Fréttablaðið - 01.10.2011, Side 66
heimili&hönnun6
„Það er óvenjulegt að svo margar
sýningar séu í gangi á sama
tíma,“ segir Halla Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Hönnunar-
miðstöðvar, um þá staðreynd að
fimm stórar sýningar á íslenskri
hönnun fara fram um heim allan
þessa dagana. Hún segir alþjóð-
leg verkefni á borð við þessi skila
miklu. „Þær kynna íslenska hönn-
un og hönnuðina sjálfa. Í gegnum
þau geta myndast tengsl sem leiða
til nýrra verkefna og samstarfs.
Sumir komast til dæmis í tæri við
framleiðendur og viðskipti verða
til,“ segir Halla og telur ljóst að
alþjóðlegar sýningar styrki upp-
byggingu íslenskrar hönnunar.
Hér fyrir neðan eru taldar upp
sýningarnar fimm.
ALÞJÓÐLEGA
HÖNNUNARVIKAN Í PEKING
Þar fer fram sýning á 32 vegg-
spjöldum eftir Guðmund Odd
Magnússon, sem er betur þekkt-
ur sem Goddur. Sýning Godds er
yfirlit veggspjalda sem hann hann-
aði á 15 ára tímabili, þar á meðal
eru samstarfsverkefni hans við
Bjarna H. Þórarinsson og aðra
listamenn. Hönnunarvikan í Pek-
ing hófst 26. september og henni
lýkur 3. október. Markmið hátíð-
arinnar er að skapa borginni sér-
stöðu í hönnunargeiranum og auka
alþjóðlega samvinnu á þessu sviði.
HÖNNUNARVIKAN Í BÚDAPEST
Á sýningunni Couleur Locale –
The Colours of Europe in Objects,
eru sýnd verk frá um þrjátíu þjóð-
um en valin voru þrjú verk frá
hverju þeirra. Frá Íslandi koma
þau Vík Prjónsdóttir, Hörður Lár-
usson og fyrirtækið Össur. Sýn-
ingin var opnuð í gær og stend-
ur til 30. október.
ARCHITEKTUR & ISLAND
Í FRANKFURT
Sýningin tengist
bókamessunni í
borginni þar sem
Ísland er í aðal-
hlutverki. Velt verður upp þeirri
spurningu hvernig land sem ekki
býr yfir náttúrulegum bygging-
arefnum á borð við timbur og
múrstein hefur þróað byggingar-
stíl sinn úr moldar kofunum.
Einnig hvernig Íslendingar tóku á
skyndilegu ríkidæmi og sömuleið-
is skyndilegu hruni. Á sýningunni
verða myndir eftir ljósmyndarann
Guðmund Ingólfsson.
RANDSCHARF, ON THE
CUTTING EDGE Í FRANKFURT
Í tilefni af heiðursþátttöku Ís-
lands á Bókasýningunni í Frank-
furt var efnt til sýningar helg-
aðri íslenskri hönnun í Hönnun-
arsafni Frankfurt – Museum für
Angewandte Kunst. Þar eru sýnd-
ar yfir 100 vörur af margvíslegum
sviðum íslenskrar hönnunar. Dreg-
in verður upp mynd af fjölbreyti-
leika íslenskrar hönnunar – allt
frá fatahönnun til samskiptahönn-
unar – og varpað ljósi á þau áhrif
sem litróf íslenskrar náttúru, lega
landsins og frásagnarhefð þjóðar-
innar hefur á hönnun Íslendinga.
Fimmtíu og níu íslenskir hönnuð-
ir taka þátt.
NORDIC FASHION
BIENNALE Í SEATTLE
Norræni tískutvíæringurinn 2011
var opnaður 30. september í Nor-
ræna sögusafninu í Seattle. Um
er að ræða sex vikna sýningu sem
hyllir norræna hönnun, tísku og
nýjungar. Sýningin er opin almenn-
ingi og mun standa til 13. nóvem-
ber. Með áhugaverðum innsetning-
um verður varpað ljósi á margt það
fremsta í norrænni tískuhönnun
með áherslu á Ísland, Græn-
land og Færeyjar.
Frekari upplýsingar
um sýningarnar og sýn-
endur er að finna á www.
honnunarmidstod.is - sg
Íslensk
hönnun um heim allan
● Fimm sýningar á íslenskri hönnun fara fram um
allan heim þessa dagana. Sumar eru hafnar en aðrar í
uppsetningu.
Ljósmyndir eftir Guðmund Ingólfsson verða í forgrunni á sýningu í Frankfurt um
íslenskan arkitektúr.
Goddur verður
með sýningu á 32
veggspjöldum á
hönnunarviku
í Peking.
Sannkallað augnakonfekt
● Súkkulaði er hægt að nýta á fleiri en einn veg eins og meðfylgjandi myndir sýna þar sem
brugðið er á leik með þennan gleðigjafa.
Arkitektinn Dejana Kabiljo sýnir á
hönnunarvikunni í Peking þennan
skemmtilega „sófa“. Hann er
settur saman úr hveitisekkjum
sem súkkulaði hefur verið hellt
yfir og líkist því svampköku. Sófinn
kallast Látum þau setjast á kökur
og vísar í fræg ummæli Marie
Antoinette, „Gefum þeim kökur“.
Maður siglir á tveggja metra löngum
súkkulaðibáti eftir ánni Odet í
vesturhluta Frakklands. Viðburðurinn
er hluti af hátíðahöldum sem matreiðslu-
maðurinn Georges Larnicol stendur fyrir.
NORDICPHOTOS/AFP/FRED TANNEAU
Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfield lét sig ekki muna um að
hanna heilt súkkulaðiherbergi inn í hótel í París í samvinnu við
stórfyrirtækið Magnum. Fyrirmyndin að manninum á rúminu
er uppáhalds karlfyrirsæta Lagerfield, Baptiste Giabiconi. Í
heildina fóru tíu tonn af belgísku súkkulaði í verkið.
Flottir bollar gerðir úr
úrvals súkkulaði sem
hægt er að neyta þegar
innihaldið er búið.