Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 18
18 29. nóvember 2011 ÞRIÐJUDAGUR www.unicef.is SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI! VERTU MEÐ, KAUPTU N F Horfðu á þáttinn 9. desember í opinni dagskrá á Stöð 2. HÉR FÆRÐU RAUÐU NEFIN: HAGKAUP, BÓNUS, MP BANKI, TE OG KAFFI, SKÁTAR UM ALLT LAND Hvar sem mannshjartað slær, hversu illa sem lífið leikur það, er eitt sem það þráir að forð- ast: ofbeldi. Þessi ósk hefur, þrátt fyrir allt, búið í hjarta mannkyns frá ómunatíð. Það dýrmætasta í lífinu er oftast falið innan um hversdaglega hluti. Það er hulin fegurð, ekkert prjál og skraut. Fólk líður hjá og enginn tekur eftir því nema sá sem hefur hugrekki til að loka augunum. Hið dýrmæta er á mörkunum. Saga ofbeldis er saga kúgunar, ofstækis og ofríkis þeirra sem vilja græða, öðlast völd, eignast land, drottna. Þetta er skelfileg saga sem greint er frá í smáatriðum í sögubókum, saga sem of oft verð- ur hetjusaga í túlkun söguritara. Þetta er saga sem á sér fyrirmynd- ir í goðsögnum og stríðshetjum líkt í grískri og norrænni goðafræði. Svo stríðsglöðum goðum að þær lögðu jafnvel andstæðingum sínum lið eða egndu saman vinum. Það þekkjum við einnig úr sögu nútíma- vopnasölu og stríðsstuðningi stór- velda við geðsjúka einræðisherra. Hvað sem þeir heita allir þess- ir ofbeldisfullu leiðtogar þjóða og hryðjuverkasamtaka allra tíma: hættum að minnast þeirra. Til er annar hópur kvenna og karla sem fátt er um skrifað þrátt fyrir þrek- virki þeirra og mannraunir til að koma í veg fyrir ofbeldi, stríð, kúgun og dauða og með því að skapa frið. Hverjar eru útlínur friðarins? Til er regla sem kalla má megin- reglu í mannlegum samskiptum. Reglan lætur lítið yfir sér. Hún er hljóðlát, ekki áköf eða frek. Hún hrópar ekki á torgum undir lúðra- blæstri, stærir sig ekki, krefst ekki fylgis og refsar ekki en hefur kraft til að láta hönd hefndar og ofbeldis síga. Nafn hennar er friðarreglan og hún hljómar svona: særið engan. Hún fer ekki í manngreinarálit, hún gildir óháð stétt, búsetu, stöðu, kyni, uppruna og öðru sem sett er fram til aðskilnaðar. Hún er grunn- regla mannréttinda. Hún bindur ekki, hún skerðir ekki frelsi, hún kveður aðeins á um ein mörk. Hún segir ekki hvað fólk á að gera, held- ur aðeins hvað það megi ekki gera. Hún setur ein mörk, eitt bann. Hún er sagnarandinn í brjóstinu sem hvetur fólk aldrei til eins eða neins heldur letur það og varar við: ekki gera þetta, hvað sem á dynur, ekki slá, ekki berja, ekki hóta, ekki drepa. Reglan er svo djúp og forn að hún er handan siðfræði og lög- fræði. Hún er grunnstoð án undan- tekninga. Hún er friðurinn, jafnt friðurinn á heimilinu sem heims- friðurinn í hjartanu. Siðfræðingur getur fundið undan tekningu á friðarreglunni í formi sjálfsvarnar og dómari gilda réttlætingu fyrir broti á reglunni – reglan sjálf verður þó ekki numin úr gildi. Verkefnið er að læra regl- una og kenna hana, ekki að vopnbú- ast heldur friðvæðast. Réttlætið fylgir aldrei ofbeldi og kúgun. Í grískri goðsögn er friður- inn gyðja sem á tvær systur: gyðju réttlætis og gyðju viturlegra laga – og segir fátt af þeim enda hóf- stilltar og í þeim brennur hvorki heift og reiði. Þar sem þær fara um eru blómlegir akrar en ekki sviðin jörð. Særið engan er friðarreglan. Tákn hennar er ekki hávaxin gyðja og herðabreið með skjöld og sverð á lofti. Ekki