Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 6
31. október 2011 MÁNUDAGUR6 Skaða bankarnir samkeppni? Er eignarhald banka á fyrirtækjum samkeppnishamlandi? Er eftirlit nægilega markvisst? Opinn fundur um áhrif eignarhalds banka á fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Fundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Nauthól, Nauthólsvegi 106, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 16.30 Framsögumenn: Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar Jón Steinn Elíasson, forstjóri Toppfisks og formaður SFÚ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Fundarstjóri: Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ Skráning á bjarndis@atvinnurekendur.is eða í síma 588 8910. LÖGREGLUMÁL Þremur ungmenn- um, sem réðust óboðin inn í einkasamkvæmi í Mosfellsbæ á föstudagskvöld og slógu þar mann í höfuð með steikarpönnu og stungu annan í háls með hnífi, voru látin laus eftir yfirheyrslur á laugardag. Ekki fékkst uppgefið hjá lög- reglu hvort þau voru undir áhrif- um eiturlyfja en málið er nú í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar. Ungmennin eru á aldrinum 16 og 17 ára. Hinir slösuðu voru fluttir á slysadeild þá um nóttina þar sem gert var að sárum þeirra. Þeir voru útskrifaðir þaðan á laugar- dagsmorgun. Málsatvik voru þau að tveir pilt- ar og ein stúlka gerðust boðflenn- ur í einkasamkvæmi í Hulduhlíð í Mosfellsbæ. Þegar gestir hugðust vísa þeim á dyr sló annar pilturinn einn gestanna með steikarpönnu í andlitið en hinn pilturinn stakk annan mann í hálsinn með hníf. Gestum tókst að yfirbuga pilt- inn með steikarpönnuna og halda honum þar til lögreglan kom á staðinn. Einnig náðu gestir að afvopna piltinn með hnífinn áður en hann og stúlkan flúðu af vett- vangi. Þau voru handtekin stuttu síðar í bíl og gistu þau öll fanga- geymslur. - rat Slógu mann með steikarpönnu í andlit og stungu annan í háls með hnífi: Látin laus eftir yfirheyrslur BASHAR AL-ASSAD MEÐ ASMA KONU SINNI Harkaleg viðbrögð hers og lögreglu hafa kostað um þrjú þúsund mótmælendur lífið. NORDICPHTOS/AFP SÝRLAND Bashar al-Assad Sýr- landsforseti segir að Vesturlönd taki mikla áhættu ætli þau að skipta sér af stjórn Sýrlands, landi þar sem mótmælendur hafa í sjö mánuði krafist afsagnar forsetans. „Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarð- sprungan, og ef þú leikur þér að jörðinni þá veldurðu jarð- skjálfta,“ sagði Assad í viðtali við breska blaðið Sunday Telegraph. „Viljið þið sjá annað Afganistan eða tíu Afganistan?“ Í viðtalinu segist Assad ekki hafa trú á öðru en að mótmæl- in séu að fjara út. Fljótlega eftir að þau hófust í mars síðastliðn- um hafi hann brugðist hratt við og boðað pólitískar umbætur í landinu. Það eigi að duga. Þótt Assad eigi enn marga stuðningsmenn í Sýrlandi, ekki síst í höfuðborginni Damaskus, hefur hins vegar ekkert lát verið á mótmælunum. Þvert á móti hafa þau vaxið jafnt og þétt. Stjórnin hefur frá byrjun tekið harkalega á mótmælendum, óspart sigað her og lögreglu á þá með þeim afleiðingum að um þrjú þúsund mótmælendur hafa látist. Ekkert bólar heldur á umbót- unum, sem Assad hefur raun- ar lofað allt frá því að hann tók við völdum af föður sínum fyrir meira en áratug. Í viðtalinu leggur Assad áherslu á að hann lifi ósköp hversdagslegu lífi, spjalli við nágrannana og fari sjálfur