Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Ökumaður jeppans handtekinn 2. Andlát: Sonja B. Helgason 3. Andlát: Gunnar Levy Gissurarson 4. Liggur á gjörgæslu  Juliana Espana Keller, einn stofn- enda eldhúskabarettsins Women with kitchen appliances, hefur fengið nokkrar íslenskar konur til liðs við sig til að spila á eldhúsáhöld. »40 Eldhúskabarett með eldhúsáhöldunum  Hinn 13. júlí síð- astliðinn sendi Björk Guðmunds- dóttir tónlistar- kona, ásamt fleir- um, áskorun til umboðsmanns Al- þingis um að samningurinn um kaup Magma Energy á HS Orku yrði endurskoð- aður. Þau hafa nú boðað til blaða- mannafundar mánudaginn 19. júlí kl. 16, þar sem undirskriftasöfnun verð- ur hrundið af stað við tónlist Bjarkar. Björk boðar til blaðamannafundar  Viðar Hreinsson bókmenntafræð- ingur hefur verið ráðinn af Þjóðlaga- setrinu á Siglufirði til að rita ævisögu Bjarna Þorsteinssonar, prests á Siglu- firði, sem einnig var þjóðlagasafnari og tónskáld. Ættingjar séra Bjarna, Fjallabyggð, Sparisjóður Siglufjarðar, Siglfirð- ingafélagið og fleiri ætla að styðja við rit- unina, en stefnt er að því að bókin komi út á 150 ára afmæli Bjarna, 14. október 2011. Viðar skrifar ævisögu séra Bjarna FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8 m/s og dálítil væta á N- og A-landi en annars yfirleitt léttskýjað. Hiti 15 til 20 stig SV-lands, en 10 til 15 stig í öðrum landshlutum. Á sunnudag Norðlæg átt, 3-8 m/s og dálítil væta NA-lands, en annars bjart með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hiti 15 til 20 stig SV-lands, en annars 10 til 15 stig. Á mánudag Hægviðri og skýjað með köflum, en stöku síðdegisskúrir S-lands. Hiti 15 til 20 stig V-til, en heldur svalara fyrir austan. Þeir Rúrik Gíslason og Arnór Smára- son voru keppinautar í úrslitaleik á Shellmóti 6. flokks drengja í fótbolta fyrir tíu árum. Í dag eru þeir lands- liðsmenn og atvinnumenn, auk þess að vera góðir vinir, og mætast í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar þegar OB tekur á móti Esbjerg. Rúrik kveðst hlakka mikið til að mæta Arnóri í dag. »3 Keppinautar 10 ára og mætast í stórleik í dag Gamlir risar í íslenskri kvennaknattspyrnu, Breiða- blik og KR, mættust á Kópa- vogsvelli í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Leik- urinn varð aldrei spennandi því Breiðablik tók foryst- una strax á 5. mínútu og sigraði 4:0. Fann- dís Friðriksdóttir skoraði tvívegis fyr- ir Breiðablik í síð- ari hálfleik. »4 Fanndís skoraði tvö gegn KR Lítt þekktur kylfingur frá Suður- Afríku, Louis Oosthuizen að nafni, er með gott forskot eftir tvo hringi á Opna breska meistaramótinu í golfi. Oosthuizen hefur leikið á 12 höggum undir pari samtals og hefur fimm högga forskot á gömlu kempuna Mark Calcavecchia. Heims- byggðin mun fylgjast með Oosthuizen um helgina og þá skýrist hvort hann stenst álagið og sigrar í þessu gamal- gróna móti. »2 27 ára gamall Suður- Afríkubúi með forystu Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is „Við lögðum af stað frá Flórída í maí og höfum farið víða síðan þá. Við sigldum til Nova Scotia og þaðan til Nýfundnalands. Við vorum að hugsa um að fara þaðan beint til Íslands en komum við á Grænlandi í leiðinni,“ segir Rhea Smith, bandarísk kona sem kom til hafnar í Hafnarfirði á sunnudag með manni sínum, Pétri Hauki Péturssyni, og bandarískum syni sínum. Rhea og Pétur hafa siglt mikið um á báti hans, Dagnýju, en í þetta sinn komu þau á öðrum báti sem kallast Jandavina og er 13 metra langur. Þau eru búsett í Green Cove Springs í Flórídaríki í Bandaríkj- unum. Rhea segir að ferðin hafi ver- ið afskaplega ánægjuleg. „Ferðin var alveg frábær. Grænland er ótrú- legur staður og ísjakarnir magnaðir. Það ættu fleiri að sigla þangað.“ Þegar þau héldu frá Nýfundna- landi hafði Pétur samband við Land- helgisgæsluna og lét vita að þau væru væntanleg til Íslands. Af ein- hverjum ástæðum spurðist út að þau hefðu lent í vandræðum á leið- inni og fréttamiðlar birtu fréttir þess efnis. „Ég skil ekki hvernig þetta gerðist því við lentum aldrei í neinum vandræðum. Vissulega var vont veður á leiðinni en það var aldr- ei neitt vandamál. Ættingjar okkar og vinir voru í uppnámi og reyndu að hafa samband við okkur þegar þeir heyrðu þetta.“ Rhea er nú stödd hér á landi í þriðja skipti. „Ég elska Ísland en það er samt eitthvað að ljósinu hérna, er það ekki?“ segir hún og hlær. Hún segir jafnframt að hún sé farin að skilja örlítið í málinu. „Ég er farin að venjast hljómfallinu betur. Áður fyrr hljómaði íslenska eins og kínverska fyrir mér en núna er ég farin að þekkja hana betur.“ Siglt um höfin frá því í maí  Rhea Smith og Pétur Haukur Pétursson sigldu frá Flórída til Íslands með staldri í Nýfundnalandi og Grænlandi  Vandræðalaus ferð þrátt fyrir vont veður Kát Hjónin Rhea Smith og Pétur Haukur Pétursson kynntust í Flórída. Þau hafa siglt um höfin frá því í maí og fljúga aftur til Bandaríkjanna á mánudag. Sigurður Bjark- lind hefur lyft grettistaki á landareign sinni í Kaldakinn á síð- ustu tveimur ára- tugum; ræktað upp myndarlegan skóg þar sem áð- ur var ónýtt tún en engin planta, breytt gömlu, illa förnu samkomu- húsi, sem lengi hafði verið notað sem geymsla, í glæsilegan bústað og að auki byggt nokkur hús í fornum stíl með eigin handafli! Sigurður leigði landið 1991 en eignaðist það hálfum öðrum áratug síðar. „Ég heillaðist gjörsamlega af þessum stað,“ segir Sigurður í Sunnudagsmogganum. Grettistak Sigurðar í Kaldakinn Sigurður Bjarklind Heillaðist af staðnum Hið ódauðlega slagorð „Flatus lifir!“ hefur enn á ný skotið upp kollinum við Kollafjörð. Sjö manna hópur heldur nafni hans á lofti í góðri sátt við lögreglu og íbúa, en vill þó ekki hafa hátt um tilganginn. Verkið hófst á miðvikudaginn og er stefnt að því að Flatus hafi yfirtekið vegginn allan í næstu viku. onundur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Dauðinn lýtur í lægra haldi fyrir Flatusi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.