Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 31. október 2011 19 ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ Sem viðskiptavinur í Stofni nýtur þú Vegaaðstoðar Sjóvá án endurgjalds. Kynntu þér stækkað þjónustusvæði Vegaaðstoðar á sjova.is. VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ Bensínlaus, straumlaus, sprungið, tjónaskýrsla? ÞÚ HRINGIR Í 440 2222 OG VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ BJARGAR MÁLUNUM Fáðu símanúmer Vegaaðstoðar sent í símann þinn. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 31. október ➜ Tónleikar 20.00 Björk Guðmundsdóttir heldur tónleika í Hörpu. Miðaverð er kr. 9.900 í stæði. Uppselt er í sæti. ➜ Fundir 17.15 Fjórði fundur um frumvarp stjórnlagaráðs til stjórnarskipunarlaga fer fram í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Fulltrúar stjórnlagaráðs eru þau Íris Lind Sæmundsdóttir og Ómar Ragnarsson. Allir velkomnir. ➜ Upplestur 21.00 Fyrsta upplestrarkvöld Forlagsins verður á Café Rosenberg. Boðið verður upp á konfekt og hundrað fyrstu gestirnir fá frían drykk og aðgangur er ókeypis. Þeir sem fram koma eru bræð- urnir Hallgrímur og Gunnar Helgasynir, Ragna Sigurðardóttir, Stefán Máni, Elín Hirst og Guðrún Ebba, Bryndís Björgvinsdóttir, Arndís Þórarinsdóttir og Haukur Ingvarsson. ➜ Námskeið 20.15 Námskeiðið Eystrasalt – ferð um fögur lönd með Jóni Björnssyni verður haldið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið er öllum opið og er í húsnæði Endurmenntunar að Dun- haga 7 næstu þrjú mánudagskvöld. Skráning og frekari upplýsingar á www. endurmenntun.is ➜ Tónlist 22.00 Dj Hús sér um tónlistina á Prikinu. ➜ Samkoma 10.00 Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi, standa fyrir göngu í Egilshöll. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. SKOTINN Justin Timberlake er nýbyrjaður aftur með Jessicu Biel en viðurkennir að hann sé pínu skotinn í Pippu Middleton. NORDICPHOTOS/GETTY Popparinn Justin Timberlake hefur viðurkennt að hann sé spenntur fyrir Pippu Middleton, systur Katrínar hertogaynju af Cornwall. „Við bandarískir karlmenn erum miklir aðdáendur Pippu. Við erum mjög hrifnir af Middle- ton-systrunum. Ég er farinn að hljóma eins og skíthæll, ég ætla að hætta að tala núna,“ sagði Justin í viðtali við tímaritið Esquire. Justin og leikkonan Jessica Biel tóku nýverið aftur saman eftir stuttan aðskilnað. Pippa Middleton hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir brúðkaup systur hennar og Vilhjálms Bretaprins fyrr á þessu ári. Meðal annarra karl- manna sem lýst hafa aðdáun sinni á henni er söngvarinn Cee Lo Green. Justin skot- inn í Pippu Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, kveðst skilja hvers vegna svo margir hata hann eins og raun ber vitni. Hann segist vita að hann muni aldrei geta verið allra. Söngvarinn segir að það sem sumt fólk hati við hann sé það sama og veki áhuga annarra. „Við erum bæði mest elskaða og mest hataða hljómsveit í heiminum. Margar af ástæðum þess að fólk þolir okkur ekki – fyrir utan sjálfan mig, sem ég skil því ég þarf að þola mig sjálfur – eru einmitt þær sem gera okkur spennandi,“ segir Bono. Sem dæmi um þetta nefnir hann hugrekkið, hvað bandið sé leitandi í sköpun sinni og óhrætt við að gera mistök opinberlega. „Sú djörfung að halda að þú getir skipt þér af hlutum eins og niðurfellingu skulda og fá að heyra það hjá vinum þínum fyrir vikið.“ Bono segist skilja að sumir fái æluna upp í kok þegar myndir birtast af U2-mönnum að taka í spaðann á stjórnmálamönnum eða þegar liðs- menn sveitarinnar tala um trúmál. Hann segir jafnframt að markmiðið með U2 sé alltaf að gera eitthvað nýtt en er þó ekki viss um að það takist alltaf. „Hin andlega kennisetning sem líf mitt – og þessarar hljómsveitar – byggist á er endurfæðing, að maður geri ekki sömu mistökin aftur og aftur. En ég óttast að það sé einmitt það sem ég geri alltaf.“ Bono skilur þá sem hata hann og U2 UMDEILDIR The Edge og Bono á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.