Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 2010
FRÉTTASKÝRING
Andri Karl
andri@mbl.is
Sitji viðhaldsvinna eða sambæri-
legar framkvæmdir við íbúðarhús
eða sumarhús á hakanum er rétti
tíminn til að ráðast í verkin um þess-
ar mundir. Stjórnvöld hleyptu ný-
verið af stað átakinu Allir vinna til að
vekja athygli á endurgreiðslu virðis-
aukaskatts og skattafrádrætti vegna
framkvæmda og einn banki, Íslands-
banki, býður þegar upp á hagstæð
framkvæmdalán.
Framkvæmdalán Íslandsbanka
voru kynnt á fimmtudag en þær upp-
lýsingar bárust frá bankanum í gær,
að fyrirspurnir hefðu verið fjölmarg-
ar og fjölgað eftir því sem leið á dag-
inn. Ljóst er því að margir hyggja á
endubætur eða aðrar framkvæmdir.
Þeir sem ráðast í framkvæmdir á
heimilinu eða sumarhúsinu eiga rétt
á 100% endurgreiðslu á virðisauka-
skatti af vinnulaunum iðnaðarmanna
og skattafrádrætti sem getur numið
allt að 300.000 kr. Lánin sem bank-
inn býður eru svo án lántökugjalda,
með 5,75% óverðtryggðum vöxtum
og til allt að fimm ára.
Áhersla er lögð á það í tengslum
við átakið, að öll viðskipti almenn-
ings og fagmanna séu uppi á borðinu.
Og af samtölum blaðamanns við
bæði verkseljendur og -kaupendur
virðist sem markmið stjórnvalda sé á
góðri leið með að takast. Endur-
greiðslan á virðisaukaskattinum og
skattafrádrátturinn hefur það í för
með sér að svört vinna er síður eftir-
sóknarverð.
Mest fækkun atvinnulausra
Þó svo stærri verkefni vanti enn
fyrir verktakafyrirtækin má líta til
þess að mest fækkun atvinnulausra í
síðasta mánuði var í mannvirkja-
greinum.
Og á meðan stjórnvöld hvetja
landsmenn til þátttöku í stórum sem
smáum verkum sem tengjast við-
haldi sjá verktakar fram á frekari
fjölgun smáverka. Því má gera ráð
fyrir að þróunin haldi áfram í sömu
átt – alla vega fram að hausti. Hins
vegar ríkir enn svartsýni enda óvissa
mikil um hvað gerist þegar líða tekur
á árið. Meðal annars má benda á, að
stór verktakafyrirtæki sögðu upp
fjölda fólks um síðustu mánaðamót í
varúðarskyni þar sem fyrirsjáanleg-
ur er verkefnaskortur.
Þeim sem eru að spá í endurbætur
eða aðrar framkvæmdir er bent á
vefsvæði átaksins, allirvinna.is. Þar
má finna dæmi um endurgreiðslu
virðisaukskatts og reikna eigin end-
urgreiðslu.
Góður tími til framkvæmda
Viðhaldsverkefnum fjölgar hjá verktökum sem sjá fram á frekari fjölgun með átaki stjórnvalda
Íslandsbanki reið á vaðið og býður upp á óverðtryggð framkvæmdalán og án lántökugjalds
Morgunblaðið/Ernir
Málað Helstu viðhaldsverkefnin í sumar eru múrverk og málningarverk. Þau fara svo stundum saman.
Dæmi um endurgreiðslu
•Þeir sem ráðast í framkvæmdir geta fengið frádrátt frá skattstofni semgetur numið allt að 300.000kr.
Efniskostn.
(í krónum)
Vinna á
staðnum
án vsk:
VSK
(vinnuliður
x 25,5%)
Heildar-
kostn.
Endur-
greiðslaDæmi 1
Húsfélag lætur
múrhúða útveggi 2010 527.064 1.012.698 258.238 1.798.000 258.238
Dæmi 2
Einstaklingur lætur
vinna trésmíðavinnu
heima hjá sér
318.183 493.121 125.746 937.050 125.746
Dæmi 3
Einstaklingur fær tilboð
í skipti á fimm gluggum
heima hjá sér
350.000 350.000 89.250 789.250 89.250
„Þetta hafði staðið til í nokkurn tíma. Á
síðasta ári þegar stjórnvöld hófu endur-
greiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við
slíkar framkvæmdir ýtti það við okkur og
auðveldaði að ráðast í þetta,“ segir Matt-
hías Ásgeirsson, forritari hjá Trackwell,
en hann réðst ásamt nágrönnum sínum í
endurbætur á raðhúsinu sem þau búa í.
Fara þurfti í umfangsmiklar steypu- og
múrviðgerðir á raðhúsinu og stóðu fram-
kvæmdir í rétt rúman mánuð, en þeim lauk í gær við mikla gleði íbúanna.
Þó svo ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmdirnar áður en stjórnvöld
hleyptu af stað átakinu Allir vinna er óhætt að segja að Matthías sé ánægð-
ur með framtakið. „Þetta er auðvitað heljarinnar vinna og stórframkvæmd
á mælikvarða íbúðareiganda. En við fáum allan vaskinn endurgreiddan af
vinnu iðnaðarmanna og svo einnig skattafrádráttinn þannig að þetta mun-
ar heilmiklu fyrir okkur.“
Matthías telur að átakið verði klárlega til þess að fólk ráði iðnaðarmenn
frekar til starfa og þá ekki svart. Hann tiltekur, að ekki aðeins hafi verið
farið í múrverkið heldur hafi einnig beðið lítið verkefni fyrir pípara sem
þau hafi látið verða af í kjölfar átaksins. „Það var kannski ekki nema fimm
klukkustunda vinna en það munar um endurgreiðsluna. Það er á hreinu.“
Ýtti af stað og auðveldaði að
ráðast í framkvæmdir
Ljósmynd/Matthías Ásgeirsson
Fyrirtækið Fagmenn býður upp á alhliða þjónustu vegna viðhaldsverkefna
og hvort sem um er að ræða smá lagfæringar eða meiriháttar breytingar.
