Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 26
29. NÓVEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 ● LÍN TímaLÍNa 1961: Lög um LÍN samþykkt í fyrsta sinn þann 20. mars. Lán og styrkir, M- og N-lán. Stúdentar við Háskóla Íslands eiga kost á láni frá og með 3. ári náms, en námsmenn erlendis frá byrjun. 1967: Lagabreyting, L-lán. Stúdentar við H.Í. eiga kost á láni frá byrjun náms eins og náms- menn erlendis. Endurgreiðslur hefjast 5 árum eftir námslok og greiðast á 15 árum með jöfnum afborgunum. Fyrsti starfsmaður LÍN ráðinn. 1969: Aðrir nemendur á Íslandi en í H.Í. fengu aðgang að LÍN í fyrsta skipti. Það voru nemendur við Kennaraskóla Íslands og Tækniskóla Íslands. 1970: Byrjað að afgreiða svo- kölluð haustlán til námsmanna erlendis, þ.e. hluta lánsins fyrir- fram. 1971: Haustlán líka afgreidd til námsmanna við H.Í. 1972: Lagabreytingar sem tryggja nemendum enn fleiri skóla á Íslandi aðgang að LÍN. Allir nemar á Íslandi eiga kost á haustúthlutun nema 1. árs nemar. 1975: Tölvuskráning lánþega LÍN hefst í upphafi árs. 1976: Ný lög um LÍN, V-lán. Lánin eru nú verðtryggð, en vaxtalaus. Afborganir hefjast þremur árum eftir námslok. Afborganir eru tekjutengdar og greitt af þeim í 20 ár. 1982: Ný lög um LÍN, S-lán. Sett í lög að námslán skuli vera 100% af framfærsluþörf námsmanna. Lánin eru nú til 40 ára. 1992: Ný lög um LÍN, R-lán. Verð- tryggð lán með 1-3% vöxtum. Greitt af lánum þar til þau eru uppgreidd. Áfram tekjutengd afborgun, nú 4,75% af tekjum. Fyrirframgreiðslu framfærslulána er hætt og upphæð lána tengd námsframvindu. Námslán greidd út eftir hverja önn þegar námsárangur hefur borist. Samkomulag gert við banka um að þeir veiti námsmönnum fyrirgreiðslu meðan beðið er eftir námslánum. Hætt er að lána fyrir skólagjöldum erlendis í grunn- námi. Í staðinn er boðið upp á svokölluð markaðskjaralán (lán á almennum bankakjörum) fyrir skólagjöldum. Hámark sett á lán til skólagjalda. 1997: Lög sett um Málskots- nefnd LÍN. 2002: Í fyrsta sinn hafa maka- tekjur ekki áhrif á upphæð námsláns hjá námsmanni, nema í þeim tilfellum þegar náms- maður sækir um viðbótarlán vegna maka. 2005: Nýr lánaflokkur, G-lán þar sem tekjutengd afborgun lækkar í 3,75% af launum, en í staðinn er líka horft á fjármagnstekjur. Lánþegum með R-lán var gefinn kostur á að sækja um skuld- breytingu. Hætt er að veita mark- aðskjaralán fyrir skólagjöldum erlendis í grunnnámi. 2007: Byrjað er aftur að veita almenn námslán fyrir skólagjöld- um erlendis í grunnnámi, þó með árlegum takmörkunum. 2009: Breyting á lögum um LÍN. Ábyrgðarmannakerfið er afnumið. Nú þarf ekki lengur ábyrgðarmann fyrir námslánum. 1967-1968 2010-2011 ■ Ísland ■ Erlendis52% 20% 48% 80% Hlutfall námsmanna erlendis og á Íslandi af heild allra námsmanna á lánum hjá LÍN þessi ár. 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 1996- 1997 1997- 1998 1998- 1999 2000- 2001 2001- 2002 2002- 2003 2003- 2004 2004- 2005 2005- 2006 2006- 2007 2007- 2008 2008- 2009 2009- 2010 2010- 2011 2010- 2011 M ill jó ni r k ró na Yfirlit yfir veitt skólagjaldalán LÍN frá 1996-2010 LÖND SEM LÍN HEFUR LÁNAÐ TIL 1. STAÐFESTING Á SKÓLAVIST: Staðfestinguna verða þeir námsmenn á Íslandi að senda sem borga há skólagjöld og einnig námsmenn erlendis sem eru að hefja nýtt nám. Umsóknin tekur ekki formlega gildi fyrr en slík staðfesting hefur borist sjóðnum. 2. ÚTREIKNINGUR Á LÁNI: LÍN birtir á Mínu svæði námsmanna lánsáætlun og staðfestir þannig gildar umsóknir. Fyrirframgreiðsla skólagjalda hefst til þeirra sem eiga rétt á því. 3. SKULDABRÉF: Þeir sem eru að sækja um námslán í fyrsta sinn eða hafa gert árshlé á námi sínu fá sent skuldabréf til undirritunar. 4. ENSKUMÆLANDI LÖND: Senda þarf LÍN upplýsingar um skólagjöld og styrk/styrkleysi fyrir hverja önn eða allt námsárið. 5. ENDANLEG TEKJUÁÆTLUN: Staðfesta verður tekjuáætlun áður en útborgun haustlána fer fram. 6. NÁMSÁRANGUR: Námslán eru afgreidd þegar námsárangur hefur borist. Skólar á Íslandi senda árangurinn beint til LÍN, en námsmenn erlendis verða að sjá um það sjálfir. Þeir sem ekki taka próf á miðjum vetri verða að senda staðfestingu á námsástundun. 7. ÚTBORGUN LÁNS: Lágmarksnámsárangur er 18 ECTS einingar eða ígildi þeirra. Greiðslan er lögð inn á bankareikning námsmanns. 8. SKATTFRAMTAL: Allir lánþegar verða að staðfesta endanlegar tekjur með skattframtali. Námsmenn á Norðurlöndunum verða til viðbótar íslensku skattframtali að senda afrit af álagningarseðlum eða skattframtali í náms- landinu. Barnlausir einstaklingar á Íslandi í leigu- húsnæði verða að skila leigumiða (RSK 2.02). FRÁ UMSÓKN TIL ÚTBORGUNAR Nám erlendis Háskólanám á Íslandi Sérnám á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.