Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 21
legu fjölgun má skýra með ýmsum þáttum svo sem fólksfjölgun og auknu námsfram- boði en því er einnig að þakka hagstæðara lánaumhverfi og auknu jafnrétti til mennt- unar. Stærsta breytingin á starfsháttum Lána- sjóðsins hefur falist í rafvæðingu allra ferla hans. Námsmenn og greiðendur geta afgreitt sig sjálfir á „Mínu svæði“ sem einfaldar starfsmönnum alla af- greiðslu á þeirra erindum. Á síðasta ári bárust yfir 40 þúsund tölvupóstar á lin@lin.is. Námsmenn og greiðendur senda gríðarlegt magn af skjölum til sjóðsins á hverju ári og árið 2010 bárust rúmlega 71.000 skjöl til sjóðsins. Þrátt fyrir rafræna þjónustu og mikil tölvupóstsamskipti bárust sjóðnum tæplega 90.000 sím- töl árið 2010. Lánasjóður íslenskra náms- manna er ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Ef íslensk- ir námsmenn hefðu ekki mögu- leika á því að fjármagna nám sitt með sanngjörnum lánum mynd- um við ekki njóta góðs af þeirri reynslu sem fjölbreytileiki í námi býður upp á. Það skiptir miklu máli fyrir lítið samfélag eins og Ís- land að geta notið þess besta sem er í boði hverju sinni og með aðstoð LÍN hafa náms- menn tækifæri til þess að víkka sjóndeild- arhringinn. Ég er ein af mörgum Íslendingum sem naut góðs af lánasjóðnum en ég fór í nám til Kanada. Ef LÍN hefði ekki verið til staðar hefði ég ekki átt möguleika á því og sú fjárfesting sem ég stofn- aði til á þeim árum var hverr- ar einustu krónu virði. Eftir að hafa unnið hér heima í tvö ár að loknu bachelor-námi í viðskiptafræði í Kanada ákvað ég að skella mér í MBA-nám í Hollandi og enn og aftur naut ég góðs af LÍN. Ég er sannfærð um að LÍN sé einn af bestu lána- sjóðum á Vesturlönd- um eftir að hafa borið saman þá möguleika sem ég hafði til að fjármagna nám mitt og þá sem samnemendur mínir í Kanada eða Hol- landi höfðu úr að velja. Það má alltaf deila um upphæð framfærsluláns- ins en það sem gerir LÍN að einstökum sjóði eru möguleikar íslenskra námsmanna til að stunda nám nánast hvar sem er í heiminum. Til gamans má geta að LÍN hefur lánað til námsmanna í yfir 60 mismunandi löndum um allan heim. Enn fremur er vert að athuga að danskir námsmenn sem stunda nám er- lendis á vegum danska lánasjóðsins, SU, eru um 3.000 á meðan um 2.500 íslenskir náms- menn stunda nám erlendis á vegum LÍN. Að lokum langar mig að minnast á það frábæra starfsfólk sem starfar hjá LÍN. Það er mikill metnaður hjá starfsmönnum sjóðsins í að veita framúrskarandi þjónustu. Margt starfsfólk sjóðsins hefur starfað í ára- tugi hjá sjóðnum og óhætt er að segja að það búi yfir gríðarlegri þekkingu á sínu sviði. Margir námsmenn og greiðendur leita ráð- gjafar hjá starfsmönnum sjóðsins varðandi ýmis mál og reyna starfsmenn að liðsinna þeim eins vel og hægt er hverju sinni. Það er virkilega ánægjuleg tilfinning þegar starfs- maður nær að liðsinna einhverjum þannig að hann skilji sáttur við sjóðinn og ánægður með þau svör sem hann hefur fengið. Til hamingju með Lánasjóð íslenskra námsmanna. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Í ár fagnar Lánasjóður íslenskra námsmanna hálfrar aldar afmæli en árið 1961 voru fyrstu lög um sjóðinn samþykkt af Alþingi. Á slíkum tímamótum er mikilvægt að líta til baka og átta sig á því hvað hefur breyst á þessum tíma en einnig er mikilvægt að vekja athygli á öllu því góða sem sjóðurinn hefur leitt af sér. Í dag lánar LÍN til um 12.500 námsmanna, þar af 2.500 erlendis. Ekki liggja fyrir ná- kvæmar tölur yfir fjölda þeirra sem þáðu lán hjá LÍN á fyrstu árum sjóðsins en skólaár- ið 1967-68 þáðu samtals 1.027 námslán, þar af tæplega helmingur erlendis. Þessa gríðar- LÍN í 50 ár Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, fagnar hálfrar aldar afmæli í ár. Hjá sjóðnum starfar fólk með ára- og áratuga reynslu að baki. MYND/STEFÁN 50 ÁRA AFMÆLISRIT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.