Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 14

Morgunblaðið - 17.07.2010, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010 ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Þingeyjarsýsla Sumar er í sveitum þessa dag- ana og mikið líf er í sýslunni. Ferða- menn eru hvert sem litið er og um- ferðin mjög mikil. Bændur eru að drífa heim heyin og hver þurrk- dagur er nýttur til hins ýtrasta. Þok- an lónar við norðausturströndina, en erfitt er að spá um það hvor hún fer eða kemur og hve langt inn í landið hún nær.    Skógardagur var hjá Skógrækt- arfélagi Suður-Þingeyinga nýlega og var skógræktin á Ytra-Fjalli í Að- aldal skoðuð undir leiðsögn Indriða Ketilssonar. Þar eru mörg stór og gömul tré af ýmsum tegundum en svæðið var friðað árið 1926. Þetta var fróðlegur dagur og kunni fólk vel að meta skógardaginn í elsta bænda- skógi héraðsins.    Fornir fimmtudagar voru haldnir nokkrum sinnum í sumar á vegum hins þingeyska fornleifa- félags og Fornleifastofnunar Ís- lands. Um var að ræða gönguferða- dagskrá um minjasvæði í sýslunni og voru heimsóttir staðir þar sem rannsóknir hafa verið í gangi. Forn- leifafræðingar gengu með gestum, greindu frá rannsóknum og sýndu búsetuminjar frá landnámsöld. Þetta tókst mjög vel og voru allir ánægðir. Fornleifaskóli barnanna verð- ur með nýju sniði í sumar en í honum verður fengist við fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast lífi þeirra sem byggðu landið. Öll börn á tilteknum aldri sem vilja og eru bú- sett í Þingeyjarsveit fá að taka þátt og fimmtudaginn 22. júlí verður boð- ið til víkingaveislu á Litlulaugum þar sem eldað verður að hætti land- námsmanna.    Gæsir komu upp ungum sem aldrei fyrr og hafa menn sjaldan séð svo mikið af gæsarungum sem nú eru farnir að koma í túnin. Nýlega sást gæsapar hjá þjóðveginum við Hólkot í Reykjadal með 20 unga á eftir sér en þannig stórfjölskylda þarf mikið að matast. Kornakrar og nýræktir eru vinsælir áningarstaðir þessara fugla en svo virðist sem stofninn sé enn að stækka. Kríunni gekk líka vel að koma upp ungum og nýlega sást mikið af sandsíli í fjör- unni hjá bænum Sandi í Aðaldal sem veit á gott fyrir svanga kríuunga.    Kýrnar una vel hag sínum í hag- anum og hafa farið út flesta daga því ekki hefur verið illviðrasamt það sem af er sumri. Útivistin gefur þeim nýja orku sem nýtist þeim langt fram eftir vetri og léttir þeim innistöðuna. Þá er krydd í tilveruna þegar kálfar fæðast í haganum og eru þeir oftast fljótir á fót í grænu grasinu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fyrstu skrefin Það er gott að fyrstu skrefin eru á mjúku grasinu. Oft koma kálfar í kúahaganum FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslendingar hófu seint ferðalög um landið í sumar, ef marka má upplýs- ingar frá tjaldsvæðum. Umferðin jókst eftir að Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu lauk og er víða orðin svipuð og á sama tíma á síðasta sumri. Enn virðist vera hræðsla við að gista á tjaldsvæðum í nágrenni Eyjafjallajökuls, jafnvel á stöðum þar sem lítið öskufall varð og engin aska er að fjúka nú. „Þetta byrjaði mjög rólega í sum- ar,“ segir Vilberg Tryggvason sem rekur tjaldmiðstöðina á Flúðum. Hann telur að HM í knattspyrnu og veðrið hafi dregið úr fólki að fara af stað. Aðsóknin hafi aukist stórlega eftir að heimsmeistaramótinu lauk. Vilberg er bjartsýnn á sumarið. „Fjölskyldufeðurnir þurfa að vinna upp þann tíma sem þeir tóku í HM, fara með börnin eitthvað. Við erum stutt frá Reykjavík og auðvelt að skreppa hingað yfir helgi.“ Fólk farið af stað Árni Sigurpálsson, hótelstjóri í Bjarkarlundi, segir að umferðin hafi farið seint af stað vegna HM en margir séu á ferðinni þessa dagana enda ýti veðrið undir það. Góð aðsókn var að tjaldsvæði í Ás- byrgi í júní enda voru þrjár góðviðr- ishelgar á því svæði og Íslendingar láta veðurspána alltaf mikið stjórna á ferðalögum sínum. Regína Hreins- dóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, segir að eftir rólega byrjun í sumar sé umferðin í júlí að nálgast það sem var á sama tíma í fyrra. Þótt veðurspáin ráði miklu um það hvert íslensku fjölskyldurnar stefna á sumrin hefur annar áhrifavaldur bæst við í sumar. Það er eldgosið í Eyjafjallajökli. Fólkið streymir ekki þangað til að sjá afleiðingar gossins heldur virðist forðast það eins og heitan eldinn að gista í nágrenninu. Ördeyða er á tjaldsvæðum sem Ís- lendingar hafa sótt mikið á, bæði með fjölskyldur