Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.10.2011, Blaðsíða 36
31. október 2011 MÁNUDAGUR16 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. óskiptu, 6. eftir hádegi, 8. sjór, 9. hlaup, 11. tveir eins, 12. kvk nafn, 14. teygjudýr, 16. hvort, 17. pumpun, 18. angan, 20. tveir eins, 21. feikna. LÓÐRÉTT 1. bein, 3. 950, 4. fyrirmæli í lögum, 5. sarg, 7. mannafli, 10. festing, 13. blaður, 15. flatormur, 16. málmur, 19. fyrirtæki. LAUSN LÁRÉTT: 2. öllu, 6. eh, 8. mar, 9. gel, 11. gg, 12. gríma, 14. amaba, 16. ef, 17. sog, 18. ilm, 20. ðð, 21. risa. LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. lm, 4. lagaboð, 5. urg, 7. herafli, 10. lím, 13. mas, 15. agða, 16. eir, 19. ms. JÆJA ÞAÐ ER NÚ BARA FRÁ- BÆRT! AUÐVITAÐ SELJA ALLIR HÁRFROÐU! EN HUGSAR EIN- HVER HÁRGREIÐSLUSTOFA UM AÐ EIGA BIRGÐIR AF HÁR- FROÐU?! NEIIIII … Klikk Ég er ekki frá því að gulldrengurinn hans pabba hafi misst eitthvað smáræði í buxurnar. Engar áhyggjur, þetta er lítið og lyktar eins og blómahaf! Stundum finnst mér eins og það sé þessi með hornin sem stjórnar öllu! Ég fæ sömu tilfinningu! Owen er kom- inn í Manc- hester United! Almáttugur! Þó ég sé ekki að hlusta þarf það ekki að þýða að ég heyri ekki í þér! Ókei, ókei! PALLI! GAKKTU FRÁ SKÓNUM ÞÍNUM! PALLI, gakktu frá skónum þínum! Palli, gakktu frá skónum þínum. Ruslskúffan okkar er farin að hafa slæm áhrif á aðrar geymslur í NEIHVER- ANDSK Ég held við séum bara tveir í bænum Priego de Córdoba sem eigum það til að flýta okkur. Það er að segja ég og katalónski markaðsstjórinn sem arkar eftir götunum eins og byssubrandur. Allir aðrir virðast sífellt fara fetið á leið sinni um bæinn og stoppa annan hvern mann sem þeir hitta og spyrja út í hagi hans. Er fólki þetta svo tamt að bílstjórar hika ekki við að stoppa þegar þeir aka eftir þröngum einstefnugötun- um, skrúfa niður rúðuna og hefja spjall við kunningja á vegkantin- um og láta ólund þeirra sem fyrir aftan eru sér í léttu rúmi liggja. EN EFTIR lexíu nokkra sem ég fékk um daginn er ég að velta fyrir mér að skilja Katalanann eftir einan í þessu ólundarliði. Þannig er mál með vexti að ég var að drífa mig og tók bílinn því ég þurfti að fara á fund í útjaðri bæj- arins. Ég er rétt búinn að fara hundrað metra eftir þröngri og krókóttri ein- stefnugötu þegar ég kem að kyrr- stæðum bíl. Hlýtt var í veðri svo ég skrúfa niður rúðuna og þar sem ég var orðinn stressaður kveikti ég á græjunum. Bíllinn fyrir framan mig rétt lullast þá áfram nokkra metra. Við förum fyrir horn og sé ég þá að nokkuð löng bílaruna er fyrir framan mig. ÉG ÞEN bílflautuna svolítið en set svo Hauk Morthens undir geislann og falleg- asta rödd allra tíma hljómar um þröng strætin: „Þó þorskurinn sé ekki skepna skýr hann skömm hefur Bretanum á.“ SVO LOKS lullast röðin að götukaflanum sem er með tvær akreinar og þá gat ég beygt til hliðar og síðan keyrt framhjá rununni, syngjandi „kaupakonan hans Gísla í Gröf er glettin og hýr á brá“. En þá dynja ósköpin yfir. Ég sé, mér til mik- illar hrellingar, að fyrir framan bílaröð- ina er heil hersing af fólki og svo glittir þar í blómahaf mikið. Og síðan þegar ég er að fara framhjá öllu saman sá ég sjálfan líkbílinn. Ég ætlaði að hverfa út í umferðina en varð fastur á rauðu ljósi. Ég kunni ekki við að loka glugganum meðan líkfylgdin fór framhjá mér en ég lækkaði í Hauki og hugsaði með mér hvað ég gæti sagt ef einhver yrti á mig. Hvernig skyldi maður segja á spænsku: „Jæja, Hemmi minn, ertu ekki alltaf í boltanum?“ Jarðarför íslenskrar ólundar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.