslu, nr. 57/1999, auglýsir mennta- menningarmálaráðherra hér með laust til umsóknar embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum. Rektor er yfirmaður stjórnsýslu Hólaskóla - Háskólans á Hólum og ber ábyrgð á rekstri hans. Hann ber ábyrgð á gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Rektor er jafnframt æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan skólans og utan hans. Hann stýrir starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Rektor fer með ráðningarvald yfir öllum starfsmönnum skólans og setur þeim erindisbréf eða starfslýsingar. Um laun rektors fer eftir ákvörðun kjararáðs. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar rektor til fimm ára í samræmi við 1 mgr. 25. gr. laga um búnaðarfræðslu, að fenginni umsögn háskólaráðs. Skipunartímabil rektors er frá 1. janúar 2012. Embættisgengir í embætti rektors Hólaskóla - Háskólans á Hólum eru þeir einir sem lokið hafa æðri prófgráðu við háskóla og hafa stjórnunarreynslu að baki. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 14. nóvember nk. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 28. september 2011. menntamálaráðuneyti.is Fjármálastjóri með alþjóðlega reynslu Reykjavik Geothermal leitar að fjármálastjóra með reynslu af slíkum störfum í alþjóðlegu samhengi. Fyrirtækið starfar að alþjóðlegum jarðhitaverkefnum á sviði ráðgjafar og þróunar. Félagið hefur um 30 starfsmenn og hefur starfsstöðvar í Reykjavik, New York, Addis Ababa og Port Morrisby. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði fjármála • Traust þekking á reikningshaldi og áætlanagerð • Stjórnunarhæfileiki og lipurð í mannlegum samskiptum • Traust greiningarhæfni • Færni í ræðu, riti og framkomu • Frumkvæði, kraftur og skipulögð vinnubrögð • Mjög góð enskukunnátta Reynsla af: • Fjármálastjórn í alþjóðaumhverfi • Fjárstýringu og áhættustýringu • Samskiptum við innlenda og erlenda banka • Samningagerð • Alþjóðlegri verkefnafjármögnun Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2011 og ber að skila umsóknum með tölvupósti ásamt ferilskrá og nöfnum umsagnaraðila á netfangið vilhjalmur@rg.is. Öllum umsóknum verður svarað skriflega og er fullum trúnaði heitið við vinnslu þeirra. Frekari upplýsingar veitir Vilhjalmur Skúlason í síma 892-0018. Forstöðumaður Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi Stykkishólmsbær óskar eftir að ráða í starf forstöðumanns Dvalarheimilis aldraðra, Stykkishólmi. Um er að ræða 60%-100% starf, eftir samkomulagi. Æskilegt er að starfmaður geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga. Starfssvið: Umsjón og ábyrgð á umönnun heimilisfólks og sjúklinga í hjúkrunarrýmum. Umsjón og ábyrgð á rekstri Dvalarheimilisins. Menntun– og hæfniskröfur: Hjúkrunarfræðimenntun eða jafngilt nám. Frumkvæði og metnaður. Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Góðir samskiptahæfileikar. Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, sem er sjálfseignarstofnun, tók til starfa 9. ágúst 1978. Á heimilinu eru átján einsmanns– og tvö tveggja manna herbergi. Sextán íbúðir fyrir aldraða eru tengdar Dvalarheimilinu. Umsóknir skulu berast Stykkishólmsbæ, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið baejarstjori@stykkisholmur.is Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk. Nánari upplýsingar veitir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri, sími: 433 8100 og netfangið gyda@stykkisholmur.is StöðvarfjörðurFáskrúðsfjörðurReyðarfjörður EskifjörðurNorðfjörðurMjóifjörður fjardabyggd.is Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Mjóifjörður Norðfjörður ÍS L E N S K A /S IA .I S /F JA 5 66 11 0 9/ 11 Tónskóli Neskaupstaðar og Norðfjarðarsókn óska eftir að ráða tónlistarkennara og organista við Norðfjarðar- og Mjóafjarðarkirkju. Um er að ræða 100% stöðu tónlistarkennara og 50% stöðu organista. Kjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 14. október. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tónskólinn er í nýju húsnæði, vel búinn tækjum og í kirkjunni er frábært orgel. Í Fjarðabyggð er miðstöð tónlistar á Austurlandi og þar eru góðir kórar og blómlegt tónlistarlíf. Upplýsingar um störfin veita Egill Jónsson, skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar, í síma 896 6736 og Guðjón B. Magnússon, formaður sóknarnefndar, í síma 895 9976. Tónlistarkennari og organisti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.