nakin fegurðardís sem rís upp úr skel, ekki móðirin með ungbarnið. Tákn hennar er konan sjálf án allra hlutverka – hið kven- læga. Hún skilgreinist ekki af stríði og hún merkir ekki stríðs- laust ástand eða vopnahlé eins og flestallir heimsleiðtogar virðast telja. Ef reglunni er fylgt þróast friðarmenning. Reglan er mild og þekkist á því að sá sem virð- ir hana vinnur lífinu ekki mein, heldur skapar ró og næði, öryggi. Slíkur friður er sprottinn af kær- leika og gleði og er meira en óljós tilfinning. Föruneyti hennar vinn- ur ævinlega með lífinu og aldrei gegn því. Dyggðir friðarreglunnar Tákn friðarreglunnar getur einnig verið regnbogi, dúfa, blóm, hring- ur eða silfur því hún er stundum kölluð silfurreglan í mannlegum samskiptum. Gyllta reglan kveð- ur á um frumkvæði til að gera öðrum gott en silfurreglan er um mörk friðsemdar og ofbeldis: ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér. Friðarreglan er jafn- framt kjarni frelsisreglunnar víð- kunnu um að setja einstaklingum einungis þau mörk: að valda ekki öðrum tjóni. Það krefst hugrekkis að velja regluna um friðinn: að nema staðar og hlusta á innri rödd mannshjart- ans, röddina sem velur lífið. Friðar- reglan er friðarsúlan, ekki aðeins í Viðey heldur á öllum eyjum, heims- álfum og landamærum. Hún sendir hljóðlát skilaboð út um allan heim, hvar sem ógnarhönd ætlar að reiða til höggs, hvar sem kúgun á sér stað. Hún er skilyrðislaus beiðni um líf án ofbeldis. Hljóðlaust ljós sem flæðir um loftin. Þær dyggðir sem þarf að efla til að friðarreglan verði okkur töm eru virðing, hófsemi og kærleikur. Friðarreglan: særið engan Kynbundið ofbeldi Gunnar Hersveinn heimspekingur Gerræðisleg geðþóttaákvörðun Það kemur mér veru-lega á óvart að ég virðist vera eini maðurinn sem hef talað máli Huangs Nubo við Ögmund Jónasson innanríkis- ráðherra um áform Huangs um stórfellda uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðaustur- landi. Ég átti ágætan fund fyrir um mánuði síðan með innanríkisráðherra, ráðu- neytisstjóra hans og skrif- stofustjóra. Á fundinum lagði ég fram minnisblað um málið en gerði forsvarsmönnum ráðuneytisins grein fyrir því að ég væri eingöngu að ræða við þau sem gamall skólafélagi og vinur Huangs. Aðrir færu með umboð hans hér á landi og formleg samskipti. Þá bauðst ég til að koma á fundi milli ráðuneytisins og Huangs. Ekki boðlegt svar Eftir að erindi Huangs hefur verið þrjá mánuði til ítarlegr- ar skoðunar af lögfræðingum innanríkisráðuneytisins, að sögn ráðherra, hafi þeir kom- ist að þeirri niðurstöðu að fjár- festingaráform Huangs upp- fylltu ekki lagaskilyrði um erlendar fjárfestingar hér á landi. Það hefur legið fyrir frá upphafi málsins enda sótt um undanþágu vegna umræddra laga. Ella hefði það verið óþarfi. Með svari innanríkis- ráðherra er því verið að hafa málsaðila að fíflum og reynd- ar þjóðina alla. Ekki boðleg stjórnsýsla Það er áhyggjuefni hversu slæm stjórnsýsluleg með- ferð ráðuneytisins er í þessu máli. Það virðast brotnar allar meginreglur góðrar stjórn- sýslu. Ekkert hefur verið rætt við málsaðila eða leitað eftir þeirra sjónarmiðum. Á það jafnt við um kaupendur og seljendur. Ekkert samráð er haft við sveitarfélagið Norður- þing sem fer með skipulags- valdið á Grímsstöðum eða leit- að álits þeirra um hvort áform Huangs samrýmist stefnu sveitarfélagsins í atvinnu- og