með börnin sín í skólann. Hann býr ekki í neinni höll heldur í tiltölulega litlu húsi við ósköp venjulega götu í höfuðborginni Damaskus. Breski blaðamaðurinn segir hann vel viðræðuhæfan, geti tekið gríni og segi sjálfur brandara. Engir stælar eða ofríkistilburðir. Assad lærði augnlækningar og bjó í tvö ár í London þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Hann hefur frá unga aldri verið áhugasamur um tölvur og þegar hann ber saman stjórnarhætti í Sýrlandi við Vesturlönd, þá segir hann það eins og að bera saman Macintosh og PC-tölvur: „Báðar tölvurnar gera sama hlutinn, en þær skilja ekki hvor aðra,“ sagði Assad í viðtalinu. „Það þarf að túlka á milli.“ Assad bjóst aldrei við því að fara út í stjórnmál, það var bróð- ir hans sem átti alltaf að taka við af föður þeirra, en það breyttist þegar bróðirinn fórst í bílslysi. gudsteinn@frettabladid.is Segir afskipti hleypa öllu í bál og brand Assad Sýrlandsforseti í óvenjulegu viðtali við breskt blað. Segist enn trúa því að loforð hans um umbætur dugi til að mótmælin fjari út. Líkir stjórnarháttum í Sýrlandi og Vesturlöndum við ólík tölvukerfi, sem skilji ekki hvort annað. LÖGREGLUMÁL Neyðarástand skapað- ist á meðferðarheimilinu Stuðlum í fyrrinótt þegar sex skjólstæðingar heimilisins hugðust strjúka og ógn- uðu starfsmönnum með bareflum. Lögreglan var kölluð til þar sem starfsmenn réðu ekki við ástandið. Þrír unglingspiltar voru hand- teknir og fengu að gista fanga- geymslur. Piltarnir voru fluttir aftur að Stuðlum í gær og var starfsmönn- um á vakt fjölgað, að sögn Böðvars Björnssonar, deildarstjóra Neyðar- vistunar Stuðla. Hann segir einnig að atvikið hafi ekki haft áhrif á aðra skjólstæðinga meðferðarheimilisins og hlutirnir séu komnir í samt horf. Rétt hafi verið af starfsfólki að kalla eftir aðstoð lögreglu á laugardagskvöld- ið og að farið hafi verið í öllu eftir verklagsreglum meðferðarheimilis- ins þegar atvik eins og þetta komi upp. Slík atvik komi upp af og til. Lögreglan var kölluð að meðferð- arheimilinu þegar skjólstæðingarn- ir komust yfir lykla starfsmanns á laugardagskvöld, tóku sundur sófa á heimilinu og gerðu sér vopn úr honum. Mikið álag er jafnan á Stuðlum og Barnaverndarstofa hefur kall- að eftir því að opnað verði nýtt heimili fyrir unglinga sem svara meðferð. Bragi Guðbrandsson, for- stjóri Barnaverndarstofu, sagði í samtali við Vísi.is að þær aðstæð- ur sem sköpuðust í fyrrakvöld sýni enn fremur fram á þessa þörf. Hann þakkar þrautþjálfuðu starfs- fólki Stuðla fyrir að ekki fór verr. Bragi segir að þessar aðstæður sem komu upp séu fátíðar. Það ger- ist að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári að starfsmenn Stuðla þurfi að kalla eftir aðstoð lögreglunnar. - rat Þrír unglingspiltar gistu fangageymslur lögreglunnar eftir uppþot á meðferðarheimilinu Stuðlum: Ógnuðu með bareflum og reyndu að flýja STUÐLAR Það gerist örfáum sinnum á ári að starfsfólk Stuðla þurfi að kalla til lögreglu. Sýrland er kjarninn í þessum heimshluta núna. Það er jarðsprungan, og ef þú leikur þér að jörð- inni þá veldurðu jarðskjálfta BASHAR AL-ASSAD SÝRLANDSFORSETI Ert þú sammála dómi Hæsta- réttar um að neyðarlögin skuli halda? JÁ 83,2% NEI 16,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú lúpínu vera of út- breidda á Íslandi? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.