sínar á ferð eða á ættarmót. Húsbílar og fellihýsi fara hratt framhjá. Hræddir um húsbílana Þetta á til dæmis við um Fljóts- hlíð, Eyjafjöll og Mýrdal. „Fólk spyr mikið um öskuna, heldur að hér sé allt á kafi. Ástandið er fínt, við feng- um bara sýnishorn af öskunni og hún hefur ekki hreyfst í margar vikur,“ segir Helga Ólafsdóttir hjá Ferða- þjónustunni í Þakgili í Mýrdal. Soffía G. Ólafsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda, telur að margir húsbílaeigendur séu ragir við að fara mikið um öskusvæðið og gista. Nefnir sem dæmi að lítil þátt- taka hafi verið í ferð sem farin var í júní í Hallgeirsey í Landeyjum. Þá gistu fáir á Hvolsvelli í stórri hring- ferð sem nú stendur yfir. Soffía telur að menn séu einkum hræddir við að fá ösku í loftsíurnar og þar með inn í bílana. Þá séu þeir á varðbergi vegna sólarrafhlaðanna sem taldar eru viðkvæmar fyrir óhreinindum. Ferðafólkið farið af stað eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu  Innlendir ferðamenn enn hræddir við að gista á tjaldsvæðum undir Eyjafjallajökli Morgunblaðið/Eggert Tjaldað Skoskur ferðamaður sem tjaldaði á Hamragörðum hafði hálft tjaldsvæðið fyrir tjald sitt og hjól. „Það var vel bókað hjá okkur fyrir gos og það hefur staðist,“ segir Einar Jóhannsson á Hótel Önnu á Moldnúpi undir Eyjafjöllum. Hann hefur aðra sögu að segja af tjaldsvæðinu og farfuglaheimilinu sem fyrirtækið rekur í Skógum. Reksturinn þar byggist á lausaumferð og mikið hefur dregið úr henni. Áber- andi er hversu fáir Íslendingar koma. Erlendir ferðamenn gista mest á Moldnúpi og þeir virðast ekki láta fréttir af eldgosi og öskufjúki hafa eins mikið áhrif á sig og innlendu ferðamennirnir. „Gestirnir kvarta ekki enda er hér ekki öskufjúk alla daga eins og fólk virðist halda. Það hefur dregið mikið úr því, sérstaklega eftir rigningarnar,“ segir Einar. Hann hefur fengið ýmsar skrítnar fyrirspurnir, meðal annars um það hvort fært sé að Moldnúpi. Þá halda sumir gestanna að þeir geti séð hraun renna á þessum slóðum. „Ástandið var vissulega slæmt á meðan fjallið gaus og flug fór úr skorðum. En ef eldfjallið þegir vonast ég eftir ágætu ári, þótt þetta verði aldrei sama draumaárið og í fyrra,“ segir Einar. Útlendingarnir skila sér á hótelið 52% Íslendinga gista í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl á ferð um eigið land. 260.000 nóttum eyða Íslendingar á hótelum og gistiheimilum á landinu. ‹ GISTA Á TJALDSVÆÐUM › » „Þetta er ekki svipur hjá sjón. Hér hafa aðallega gist Íslendingar en þeir hafa ekki látið sjá sig í sum- ar,“ segir Ársæll Hauksson sem rekur tjaldsvæðið á Hamragörðum undir Eyjafjöllum, rétt við Selja- landsfoss. Svo virðist sem inn- lendir ferðamenn forðist að nota tjaldsvæðin í nágrenni Eyjafjalla- jökuls, af hræðslu við öskufok. Ársæll segir að síðustu tvö ár hafi verið mjög góð. Fjöldi felli- hýsa og húsbíla hafi verið þar um hverja helgi, auk tjalda. Blásið hafi verið til tveggja til þriggja ættarmóta um hverja helgi sum- arsins. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Nefnir Ársæll tvær stórar ferða- helgar. Enginn gestur hafi verið fyrstu helgina í júní og fimm tjöld fyrstu helgina í júlí. Fjöldi gesta var um þessar helgar á síðasta sumri, meðal annars tvö ættarmót fyrstu helgina í júlí, auk lausa- umferðar. „Mér líður eins og þetta sé að glæðast en enn sé ég enga Íslend- inga,“ segir Ársæll þegar blaða- maður kom við hjá honum. Það munar um það því Hamragarðar hafa verið vinsælt svæði fyrir ís- lenskt ferðafólk, bæði þá sem eru á lengri ferðalögum og í helg- arferðum. Þar sést engin aska enda hefur gróðurinn bundið þau korn sem þangað kunna að hafa blásið. Ársæll tekur fram að í hvassviðri megi sjá ösku í ná- grenninu en það trufli ekki gest- ina á nokkurn hátt. „Ég skil vel að fjölskyldur með börn keyri hjá ef það sér fína ösku fjúka. Það á bara ekki við hér,“ segir hann. Sömu sögu er að segja af fleiri tjaldsvæðum í nágrenninu sem innlendir ferðamenn hafa notað mikið, meðal annars í Fljótshlíð. Þeir láta ekki sjá sig. Ársæll segir lítið við þessu að gera, úr þessu. Ekki sé hægt að leggja í mikinn kostnað við að draga að fólk. „Maður verður bara að vona að næsta sumar verði betra,“ segir hann. Ekki svipur hjá sjón Umsjón Ársæll Hauksson sér fram á magurt ár í rekstri tjaldsvæðisins. HJÓLHÝSI OG FELLIHÝSI SJÁST EKKI LENGUR Hótel Anna Einar Jóhannsson rekur hótel á Moldnúpi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.