ferðamálum. Ekkert samráð var haft við samtök ferðaþjón- ustu á svæðinu. Ekkert samráð var haft við aðra ráðherra ríkistjórnar- innar sem fara með erlendar fjárfestingar, utanríkis-, við- skipta- eða ferðamál eins og fram hefur komið í fréttum. Innanríkisráðherra hefur því hagað sér eins og óforbetran- legur einræðisherra í þessu máli frá upphafi til enda. Ef eitthvað hefur lent á hans borði í þessu máli er það frum- kvæði annarra en ráðuneytis- ins. Ögmundur hunsar algjör- lega vilja heimamanna í þessu máli. Sala lands milli einkaaðila Fullyrt hefur verið trekk í trekk að þjóðin sé að afsala sér ekki bara landi heldur hugs- anlegum auðlindaréttindum sem því fylgja. Það er alrangt. Almenningur í landinu á ekk- ert í því landi sem til sölu er og ekkert í þeim réttindum sem því fylgja. Þrátt fyrir lög þarf ríkis- valdið að sýna fram á ríka hagsmuni til að standa gegn viðskiptum tveggja einkaað- ila. Um það snýst undanþágu- grein laga um jarðarkaup. Ef ekki eru málefnaleg rök fyrir því að hafna slíkum við- skiptum gengur það augljós- lega gegn stjórnarskránni en enn hefur ekki verið lagt til að afnema friðhelgi eignar- réttarins. Stjórnvöld eins og aðrir geta ekki horft fram hjá stjórnarskránni eða leyft sér að hundsa hana ef þeim sýnist svo. Rétt er að taka fram að ég þekki ekkert til seljanda jarðarinnar. Það liggur hins vegar fyrir að þeir treysta sér ekki lengur til að yrkja jörð- ina og láta hana þannig skila arði til samfélagsins. Huang er hins vegar tilbúinn til að nýta jörðina samfara verndun hennar og skila þannig arð- semi til samfélagsins, bæði ríkis og sveitarfélags, svo ekki sé minnst á að skapa atvinnu fyrir vinnufúsar hendur sem allt of margar fá ekkert að gera. Það er kaldhæðni örlag- anna að það er gamall verka- lýðsforingi sem stendur gegn atvinnusköpun og kemur þannig í veg fyrir að hundruð atvinnulausra einstaklinga fái vinnu. Get ekki orða bundist Umræðan um minn gamla kæra vin Huang Nubo hefur verið með þeim hætti að ég get ekki orða bundist. Fjöldi fólks hefur rægt hann og ætlað honum illar hvatir án þess að þekkja nokkuð til hans eða hafa fyrir því hin minnstu rök. Ég sé mig því knúinn til að andmæla íslenskum mann- orðsmorðingjum. Huang er einstaklega ljúfur og traustur einstaklingur, kraftmikill og skemmtilegur. Um það getum við sem höfum kynnst honum náið staðfest.Ég ræddi við Huang góða stund um áform hans þegar ég hitti hann í haust. Hann var mjög spennt- ur fyrir verkefninu en sagðist jafnframt ekki nenna að standa í neinu orðaskaki við stjórnvöld á Íslandi ef hann væri ekki vel- kominn til landsins. Rétt er að geta þess að Huang litli, eins og ég kallaði hann í skóla, er í engri fýlu og eflaust tilbúinn að standa við áform sín ef stjórnvöld sýna til þess einhvern vilja. Sjá má lengri útgáfu af greininni á visir.is. Erlendar fjárfestingar Tryggvi Harðarson sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Ekkert hefur verið rætt við málsaðila eða leitað eftir þeirra sjónarmiðum. Á það jafnt við um kaupendur og seljendur. Ekkert samráð er haft við sveitar- félagið Norðurþing sem fer með skipulagsvaldið á Grímsstöðum eða leitað álits þeirra um hvort áform Huangs samrýmist stefnu sveitarfélagsins í atvinnu- og ferðamálum. Ekkert samráð var haft við samtök ferðaþjónustu á svæðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.