Fréttablaðið - 29.11.2011, Page 13

Fréttablaðið - 29.11.2011, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember 2011 13 H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA - 1 1- 25 44 SVÍÞJÓÐ Gävle-hafurinn hefur verið settur upp í bænum Gävle í Svíþjóð, eins og venja er í upphafi aðventu. Hafur hefur verið reist- ur á aðaltorgi bæjarins ár hvert síðan 1966. Oftar en ekki hefur verið kveikt í hafrinum áður en jólin ganga í garð. Bæði hafurinn og það að kveikja í honum eru hefðir í bænum. Brenni hann fyrir Lús- íuhátíðina 13. desember er nýr settur í staðinn. Yfirvöld í bænum hafa gripið til ýmissa aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir íkveikju, með misjöfnum árangri. Í fyrra var meiri öryggisgæsla en nokkru sinni fyrr í kringum hafurinn og hann þraukaði út aðventuna, þrátt fyrir að brennuvargar hafi reynt að múta öryggisvörðum. - þeb Oftast kveikt í hafrinum: Frægasti hafur Svíþjóðar JÓLAHAFUR Á ÍSLANDI IKEA á Íslandi setti upp hafur í fyrra, sem varð svo eldi að bráð líkt og fyrirmyndirnar í Svíþjóð. DÓMSMÁL Tveir karlmenn, báðir innan við tvítugt, hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir rán. Mönnunum er gefið að sök að hafa ruðst inn á heimili manns með andlit sín hulin og vopnaðir hnífi í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar ránsmann- anna stóð yfir fórnarlambinu og ógnaði honum með hnífnum á meðan hinn safnaði saman verð- mætum. Þeir hótuðu honum síðan lífláti ef hann segði frá því sem gerst hafði. Mennirnir tveir höfðu á brott með sér tvær leikjatölvur, tölvu- leiki, DVD-myndir og 5.000 krón- ur í reiðufé. - jss Ógnuðu með hnífi: Undir tvítugu í vopnuðu ráni Sleginn í andlitið Maður var sleginn í andlitið fyrir utan Kaffi Rós í Hveragerði aðfaranótt sunnudags. Hann átti sér einskis ills von er maður gekk að honum og sló hann tvö hnefahögg. Maðurinn hlaut minni háttar áverka. Fyrir liggur hver árásarmaðurinn er. 200 lítrar af gambra Lögregla gerði tvö hundruð lítra af gambra upptæka á sveitabæ í Árnes- sýslu nýverið. Engin suðutæki fundust né tilbúið áfengi. Maður gekkst við því að eiga mjöðinn. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Stærsta greiðslu- tryggingafyrirtæki heims, Euler Hermes, hefur hafið viðskipti við íslensk fyrirtæki á ný. Fyrirtæk- ið lokaði á viðskipti við íslensk fyrir tæki í kjölfar bankahruns- ins. Euler Hermes ti lkynnti íslenska innflutningsfyrirtæk- inu Innnes þetta fyrir helgi en Innnes hefur allt frá hruni staðið fyrir reglulegri upplýsingagjöf til Euler Hermes um stöðuna á Íslandi. „Ég efast um að margir átti sig á því hvað þetta er örugg- lega búið að valda mörgum fyrirtækjum á Íslandi miklum erfiðleikum,“ segir Haraldur Jónsson, for- stjóri Innnes, og bætir við: „ Nokkrir af mínum birgjum fara með öll sín viðskipti í gegnum Euler Hermes og frá 2008 höfum við þurft að greiða þessum birgjum annað- hvort með staðgreiðslu eða þá hafa bankaábyrgð á greiðslunum. Þetta hefur kostað okkur tals- verða fjármuni.“ Innnes hefur nú endurheimt sömu greiðslufresti og það hafði fyrir hrun en fyrirtækið skipt- ir við um 100 erlenda birgja um allan heim. Haraldur bætir þó við að margir þeirra hafi sýnt stöðu Innnes skilning eftir að banka- hrunið varð og ekki breytt kjör- um fyrirtækisins. Þá segir hann að þrátt fyrir að Innnes hafi nú hafið viðskipti við Euler Hermes á ný sé ekki sjálfgefið að fyrirtækið hefji aftur viðskipti við öll önnur íslensk fyrirtæki. Tvö önnur greiðslutrygginga- fyrirtæki, Astradius og Coface, hafa átt í takmörkuðum viðskipt- um við íslensk fyrirtæki síðustu misseri. Euler Hermes er hins vegar stærst á þessu sviði og margir erlendir birgjar eru aðeins með tryggingasamninga við Euler Hermes. Ákvörðun Euler Hermes hefur því mikla þýðingu fyrir fyrir tæki á borð við Innnes. - mþl Euler Hermes, stærsta greiðslutryggingafyrirtæki heims hefur aflétt lokun á viðskipti við íslensk fyrirtæki: Opna á viðskipti við íslensk fyrirtæki á ný HARALDUR JÓNSSON FÓLK Orkuveita Reykjavíkur hyggst veita viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar fyrir jólin líkt og undanfarin ár. Samkeppni Orkuveitunnar nær til dreifisvæðis hennar, í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og Akranesi. Orkuveitan óskar eftir til- nefningum almennings á feg- urstu, smekklegustu og snotrustu skreytingunum. Tilnefningar er hægt að senda inn í gegnum heimasíðuna or.is. - þeb Orkuveitan vill tilnefningar: Viðurkenningar fyrir skreytingar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.