Morgunblaðið - 17.07.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.07.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, ákvað í gær að aflamark þorsks yrði 160 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Er það í samræmi við aflareglu Haf- rannsóknastofnunar og aukning um 10.000 tonn frá því síðast en jafnframt hefur verið ákveðið að skipa samráðs- hóp til að yfirfara aflaregluna. Breyt- ingar sem gerðar voru á henni í fyrra eru gagnrýndar af helstu hagsmuna- aðilum í sjávarútvegi. „Við teljum að leyfa hefði átt a.m.k. 180 þúsund tonn og að endur- skoða þurfi aflaregluna sem var ákveð- in í fyrra,“ segir Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, LÍU. „Veiðistofninn sé í miklu betra ástandi en talið var þegar reglan var ákveðin og ekki sé tekin nein áhætta með hóf- legri aukningu.“ Núverandi aflaregla sé ekki heil- ög. Ef miðað hefði verið við regluna sem gilti þar til í fyrra hefði þorskkvót- inn getað farið núna í allt að 219 þús- und tonn. En það sé pólitísk ákvörðun hve hratt eigi að byggja stofninn upp. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, er einnig á því að auka hefði mátt þorskkvótann. En í reynd séu stjórnvöld bundin af því að fara eftir aflareglunni þótt hann sé sjálfur ekki sáttur við hana; orðspor Íslendinga sem ábyrgrar veiðiþjóðar byggist á því að fara eftir reglunni. Ella gætu umhverfissinnar hafið áróð- ur gegn íslenskum fiski. Trúverðugleiki í hættu „Við viljum láta taka okkur trúan- leg í sambandi við umgengni og sjálf- bærni, það er búið að setja reglu sem við verðum að fara eftir ef við ætlum ekki að lenda í vondum málum varð- andi sölu,“ segir Sævar. Ráðherra fer að mestu að ráðum Hafró, aflamark ýsu verður þó 50 þús- und lestir en ráðgjöfin var upp á 45 þúsund lestir. Þá hefur aflamark ufsa verið ákveðið 50 þúsund lestir, ráðgjöf- in var 40 þúsund lestir. Veiðar á út- hafsrækju verða nú frjálsar. Segja óhætt að veiða meira  Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru ósáttir við gildandi aflareglu og álíta svigrúmið til kvótaaukningar með tilliti til stækkandi þorskstofna við landið vera of lítið  Ákveðið að skipa samráðshóp En við teljum að leyfa hefði átt a.m.k. 180 þús- und tonn og að endur- skoða þurfi aflaregluna sem var ákveðin í fyrra Ákvörðun um leyfilegan heildarafla Þorskur Karfi Ýsa 2009/2010 2010/2011 15 0. 0 0 0 16 0. 0 0 0 50 .0 0 0 63 .0 0 0 50 .0 0 030.000/10.000 Félagar í Rauðum vettvangi boðuðu síðdegis í gær til útifundar á Lækjartorgi undir yfirskrift- inni „Höfnum ESB“. Tilefni fundarins var að ár er nú liðið frá því að umsókn um aðild að Evrópusambandinu var samþykkt á Alþingi. Sögðu fundarboðendur tilganginn að varpa ljósi á þær hættur sem felast í aðild að ESB og því aðlögunarferli sem er gangi. Ár frá samþykkt aðildarumsóknar Morgunblaðið/Ómar Gamlar veggjahleðslur og gólflög hafa fundist við bæinn Þingmúla í Skriðdal á Austurlandi. Minjarnar komu í ljós þegar gamalt, steypt íbúðarhús við bæinn var rifið. Forn- minjarnar kunna að vera allt frá mið- öldum, að því er kemur fram á frétta- vef Austurgluggans. