Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 01.10.2011, Blaðsíða 66
heimili&hönnun6 „Það er óvenjulegt að svo margar sýningar séu í gangi á sama tíma,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunar- miðstöðvar, um þá staðreynd að fimm stórar sýningar á íslenskri hönnun fara fram um heim allan þessa dagana. Hún segir alþjóð- leg verkefni á borð við þessi skila miklu. „Þær kynna íslenska hönn- un og hönnuðina sjálfa. Í gegnum þau geta myndast tengsl sem leiða til nýrra verkefna og samstarfs. Sumir komast til dæmis í tæri við framleiðendur og viðskipti verða til,“ segir Halla og telur ljóst að alþjóðlegar sýningar styrki upp- byggingu íslenskrar hönnunar. Hér fyrir neðan eru taldar upp sýningarnar fimm. ALÞJÓÐLEGA HÖNNUNARVIKAN Í PEKING Þar fer fram sýning á 32 vegg- spjöldum eftir Guðmund Odd Magnússon, sem er betur þekkt- ur sem Goddur. Sýning Godds er yfirlit veggspjalda sem hann hann- aði á 15 ára tímabili, þar á meðal eru samstarfsverkefni hans við Bjarna H. Þórarinsson og aðra listamenn. Hönnunarvikan í Pek- ing hófst 26. september og henni lýkur 3. október. Markmið hátíð- arinnar er að skapa borginni sér- stöðu í hönnunargeiranum og auka alþjóðlega samvinnu á þessu sviði. HÖNNUNARVIKAN Í BÚDAPEST Á sýningunni Couleur Locale – The Colours of Europe in Objects, eru sýnd verk frá um þrjátíu þjóð- um en valin voru þrjú verk frá hverju þeirra. Frá Íslandi koma þau Vík Prjónsdóttir, Hörður Lár- usson og fyrirtækið Össur. Sýn- ingin var opnuð í gær og stend- ur til 30. október. ARCHITEKTUR & ISLAND Í FRANKFURT Sýningin tengist bókamessunni í borginni þar sem Ísland er í aðal- hlutverki. Velt verður upp þeirri spurningu hvernig land sem ekki býr yfir náttúrulegum bygging- arefnum á borð við timbur og múrstein hefur þróað byggingar- stíl sinn úr moldar kofunum. Einnig hvernig Íslendingar tóku á skyndilegu ríkidæmi og sömuleið- is skyndilegu hruni. Á sýningunni verða myndir eftir ljósmyndarann Guðmund Ingólfsson. RANDSCHARF, ON THE CUTTING EDGE Í FRANKFURT Í tilefni af heiðursþátttöku Ís- lands á Bókasýningunni í Frank- furt var efnt til sýningar helg- aðri íslenskri hönnun í Hönnun- arsafni Frankfurt – Museum für Angewandte Kunst. Þar eru sýnd- ar yfir 100 vörur af margvíslegum sviðum íslenskrar hönnunar. Dreg- in verður upp mynd af fjölbreyti- leika íslenskrar hönnunar – allt frá fatahönnun til samskiptahönn- unar – og varpað ljósi á þau áhrif sem litróf íslenskrar náttúru, lega landsins og frásagnarhefð þjóðar- innar hefur á hönnun Íslendinga. Fimmtíu og níu íslenskir hönnuð- ir taka þátt. NORDIC FASHION BIENNALE Í SEATTLE Norræni tískutvíæringurinn 2011 var opnaður 30. september í Nor- ræna sögusafninu í Seattle. Um er að ræða sex vikna sýningu sem hyllir norræna hönnun, tísku og nýjungar. Sýningin er opin almenn- ingi og mun standa til 13. nóvem- ber. Með áhugaverðum innsetning- um verður varpað ljósi á margt það fremsta í norrænni tískuhönnun með áherslu á Ísland, Græn- land og Færeyjar. Frekari upplýsingar um sýningarnar og sýn- endur er að finna á www. honnunarmidstod.is - sg Íslensk hönnun um heim allan ● Fimm sýningar á íslenskri hönnun fara fram um allan heim þessa dagana. Sumar eru hafnar en aðrar í uppsetningu. Ljósmyndir eftir Guðmund Ingólfsson verða í forgrunni á sýningu í Frankfurt um íslenskan arkitektúr. Goddur verður með sýningu á 32 veggspjöldum á hönnunarviku í Peking. Sannkallað augnakonfekt ● Súkkulaði er hægt að nýta á fleiri en einn veg eins og meðfylgjandi myndir sýna þar sem brugðið er á leik með þennan gleðigjafa. Arkitektinn Dejana Kabiljo sýnir á hönnunarvikunni í Peking þennan skemmtilega „sófa“. Hann er settur saman úr hveitisekkjum sem súkkulaði hefur verið hellt yfir og líkist því svampköku. Sófinn kallast Látum þau setjast á kökur og vísar í fræg ummæli Marie Antoinette, „Gefum þeim kökur“. Maður siglir á tveggja metra löngum súkkulaðibáti eftir ánni Odet í vesturhluta Frakklands. Viðburðurinn er hluti af hátíðahöldum sem matreiðslu- maðurinn Georges Larnicol stendur fyrir. NORDICPHOTOS/AFP/FRED TANNEAU Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfield lét sig ekki muna um að hanna heilt súkkulaðiherbergi inn í hótel í París í samvinnu við stórfyrirtækið Magnum. Fyrirmyndin að manninum á rúminu er uppáhalds karlfyrirsæta Lagerfield, Baptiste Giabiconi. Í heildina fóru tíu tonn af belgísku súkkulaði í verkið. Flottir bollar gerðir úr úrvals súkkulaði sem hægt er að neyta þegar innihaldið er búið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.