Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.11.2011, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember 2011 29 Kynntu þér kosti Frjálsa lífeyrissjóðsins á www.frjalsilif.is. Frjálsi lífeyrissjóðurinn Lífeyrissparnaður valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe (IPE). Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa. Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi skilað sjóðfélögum góðri ávöxtun þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Jafnframt hafi sjóðurinn kynnt nýja þjónustu sem marki ný tímamót en hún felur í sér að hámarka útgreiðslur sjóðfélaga úr lífeyrissparnaði, almennum sparnaði og almannatryggingum. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 100 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru rúmlega 42.000 talsins. Sjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða 12% lágmarksiðgjald og hentar einnig þeim sem vilja ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn. arionbanki.is – 444 7000 Mugison, Björk og Lay Low eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Norrænu tónlist- arverðlaunanna fyrir bestu plötu ársins 2011. Alls eru fimmtíu plötur tilnefndar frá öllum Norðurlöndunum, eða tíu frá hverju landi, og á meðal erlendra listamanna sem fá tilnefn- ingu í ár eru 22-Pistepirkko frá Finnlandi, sem spilaði á Airwaves-hátíðinni í haust, og Lykke Li frá Svíþjóð. Aðrir íslenskir flytjendur sem eru tilnefnd- ir fyrir bestu plötuna eru Sóley, Ham, Sin Fang, ADHD, FM Belfast, Gus Gus og App- arat Organ Quartet. Hópur norræna tónlistarblaðamanna mun velja tólf plötur af þessum fimmtíu og verð- ur niðurstaða þeirra tilkynnt 1. desember. Alþjóðleg sjö manna dómnefnd mun síðan velja plötu ársins úr þessum tólf. Verðlaunin verða afhent 19. febrúar á norsku tónlistar- ráðstefnunni By:Larm. Jónsi bar sigur úr býtum á síðasta ári fyrir sólóplötu sína Go. Tíu íslenskar plötur tilnefndar TILNEFNDUR Mugison er tilnefndur fyrir plötu sína Haglél sem hefur selst eins og heitar lummur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Íslensku tilnefningarnar: Sóley – We Sink Lay Low – Brostinn strengur Ham – Svik, harmur og dauði Sin Fang – Summer Echoes ADHD – ADHD2 FM Belfast – Don’t Want To Sleep Gus Gus – Arabian Horse Mugison – Haglél Björk – Biophilia Apparat Organ Quartet – Pólýfónía Leikkonan Angelina Jolie segist aldrei munu geta staðið jafnfætis móður sinni í uppeldishlutverk- inu. Jolie, sem á sex börn með leikaranum Brad Pitt, var alin upp af Marcheline Bertrand sem var heimavinnandi húsmóðir og lést árið 2007. „Ég mun aldrei verða jafn góð móðir og hún var. Ég mun reyna mitt besta, en mér mun aldrei takast það,“ sagði Jolie í samtali við 60 mínútur. „Hún var örlát og ástrík kona og hún var betri en ég er,“ sagði leikkonan klökk. Ekki jafn góð mamma SAKNAR MÖMMU Angelina Jolie segist líkjast móður sinni meira með aldrinum. Leikkonan hæfileikaríka Mic- helle Williams, sem nýlega fór með hlutverk Marilyn Monroe í kvikmynd um ævi hennar, viður- kennir að hún sé rosalega skotin í gamla brýninu Jeff Bridges. Williams setur rúmlega þriggja áratuga aldursmuninn ekki fyrir sig, en hún hitti Bridges eitt sinn á rauða dreglinum og segist ekki hafa vitað hvernig hún ætti að haga sér. „Hann var með sólgler- augu og sneri sér við og heilsaði mér. Ég óskaði þess að ég væri líka með sólgleraugu svo ég gæti falið mig á bak við þau,“ sagði Williams í viðtali við breska blað- ið Hello. Williams sagði við sama tilefni að besta sambandsráðið sem hún gæti gefið öðrum konum væri að sleppa því einfaldlega að byrja í sambandi. Skotin í Jeff Bridges BEST AÐ VERA EIN Williams hefur ekki verið í sambandi síðan hún hætti með leikstjóranum Spike Jonze árið 2009. Tónleikakvöldið Síðasti sjens verður haldið í þriðja sinn á gamlársdag á Nasa. Fram koma Of Monsters and Men, sem hefur slegið í gegn á þessu ári, Retro Stefson, sem hefur spilað víða um Evrópu á árinu, og Rich Aucoin frá Halifax sem spilaði á Air- waves-hátíðinni við góðar undir- tektir. Hann er mikill stuðbolti sem hendir sér út í áhorfenda- skarann og leikur sér með fall- hlífar og upptökuvélar. Einnig munu Stefson-bræður og félagar þeyta skífum. Miðasala á tón- leikakvöldið er hafin á Midi.is og í verslunum Brims. Síðasti sjens í þriðja sinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.