Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 82

Fréttablaðið - 01.10.2011, Page 82
1. október 2011 LAUGARDAGUR50 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þetta er náttúr- lega mjög zmátt allt, en það er frumztætt líf að finna þarna! Ég vissi það! Skoðaðu tærnar næst! Komið! Góður! Ég halaði matseðlinum niður á símann minn, lagði inn pöntun og lét skuldfæra á símareikning heimilisins. Af hverju er síma- félagið að rukka okkur fyrir tvo skammta af súrsætu svínakjöti? Keyptirðu öll skólafötin fyrir Hannes á fimmtán sekúndum? Hann er strákur, þetta er ekki flókið. En á fimmtán sekúndum?? Við hefðum verið fljótari ef við hefðum ekki fengið valkvíða vegna litanna. LÁRÉTT 2. feikn, 6. hvort, 8. þrá, 9. kyrra, 11. drykkur, 12. framrás, 14. mjóróma, 16. karlkyn, 17. slagbrandur, 18. pípa, 20. tveir eins, 21. ármynni. LÓÐRÉTT 1. land í S-Ameríku, 3. fíngerð líkams- hár, 4. vinsæll, 5. gerast, 7. skemill, 10. struns, 13. tímabils, 15. drepa, 16. knæpa, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. glás, 6. ef, 8. ósk, 9. róa, 11. te, 12. útrás, 14. skræk, 16. kk, 17. slá, 18. rör, 20. ll, 21. árós. LÓÐRÉTT: 1. perú, 3. ló, 4. ástsæll, 5. ske, 7. fótskör, 10. ark, 13. árs, 15. kála, 16. krá, 19. ró. Krossgátu- gerðin Við erum flutt. Þú finnur okkur ef þú ferð 3 húsalengdir lóðrétt og 2 lárétt. Það var til blátt og brúnt. Við keyptum bara bæði. Menningarlegur munur þjóða birtist meðal annars í því hvað salernis- aðstaða felur í sér í hverju landi. Þegar ég var ungur þurfti ég einu sinni að ferðast með lest frá Istanbúl til Amsterdam, illa haldinn af matareitrun eftir að hafa lagt mér til munns alsírskan geitaost. Aðeins einu sinni á ferðalaginu þurfti ég að gera þarfir mínar í gat í gólfið. Það var á Gare de Lyon lestarstöðinni í París, háborg menningar og lista í Evrópu. Jafnvel í búlgörskum landamæraskúr, þar sem ég þurfti að dúsa um hríð vegna misskiln- ings við vegabréfaeftirlit við tyrknesku landamærin, var mér boðið upp á betri salernis aðstöðu. ÞJÓÐVERJAR hafa sinn fræga skoð- unarpall ofan í hverju klósetti. Þeir sem dvalið hafa í Þýskalandi hafa van- ist þessu og finnst óþægilegt að heyra plaskið í annars konar salernum. Ítalir hafa það sem þeir kalla „bidet“. Það er sérstakur rassavaskur til að þvo á sér óæðri endann. Ég hef heyrt Ítali kvarta undan því að þetta vanti í norræn baðherbergi. Reyndar þarf ekki að hafa lifað lengi á suður-evrópsk- um mat til að skilja hvern- ig hugmyndin að þessu fyrirbæri varð til. DANIR HAFA tekið upp á athyglisverðri nýjung í sambandi við sturtur. Hún er í því fólgin að baðherbergið sjálft gegnir hlut- verki sturtuklefa, sturtuhausinn stendur niður úr loftinu. Kannski er hægt að draga tjald fyrir til að hlífa vaskinum og salern- inu við mestu vætunni. Þetta þýðir samt sem áður að það er viðvarandi ástand á dönskum salernispappír að vera rakur. Sennilega er þetta gert til að spara pláss, hugsanlega til að spara tíma – því þetta leyfir auðvitað að tvær flugur séu slegnar í einu höggi þarna inni. Á DÖNSKU hóteli, þar sem ég dvaldi nýlega, var fyrirkomulagið með þessu móti. Tveir kranar stýrðu vatninu. Annar stillti kraftinn og hitann, hinn stjórnaði því hvort bunan kæmi ofan í vaskinn eða niður úr loftinu. Þessu fyrirkomulagi er alveg hægt að venjast. Það tók mig bara tvo daga. Þriðja morguninn sem ég dvaldi þarna hafði ég loks vit á því að athuga hvort konan mín, sem nýkomin var úr sturtu, hefði stillt bununa til baka á vask- inn þegar ég ætlaði að þvo mér um hend- urnar. Ég lenti bara fullklæddur í sturtu- baði tvisvar meðan á dvölinni stóð. NÚ VANTAR mig aðeins túlkunarlykil. Hvað er það nákvæmlega sem þessi fjöl- breyttu tilbrigði við baðherbergi segja manni um ólíka menningu þjóða? Baðherbergi þjóðanna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.