Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 8
29. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 1. Hvar er spáð 18 gráðu frosti á morgun. 2. Hver er flutningsmaður þingsályktunartillögu um bann við kaupum útlendinga á jörðum? 3. Hvar hélt hljómsveitin Mínus tónleika nýverið? SVÖR: 1. Á Hvanneyri 2. Guðfríður Lilja Grétars- dóttir 3. Í St. Pétursborg í Rússlandi EGYPTALAND Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmor- un þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virt- ist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokk- urn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska frétta- stofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reynd- ar að bíða nokkuð lengi. Kjörstað- ir voru ekki allir opnaðir á rétt- um tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þús- undir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráða- birgðastjórnar, og telja að kosning- arnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjör- dagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætis- flokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi mús- lima, samtökum heittrúaðra mús- lima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verð- ur að öllum líkindum Wafd-flokk- urinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is Langþráðar kosningar hófust í gær Kjósendur fjölmenntu á kjörstaði í Egyptalandi í gær og biðraðir mynduðust víða. Þetta var fyrsti kjördagurinn í meira en þriggja mánaða löngu kosningaferli. Mótmælendur neita að taka þátt. FORSETAFRAMBJÓÐANDI Í BIÐRÖÐINNI Amr Moussa, einn forsetaframbjóðenda og fyrrverandi leiðtogi Arababandalagsins, í biðröðinni fyrir utan einn kjörstaðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Kosningafyrirkomulagið er harla flókið. Fyrst er kosið til neðri deildar þingsins í þremur áföngum og síðan til efri deildarinnar, einnig í þremur áföngum. Í hverjum áfanga er kosið í níu af 27 héruðum landsins. Hverjum áfanga er þar að auki skipt upp í fyrri og seinni umferð, þannig að alls verður gengið tólf sinnum til kosninga og dreifast kjördagarnir á rúma þrjá mánuði, sem hér segir: Kosningar til neðri deildar ■ 1. áfangi (9 héruð af 27): Fyrri umferð 28.-29. nóv., seinni umferð 5.-6. des. ■ 2. áfangi (9 héruð af 27): Fyrri umferð 14.-15. des., seinni umferð 21.-22. des. ■ 3. áfangi (9 héruð af 27): Fyrri umferð 3.-4. jan., seinni umferð 10.-11. jan. Kosningar til efri deildar ■ 1. áfangi (9 héruð af 27): Fyrri umferð 29. jan., seinni umferð 5. feb. ■ 2. áfangi (9 héruð af 27): Fyrri umferð 14. feb., seinni umferð 21. feb. ■ 3. áfangi (9 héruð af 27): Fyrri umferð 4. mars, seinni umferð 11. mars. Flókið kosningakerfi MENNING Fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar ætlar að skoða réttar- stöðu sína vegna þess sem hann kallar æru- meiðandi aðdróttanir í skýrslu um ófarir leikfélagsins. Egill Arnar Sigurþórsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra frá ágúst 2008 til júlíloka 2011, segir í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum að ekki sé hægt að skilja orðalag í skýrslunni öðruvísi en að þar sé hann sakaður um fjárdrátt. Það segir hann algera fásinnu, hann hafi greitt af eigin reikningi til að standa skil á greiðslum fyrir félagið. Egill segir að hann beri ekki einn ábyrgð á slæmri stöðu leikfélagsins. Við gerð fjár- hagsáætlana hafi aðeins verið gert ráð fyrir öruggum tekjum, og því hafi þurft að velja góð leikverk til að stoppa í stórt gat. Það hafi ekki tekist. Þá segir Egill leikstjóra félagsins hafa valið að fara með sýningu til Reykjavíkur og setja upp Rocky Horror þrátt fyrir varnaðar- orð sín og annarra hjá félaginu. „Ég skorast ekki undan því að taka ábyrgð á því sem mér ber í þessu sambandi en það virðist deginum ljósara að enginn annar þeirra sem höfðu aðkomu að málinu telur sig þurfa að gangast við sinni ábyrgð,“ segir Egill í yfirlýsingu sinni. - bj Fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar segir ásökun um fjárdrátt fásinnu: Telur aðdróttanir ærumeiðandi LEIKFÉLAG Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar á síðasta ári nam um 67 milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNA VÍSINDI Nýfundnir steingerving- ar benda til þess að mannfólkið hafi veitt djúpsjávarfiska með færi og önglum af bátum löngu fyrir þann tíma sem talið var að slík veiðarfæri hafi verið þróuð. Steingerð bein af túnfiskum og hákörlum sem fundust í helli á eyjunni Austur-Tímor í Kyrra- hafi sýna að fólk gat veitt þessar tegundir fyrir 42 þúsund árum, samkvæmt því sem fram kemur í vísindaritinu Science. Elstu önglar sem fundist hafa eru um 23 þúsund ára gamlir og eru gerðir úr skeljum. Þróun fiskveiða er talin mikil- væg þar sem hún gefur innsýn í notkun fólks á bátum. - bj Fiskabein sýna þróun veiða: Veitt með öngli fyrr en talið var ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði ríflega 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum árs- ins. Það er talsverður viðsnúning- ur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var tæplega 17 millj- arðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi OR sem lagður var fram í gær. Þrátt fyrir þetta var afkoma af reglulegri starfsemi betri en á síð- asta ári. Rekstrartekjur tímabils- ins námu 24,4 milljörðum króna en voru 19,4 milljarðar á sama tíma- bili í fyrra. Heildareignir OR voru 291,7 milljarðar, en voru 286,5 milljarðar á sama tíma í fyrra. Auknar tekjur og aðhald í rekstri skýra betri afkomu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni. Á móti kemur óhagstæð gengisþróun og lækkun álverðs sem hefur haft verulega neikvæð áhrif á stöðu félagsins. Haldbært fé frá rekstri OR nam 14,1 milljarði króna, og hækkaði um 4,3 milljarða króna frá fyrstu níu mánuðum síðasta árs sam- kvæmt árshlutareikningnum. Í tilkynningu frá OR segir að vel hafi gengið að ná tökum á rekstr- inum og skera niður kostnað. Það sé lykilatriði að fyrirtækið standi við þá aðgerðaráætlun sem gerð hafi verið í samstarfi við eigendur þess í vor. Þar segir jafnframt að þróun ytri þátta á borð við álverð og gengi sýni að fyrirtækið sé enn of viðkvæmt fyrir sveiflum af því tagi. - bj Viðsnúningur í rekstri OR frá sama tíma á síðasta ári: Tap nú 5,3 milljarðar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.