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifa- fræðingur skoðaði minjarnar í liðinni viku og segir ljóst að þær séu mjög gamlar, þarna gæti jafnvel leynst bæjarstæði frá landnámsöld. Stein- unn stjórnar uppgreftri á miðalda- klaustrinu við Skriðu. „Þetta er mjög spennandi, þarna eru mjög þykk mannvistarlög og vafalaust gamalt bæjarstæði,“ segir Steinunn. Ábúendur á staðnum hugðust skipta um jarðveg á bíla- stæði á hlaðinu en rákust þá á leif- arnar og létu vita af fundinum. Þeir verða sjálfir að kosta fornleifarann- sókn á minjunum og ljóst að það gæti þýtt veruleg útgjöld. „Þetta getur stundum þýtt að fólk láti ekki vita af fornleifum til að þurfa ekki að kosta rannsóknina. Ég held að þörf sé á eins konar viðlaga- sjóði sem hægt væri að nota þegar þetta gerist á stöðum þar sem ekki hefur verið vitað um fornleifar áður,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir. kjon@mbl.is Ábúendur fundu leifar frá miðöldum við Þingmúla  Verða sjálfir að kosta rannsókn Steinunn Kristjánsdóttir Vill við- lagasjóð fyrir óvænta fornleifafundi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Ís- lands hafa óskað eftir vikulöngum fresti til að svara fyrirspurn um- boðsmanns Al- þingis vegna til- mæla til fjár- málafyrirtækja um endur- útreikning gengistryggðra lána. Umboðsmaður Alþingis sendi stofnununum fyrirspurn vegna til- mælanna en skilafrestur svarbréfs- ins rann út í gær. Tryggvi Gunn- arsson, umboðsmaður Alþingis, segist hafa fengið beiðni um viku- langa lengingu skilafrestsins. Umboðsmaður Alþingis mun fara yfir beiðnina á mánudaginn næst- komandi og taka þá ákvörðun í mál- inu. FME og Seðlabanki vilja frest Tryggvi Gunnarsson Jeppi valt á hliðina við Höfn í gær- kvöldi og var þá að sögn lög- reglunnar á staðnum mjög hvasst á svæð- inu og mældist vindur um 40 metrar á sek- úndu. Hjólhýsið sem jeppinn hafði í eft- irdragi tókst á loft með þeim afleið- ingum að jeppinn valt á hliðina. Ökumaður og farþegar sluppu þó með skrekkinn. Nokkrir aðrir ökumenn sem voru með ferðahýsi aftan í bílum sínum lentu einnig í vandræðum á sama svæði. Þá valt fólksbifreið rétt austan við Jökulsárlón. Bíllinn gjör- eyðilagðist en ökumaður og farþegi sluppu. Þau voru í öryggisbeltum. Hjólhýsi tókst á loft í hvassviðri Umrædd veiðiregla, sem vís- indamenn Hafrannsóknastofn- unar nota til að ákveða ráðgjöf til ráðherra um hámarksafla á hverjum tíma, byggist á ákveð- inni formúlu þar sem tekið er mið af rannsóknum á veiði- stofni og hrygningarstofni. Al- þjóðahafrannsóknaráðið, ICES, fer síðan yfir regluna og úr- skurðar hvort hún tryggi sjálf- bærni, þ.e. að ekki sé stunduð ofveiði. Mælingar gefa til kynna að ástand þorskstofna við Ís- land fari nú batnandi og segja margir sjómenn að óhætt sé að auka veiðarnar meira en nú hef- ur verið ákveðið. Nóg af fiski? ÞORSKSTOFN Á UPPLEIÐ Drengurinn sem varð fyrir bíl á Breiðholtsbraut í fyrradag er kom- inn úr öndunarvél. Að sögn vakt- hafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans blæddi inn á heila drengsins, en líðan hans er nú betri. Drengurinn, sem er 8 ára gamall, var á hjóli þegar bíll ók á hann í gær. Drengurinn sást á hlaupum frá slysstað. Hann var hjálmlaus en talið er að hjálmurinn hefði komið í veg fyrir heilablæðinguna. Annað barn á hjóli var flutt með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynn- ingar eftir að ekið var á það á Reykjavíkurvegi í fyrradag. Þá féll barn af hjóli í Hlíðahverfi Reykjavíkur og var fært á slysa- deild. Líðan þeirra er góð. Drengurinn kominn úr öndunarvél Gunnar Andersen, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, segir koma til greina að lækka 16% kröfu FME um eiginfjárhlutfall bankanna. Þetta er háð því að efnahagshorfur batni og að óvissu um réttarástand gengistryggðra lána verði eytt enn frekar, annaðhvort með nýjum dómum Hæstaréttar eða lagasetn- ingu. Þetta kom fram í fréttum Rík- isútvarpsins í gær. Kemur til greina að lækka eiginfjárkröfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.