Jóhann Einarsson, framkvæmdastjóri Fagmanna, segir að mikið hafi verið
að gera í sumar og raunar stanslaust streymi viðhaldsverkefna. Eftir að
átak stjórnvalda var kynnt hafi skattafrádrátturinn og endurgreiðsla virð-
isaukaskattsins einmitt komið frekar í tal þegar fyrirspurnir berast.
„Þannig að þetta virðist hreyfa við fólki.“
Spurður út í hvaða verkefni séu vinsælust segir Jóhann það helst múr-
viðgerðir og málningarverk. „En verkin eru annars alls konar. Allt frá því
að skipta um krana í vaski og í að gera upp heilu blokkirnar.“
Komi til þess að verkefnum fjölgi mikið með tilkomu átaks stjórnvalda
segir Jóhann fyrirtækið vel í stakk búið hvað varðar mannskap. „Við neit-
um aldrei verkefnum en bætum þá bara frekar við okkur fólki.“
„Þetta virðist hreyfa við fólki“
Almenn ánægja er með átak stjórnvalda meðal félagsmanna Samtaka iðn-
aðarins, að sögn Friðriks Á. Ólafsson, forstöðumanns samtakanna. Hann seg-
ir að aukning hafi orðið á óskum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti og
smáverkum fjölgar mikið þannig að ánægjulegar fréttir heyrast loksins úr
verktakageiranum.
En þrátt fyrir að hefðbundnum viðhaldsverkefnum fjölgi nær ánægjan
ekki yfir allt sviðið. „Okkur vantar auðvitað enn stærri verkefni í gang. Það
geta ekki allir iðnaðarmenn verið í litlum verkefnum,“ segir Friðrik en árétt-
ar ánægju sína með átakið – sem raunar samtökin standa að ásamt fleiri sam-
tökum og stjórnvöldum.
Með tilkomu hagstæðra framkvæmdalána til viðhaldsverkefna telur Frið-
rik allar forsendur til þess að enn eigi eftir að fjölga verkefnum. Þá segist
hann virkilega ánægður með að heyra, að fólk hafni boðum um svarta vinnu
iðnaðarmanna í kjölfar átaksins. „Við leggjum auðvitað mikla áherslu á, að
umhverfið sé sanngjarnt og við viljum helst útrýma svartri vinnu.“
Smáverkum fjölgar en okkur
væntar stærri verkefni í gang
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra er nú í heimsókn í Kína og
hélt í gær til jarðskjálftasvæðanna í
Sichuan, þar sem 300 þúsund manns
létu lífið í hamförunum 2008.
Á fundi utanríkisráðherra og
landstjórans, sem fram fór í
Chengdu, höfuðborg Sichuan, þakk-
aði landstjórinn, Jiang Jufeng, Ís-
lendingum sérstaklega fyrir lið-
veislu þeirra við íbúa
jarðskjálftasvæðanna á sama tíma
og Ísland hefði verið að ganga í
gegnum mjög erfiða efnahags-
kreppu, að því er
fram kemur í til-
kynningu frá
utan-
ríkisráðuneytinu.
Sagði Jiang að
það hefði vakið
athygli um ger-
vallt Kína og Ís-
lendingar myndu
finna að Kínverj-
ar myndu ekki
gleyma þeirri hjálparhönd.
Kínverjar þakka fyrir að-
stoð vegna jarðskjálfta
Össur
Skarphéðinsson
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd | Djásn og dúllerí er
nafnið á nýju galleríi sem nú hefur
verið opnað í kjallara gamla kaup-
félagsins á Skagaströnd. Þar er til
sýnis og sölu handverk og listmunir
af margvíslegu tagi eftir 25 Skag-
strendinga. Þar að auki er mál-
verkasýning Jóns Ólafs Ívarssonar í
sýningaraðstöðunni sem er í öðrum
enda kjallarans.
Djásn og dúllerí verður opið alla
daga í sumar frá kl. 14 til 16. Fólkið
sem að galleríinu stendur segir að
mikil endurnýjun muni verða á því
sem þar er sýnt þar sem einungis
hluti af því sé komið í sýningu. Einn-
ig er stefnt að því að hafa alltaf ein-
hverjar listsýningar jafnan í gangi í
sýningaraðstöðunni en það fer eftir
áhuga listamanna hve títt verður
skipt um sýningar.
Sérstaða gallerísins er að sögn að-
standenda að þar er hægt að fá
keypt eingirni og margvísleg efni á
hlægilegu verði en bæði efnin og
eingirnið verða seld eftir vigt. Þann-
ig er hægt að fá keypt handverk og
listmuni í galleríinu og líka efnivið til
að fara með heim og framleiða slíka
hluti sjálfur. Þá er skemmtilegt
lestrarhorn í galleríinu með hæg-
indastólum og bókaskáp fullum af
bókum ef fólk vill setjast niður í
amstri dagsins og líta í bók. „Við vilj-
um hafa þetta lifandi þannig að fólk
geti komið aftur og aftur og alltaf
fundið eitthvað nýtt að skoða. Okkur
langar líka að fólk komi til að spjalla
yfir kaffibolla – nú eða líti í bók og
slappi af,“ sagði Signý Richter, ein
af hvatamönnum þess að galleríinu
var hleypt af stokkunum.
Skagstrendingar sýna djásnin
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Djásn og dúllerí Handverk, efni og eingirni verða til sölu.
www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200